Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 13
MAÐUR MÁNAÐARINS SJÁVARSÍÐAN SEPTEMBER og eldi á kræklingi. Starfsemi á ab hefjast í byrjun næsta árs og gangi allt ab óskum skapast störf fyrir 50 manns. Kostnaður er áætlaður 120 milljónir króna. PP| Húnaröst hf. greiddi hæst ■bÍ meðallaun sjávarútvegsfyrir- tækja árið 1993 samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Að meðaltali greiddi Húnaröst hf., sem gerir út Húnaröst RE, 6,2 milljónir í árs- laun. M Tveir íslenskir togarar, Óttar leii Birtingur sem siglir undir fána Belize og Björgúlfur EA, teknir að meintum ólöglegum veiðum á Svalbarbasvæðinu og færðir til hafnar í Tromsö í Noregi. M Fyrirtækib Vestfirskur skel- ■■fl fiskur hf. tryggir sér einka- leyfi á kúfiskveiðum á svæðinu frá Snæfellsnesi að Skaga og gerir samning um sölu allrar framleiðslu til Bandaríkjanna næstu þrjú árin. M Sótt hefur verið um styrk úr Ufl Þróunarsjóði sjávarútvegsins til úreldingar 79 skipa sem alls eru 4.400 brúttórúmlestir að stærð. Sjóðurinn hefur þegar gefið vilyrði fyrir 1.283 milljónum króna til úr- eldingar 69 skipa en tíu umsóknir bíða afgreibslu. Ekki er enn ljóst hve hátt hlutfall af andvirði skips- ins sjóburinn greiðir. Athygli vekur að 14 skipanna sem fengið hafa samþykki sjóbsins til úreldingar eru frá Vestmannaeyjum. Elsta skipið sem úrelt verður er smíðað 1935 en nokkur þeirra yngstu eru smíbub 1990. PPl Á ársfundi Norbvestur-Atl- Eélfl antshafsfiskveiðinefndarinn- ar, NAFO, næst ekki samkomulag um kvóta á rækjuveibar á Flæmska hattinum. Vísindamenn telja að stofninn þoli ekki óbreytta sókn. Fulltrúar Eystrasaltsríkja og Evrópu- sambands voru á móti kvótasetn- ingu en íslendingar voru henni hlynntir enda yrði kvótanum skipt milli þeirra sem veitt hafa. Maður mánaðarins er Eggert Jónsson nýr stjórnarformaður Norðurtangans á ísafirði. Hann tekur við stjórnarformennsku af Guðmundi Jónssyni sem víkur úr stjórn ásamt Jóni Páii Halldórssyni framkvæmda- stjóra. Ásamt Eggert koma nýir inn í stjórn Norður- tangans Rúnar Guðmundsson (sonur Guðmundar) og Pétur Jónsson bróðir Eggerts. Eggert er innfæddur ísfirðingur, f. 20. mars 1955. Hann hefur starfað í Norðurtanganum sem skrifstofu- stjóri um árabil. Eggert varð stúdent frá Menntaskólanum á ísafirði 1976 og lauk cand.oecon prófi frá Háskóla íslands 1980 og hóf þá störf í Noröurtanganum. Hann er kvæntur Kristínu Björnsdóttur og þau eiga tvær dætur, Eyrúnu f. 1979 og Svanhvíti f. 1981. Bróbir Eggerts og Péturs er Halldór Jónsson hjá Frosta í Súðavík sem verið hefur formaður samtaka rækjuvinnslustöbva. Óttar bróðir Eggerts er stýrimaður á Hálfdáni í Búð ÍS sem Norðurtanginn gerir út. Faðir þeirra var Jón Þ. Eggertsson, en hann var bróðir Óskars, Hauks og Ing- ólfs Eggertssona sem eiga og reka Pólinn hf. á ísafirði sem hóf framleiðslu á Póls rafeindavogum sem enn eru framleiddar á þar. Þeir eru synir Eggerts Halldórs- sonar og Þorbjargar J. Jónsdóttur. Kona Jóns Þ. Eggertssonar var Ólafía Kristjáns- dóttir Jóhannssonar frá Þingeyri. Ægir spurbi Eggert hvort miklar breytingar væm framundan í kjölfar þessarar uppstokkunar. „Tíminn verbur að leiba það í ljós en þab eru framundan mjög erfiöir tímar í fiskvinnslu á Vestfjörbum," sagði Eggert. ORÐ í HITA LEIKSINS „Et afturhaldssemin fær að ráða fer megnið af síldinni í bræðslu." Ævar Gœ- mundsson framkvæmdastjóri Seifs fær ekki leyfi til að selja beint um borð í rúss- nesk verksmiðjuskip. (Mbl. 13 sept.) „Meðan framkvæmdin er svona er þetta ekkert eftirlit heldur aðhlátursefni allra." Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um veiðieftirlit Fiskistofu. (Fiskifréttir 9. sept.) „Svo miklum fiski er fleygt í sjóinn að ástandið er orðib skelfilegt. Miðað við þær fregnir sem maður hefur af þessu gæti ég trúað að þetta fiskmagn skipti tug- um þúsunda tonna á ári." Hörehjr Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjarti ÍS. (Fiski- fréttir 9. sept.) „Stór orð um réttarstöðu til fiskveiða virðast eigi að síður vitna um óskhyggju og sjálfsblekkingu okkar íslendinga. íslendingar virðast taka sér „rétt" með valdi til aukningar á lífsrými. Við virðumst nær því að líkjast Serbum með sína Stór- Serbíu í huga en friösamlegri fiskveibiþjób." Svend Aage Malmberg haffræðing- ur. (Mbl. 13. sept.) ✓ „Islendingar stefna á heimsmet meðal vanþróaðra þjóða í losun ósoneybandi efna út í andrúmsloftið á lýðveldisári 1994 með 700-900 grömm á íbúa." Sveinn Jónsson vélstjóri. (DV 6. sept.) ÆGIR OKTÓBER 1994 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.