Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 5
Gunnar Arnórsson er skipstjóri á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS frá ísafirbi. Hann til- heyrir því nýrri kynslóð skipstjóra sem stjórna fljótandi frystihúsum. Gunnar er kynhreinn Vestfirð- ingur, afkomandi skipstjóra og sjósóknara og hefur verið til sjós síöan hann var 13 ára. Hann hefur skeleggar skobanir á fiskveiöum, fiskifræðingum, kvótakerfinu og ýmsum stofnunum sjávarútvegs- ins. Gunnar var nýkominn úr Smugunni með afla sem svarabi til tveggja þriðju hluta af árs þorsk- kvóta Júlíusar. Gunnar tók við skipstjórn á Júlíusi Geirmundssyni um síðustu áramót. Hann hafbi fram ab því verið 1. stýrimaður og síðar afleysingaskipstjóri á Bessa ÍS frá Súðavík í hartnær 17 ár eftir ab hafa útskrifast úr Stýrimannaskólanum 1973. Júlíus er smíðaður 1989 eins og Bessi en sá síöarnefndi er ísfisktogari. Júlíus Geirmundsson hefur kvóta upp á 1701 þorskígildistonn en hefur aukið hann nokkuð meb úthafsveiðum á karfa og nú í Smugunni. Hann getur mest verib 35 daga á veiðum. Á síðasta ári greiddi Gunnvör hf., sem gerir út Júlíus, fjórðu hæstu meðallaun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eða tæpar 5,6 milljónir fyrir ársverk. Afkomandi sjómanna Gunnar er sonur Arnórs Sigurðssonar skipstjóra á ísafirði. Amór hófferil sinn sem skipstjóri 18 ára gamall á Dísun- um svokölluðu frá ísafirði og var yngst- ur um borð en Sigurður faðir hans var skipstjóri á öðmm bát hjá sama félagi. Seinna fór Amór með brœðrum sínum fjórum út í bátakaup og eignaðist þá fyrsta Víkinginn en bátar með því nafni hafa œ síðan verið gerðir út frá ísafirði, börn verið skírð í höfuðið á þeim og hvur veit hvað. Síðan voru Víkingar gerðir út í samvinnu við Norðurtangann á ísafirði og famaðist jafnan vel. Amór seldi síðan Norðurtanganum sinn hlut í útgerðinni en sneri aftur að útgerð síðar þegar hann eignaðist Tjald ÍS. „Ég byrjaöi minn sjómennskuferil meö fööur mínum á Víkingi II og öör- um bátum sem hann stýrði eins og bræður mínir þrír en við erum allir með skipstjórnarréttindi. Ég var svo í skólanum fyrstu árin sem viö áttum Tjaldinn og þá var skuttogaraöldin aö renna upp. Kallinn var metnaðargjarn fyrir sjálfan sig og sína og fannst brýnt aö við tækjum okkar þátt í því. Ég réð- ist því um borð í Guðbjart sem þá var nýkominn og var þar háseti í rúmt ár. Síðan kom nýtt skip á Flateyri, Gyllir, og þeir réðu til sín þáverandi stýri- mann á Bessa, Grétar Kristjánsson. Ég hringdi í Jóa Sím vegna áskorana frá pabba og konunni og fór svo minn fyrsta túr á Bessanum sem 1. stýrimaö- ur. Annars var Aðalbjörn Jóakimsson 1. stýrimaður á Bessanum en ég tók svo við hans plássi þegar hann tók við rækjutogaranum Hafþóri hér um árið." Sjórinn gefur og tekur Þannig er Gunnar skilgetið afkvœmi sjósóknara í marga liði sem hefur sótt feng í „Gullkistuna" eins og ísafjarðar- djúp var kallað um aldir. Eins og sjór- inn gefur þá tekur hann líka og því kynntist Gunnar t.d. þegar Tjaldur ÍS fórst á skelveiðum í fökulfjörðum árið 1986. Með honum fómst Hermann Sig- urðsson fóðurbróðir Gunnars, Víkingur Hermannsson sonur hans og Kolbeinn Gunnarsson háseti. Flök nokkurra báta eru merkt með baujum þar sem þau liggja í togslóðum rœkjubáta og minna þannig á að nátt- úran hefur jafnan síðasta orðið. Keppni milli manna Skipstjórastöður em ekki auglýstar og Gunnar hugsaði sig vandlega um áður en hann tók tilboði Gunnvarar sem var ekki aðeins atvinnutilboð heldur viður- kenning á frammistöðu hans sem skip- stjóra á Bessanum. „Keppni milli skipstjóra er ekkert horfin. Það er stöðugur metingur milli manna þó kvótinn setji þeim þröngar skorður. Fjölmiðlar ala svo á þessu og halda því gangandi. Oft finnst mönn- um helvíti blóöugt að eiga ekki kvóta og geta ekki veitt eins og maður vill. Menn bera sig saman yfir áriö en nú í seinni tíö er farið að horfa á aflaverð- mæti ekki síður en aflamagn." / Ijósi þess að nú markast allt af kvótanum má þá kannski segja að keppnin um titil aflakóngs hafl fcerst í land af skipunum og það séu útsjónar- samir útgerðarstjórar sem kaupa kvóta sem hafa titilinn? „Það er að vissu leyti rétt. En það er allt breytingum háö. Fisktegundir sem fyrir nokkrum árum voru lágar í verði hafa hækkað og meiri virðing er borin fyrir þeim en áður. Fjöldi tonnanna segir ekki alla söguna. Þannig er þetta með karfann og grálúðuna á Japans- markað sem er á toppverði meðan þorskur hefur lækkað í verði. Þessi verðþróun hefur staðið undir rekstri frystitogaranna undanfarin ár og tryggt velgengi þeirra." Þetta er bara karfi „Þó við sjómenn berum virðingu fyrir karfanum því fyrir hann fæst gott verb þá bera fiskifræðingar ekki sömu virðingu fyrir honum." Hvemig lýsir virðingarleysi fiskifrœð- inga í garð karfans sér? „Ég skal segja þér litla sögu. Síöast- liðinn vetur fréttum við í talstöðinni af góðum afla á Melsekk vestur af Reykjanesi. Þetta er gamalt nafn frá Þjóðverjum og Bretum og þýðir mjöl- sekkur og vísar til góðs karfaafla fyrr- um sem var bræddur. Þegar við komum á svæðið eru 5 tonn í fyrsta hali en karfinn var svo smár að þab fór nær ekkert í lestina. Ég tók annað tog en það var sama sagan svo við hættum og fórum. Þarna var floti að djöflast í smákarfanum sem ég skil ekki hvernig var hægt. ísfisktogar- arnir koma í land með dálítið af þessum karfa en það fóru fleiri frysti- togarar með mér af svæbinu. Það var hringt í fiskifræðing en það var hálf- gerö tregða að fá svæðinu lokað af því þetta var bara karfi. Ef þetta hefði ver- ÆGIR OKTÓBER 1994 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.