Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 46
Nýting fiskistofha
Um miðjan maí var kynnt
skýrsla starfshóps Hafrann-
sóknastofnunar og Þjóðhags-
stofnunar um hagkvæmustu
nýtingu fiskistofna. í skýrsl-
unni kemur framað mikilvæg-
asta verkefnið á svibi hagnýt-
ingar fiskistofna hér við ísland
sé að efla þorskstofninn. í
skýrslunni er talib hagkvæmt
að stefna að því að hrygning-
arstofn þorsks verbi að jafnabi
700-800 þús. tonn og veiði-
stofn um 1400-1600 tonn sem
myndi gefa afla um 350 þús.
tonn á ári. Nú er hrygningar-
stofninn talinn um 220 þús.
tonn og veiðistofninn um 600
þús. tonn og áætlabur afli um
180 þús. tonn í ár. Mismunur
á verðmæti þessa afla er talinn
nema um 19 milljöröum kr. í
útflutningi. Á hinn bóginn
kemur að þegar þessum
þorskafla er náð verður að
draga úr veiðum á öbrum fisk-
stofnum eins og lobnu svo og
rækju (skýrslan tekur einungis
til samspils þessara tegunda,
en aðrar tegundir hafa vafa-
laust einhver áhrif þó þau séu
ekki eins mikil). Er talið aö
loðnuafli verði til lengri tíma
um 500 þús. tonn og rækjuafli
verði um 30 þús. tonn. í ár er
loönuaflinn um 1000 þús.
tonn og rækjuaflinn um 54
þús. tonn. Mismunur á verð-
mæti þessa afla er ekki tíund-
aður í skýrslunni enda ekki
talið tímabært því þorskstofn-
inn eigi langt í land meb ab ná
þeirri stærb að þessi áhrif komi
ljós.
í skýrslunni eru gefin nokk-
ur dæmi um hvernig byggja
megi þorskstofninn upp og
nýta hann. Hagkvæmast væri
að hætta veiðum í nokkur ár
til þess ab byggja stofninn sem
hraðast upp. Meb óbreyttri
veiði fram yfir aldamót eru
sæmilegar líkur á ab takist ab
byggja stofninn upp og síðan
að auka veiöi tiltölulega hratt
eftir það. Menn verða því ab
horfast í augu vib ab þorsk-
veiðin eykst ekki frá því sem
nú er fyrr en eftir 5 til 10 ár.
Allar líkur eru á ab stjórn-
völd taki verulegt tillit til þess-
arar skýrslu við ákvarðanir um
fiskveiðistjórn á næstu árum.
En full ástæða er til að skoba
og meta samspil ólíkra teg-
unda í sjónum áður en þorsks-
stofninn er oröinn það stór ab
áhrifin á abra fiskstofna séu
komin fram. Þá þarf að skoða
áhrif tvöföldunar á þorskafla á
fiskverð og áhrif á rækju- og
loönuverb ef dregið er úr þeim
veiðum. Hér er kominn nýr
flötur fyrir rökræður um veiði-
stjórnun. í lífkeöjunni étur
einn annan og þannig hafa
veiðar á einni fisktegund áhrif
á möguleika annarrar tegundar
til að lifa og fjölga sér. Því
vaknar spurning um það hjá
undirrituöum hversu langt eigi
að ganga í ab byggja upp
þorskstofninn ef þab hefur í
för með sér verulegan sam-
drátt í veiöum á öðrum teg-
undum. Hver verður nettó-
hagnabur þjóbfélagsins í raun?
Ekki má misskilja orð mín svo
ab leyfa eigi hömlulausar veib-
ar á þorski, síður en svo. Aldrei
hefur verið ríkari ástæba til að
stjórna sókn í þann stofn en
nú. Hins vegar verbur ab
skoða þessi mál í ljósi þeirra
möguleika sem eru á sölu og
nýtingu hverrar fisktegundar. í
þessu tölublaði Ægis eru birtar
upplýsingar um afla og
vinnslu Islendinga á árinu
1993 og er afli einn sá mesti
um árabil og verðmætið í góðu
meöallagi þrátt fyrir talsverða
lækkun á fiskveröi í heimin-
um. Þorskveibi hefur dregist
verulega saman og hefur þab
haft veruleg áhrif á afkomu
einstakra fyrirtækja og
byggðarlaga. En hvab segja
þeir, sem hafa haft sína af-
komu af loðnuveiðum og
rækjuveiðum, ef veruleg skerb-
ing verður á þeirra veiðum
þegar þorskurinn braggast? Á
bara að bíða og sjá til hvernig
skepnan kemur af fjalli eða eru
menn tilbúnir til ab taka á
vanda þeirra sem berjast vib
samdráttinn í þorskinum nú
og standa sameinaðir ab lausn
á nýjum vanda í framtíðinni
þegar draga þarf úr veiðum á
öbrum tegundum?
Það er því brýnna nú enn
nokkru sinni fyrr ab stjórnvöld
hafi forgöngu um aö móta
stefnu í sjávarútvegsmálum til
lengri tíma og þá ekki bara
fiskveiðistefnu heldur einnig
vinnslu-, nýtingar- og sölu-
stefnu. Til þess þarf samstillt
átak allra aðila í sjávarútvegin-
um, bæði atvinnurekenda og
launþega. Fiskifélag íslands er
sameiginlegur vettvangur
þessara abila og Fiskifélagib er
tilbúið til ab hafa forgöngu í
þessu máli.
Bjami Kr. Grímsson
Við óskum útgerð og áhöfii
Eyborgar EA 59 innilega til
hamingju með skipið og
þökkum samstarfið við
undirbúning og frágang
tækjabúnaðar í brú.
Þjónusta við siglinga- og fiskileitartæki
HVANNAVELLIR 14 B • 600 AKUREYRI
SÍMI 96-27222 • FAX 96-12910
EA53 EYBORG
46 ÆGIR MAÍ1994