Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 12

Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 12
Merkúr lætur Kynnir nýjar Yamaha-vélar „Þaö er sama hverju þarf ab dæla eöa hvar. Við mætum á staðinn, leysum málið annaðhvort með dælu af okkar vöru- lista eða klæðskerasaumum sérstaka lausn fyrir hvern við- skiptavin," segir Jóhann Ólafur Ársælsson sem hefur ára- tuga reynslu á þessu sviði. Merkúr selur litlar dælur í litla báta, stórar dælur í stærri skip og verksmiðjur, klóakdælur, sérhannaðar dælur í mjólkurvinnslu og dælur sem dæla slógi eða einhverju þykkara en vatni. Dælur sem ganga fyrir glussa, rafmagni eða lofti. Þab er talað um þurr- ar eða blautar lausnir eftir því hvort dælan þarf að vera ofan í vökva eða ekki. Merkúr er 15 ár gamalt fyrirtæki sem fyrstu árin lagði einkum áherslu á ýmis tæki og tól fyrir verk- taka og sveitarfélög. Fyrir fjórum árum gekk Jóhann Ólafur Ársælsson til liös við fyrirtækið og síðan hefur véladeild Merkúrs stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Það sem Merkúr er þekk- ast fyrir meðal sjómanna eru Yanmar-bátavélar og Tsurumi-dælur. Bátavélarn- ar eru frá 9-1100 hestöfl og hafa verið mjög vinsælar í smærri báta. Þannig nota Trefjar í Hafnarfirði Yanmar-vélar í alla báta sem þar eru smíðaðir en Merkúr selur reyndar all- an vélbúnað í bátinn allt frá skrúfuró upp í stýri. Seinni árin hafa dælurnar notið vaxandi vinsælda og til þess að auka þjónustuna hefur Merkúr tekið upp samstarf við hollenskt fyrirtæki, HSP, Holland Special Pumps, og með þess aðstoð getur Merkúr boðib dælur til allra verkefna alls staðar. Snuðlokinn er vinsæll Merkúr hefur nokkra sérstöðu þegar um bátavélar er að ræða því Merkúr býður gírskiptingu með snuðloka. Þetta þýðir að á 3-5 tonna trillu meb slíkum búnaði, þ.e. vökva- gír og snuðloka, er hægt að stjórna hraða skrúfunnar mjög nákvæmlega og allir snúningar að og frá bryggju eba við baujur verða mjúkir og átakalausir. „Þetta likar trillukörlunum afskaplega vel. Þetta er rosa- lega flott," segir Jóhann Ólafur. „Trillukarlarnir eru fjöl- mennir meðal okkar viðskiptamanna enda höfum við lagt dæluna ganga sem henta vel fyrir smábáta áherslu á að vanda okkur fyrir litla manninn ef svo má segja." Vélarnar eru framleiddar í Japan og þar fer saman, að sögn Jóhanns Ólafs, lítil fyrirferb, mikil orka og hágæða framleibsla. Fyrirtækið Arentsstál hf. við Eirhöfða annast alla við- gerðaþjónustu fyrir Merkúr. Þetta er gamalt og gróið fyrir- tæki sem býður fjölþætta þjónustu fyrir sjávarútveg- inn og verktaka. En Merkúr hefur nú lagt nýtt tromp á borðið sem smábátaeigendur eiga erfitt með að standast. Trompib eru Yamaha-bátavélar með hældrifi. Þetta eru fjögurra og sex strokka dísilvélar 165 og 240 ha. Drifið er það fullkomnasta sem hef- ur verið smíðað því það er með vökvakúplingu sem tryggir mjúka og hljóðlausa skiptingu án högga. Þetta er vél sem á eftir að slá í gegn meðal íslenskra smábátaeigenda en það er séríslenskt fyrirbæri að nota vélar af þessu tagi í hraðfiskibáta en með vél eins og þessari gengur báturinn eins og hraðbátur. Þessi vél er eins og snibin fyrir þarfir íslendinga sem vilja geta brun- að á góðri ferð á miðin og siglt í land á þokkalegri ferð með hlaðinn bát. Þessi vél fær nú afar góða dóma í erlendum fagblöðum. Varstu þú einhvern tímann á sjó Jóhann Ólafur? „Ég er vélfræðingur og var talsvert til sjós á mínum námstíma, bæði á togaranum Ágúst frá Hafnarfirði og hval- bátunum, og varð svo frægur að vera háseti á síðutogaran- um Rööli." Leiðin lá síban um Heklu og Bílaborg áður en kom til samstarfs við Lýð Björnsson sem á Merkúr hf. Hjá Merkúr vinna 13 menn í tveimur deildum. Véladeild annars vegar og byggingavörudeild hins vegar. „Vib lítum björtum augum á framtíðina. Vib erum með vel þjálfað fólk og góða aðstöðu enda vex okkur stöðugt fiskur um hrygg. Okkar markmið er að veita toppþjónustu bæði í sölu og öllu öðru sem lýtur ab þjónustu vib við- skiptavini okkar." O Jóhann Ólafur Ársælsson framkvæmdastjóri Merkúrs. 12 ÆGIR MAÍ 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.