Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 14
Veiðieftirlit - kvótasvindl Útvegsmenn og fleiri hafa gagnrýnt Fiskistofu og segja veiöieftirlit máttlaust og óvirkt og Fiskistofu sé kunnugt um brot en láti þau afskiptalaus. Fiskistofa hvetur á móti útvegsmenn til þess ab gefa upp nöfn meintra sökudólga og þá muni ekki standa á refsiaögeróum. Fiskistofa fullyröir aö núverandi veiöieftirlit sé fullnægjandi og spyr hver vilji bera kostnaö af jíví aö auka jjaö. Ægir leitaöi til jmggja áhrifamanna innan sjávarútvegsins og baö þá aö svara eftirfarandi spurningu: Telur þú aö veiöieftirlit í núverandi mynd sé nægilega skilvirkt og hvernig ætti helst aö standa aö því aö bæta þaö? Eiríkur Ólafsson Guömundur Karlsson Örn Pálsson Eiríkur Ólafsson útgeröarstjóri á Fáskrúðsfirði Viðbrögð sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskistofu við ályktun Útvegs- mannafélags Austfjarða frá 3. septem- ber sl. benda til þess að pottur sé víða brotinn í sambandi við veiðieftirlitið. Því einhvers staðar stendur að „sann- leikanum verður hver sárreiðastur." Ég vil taka það fram að þá menn sem ég þekki í veiðieftirlitinu tel ég úr- valsmenn þannig að þeim verður ekki kennt um þær brotalamir sem ég tel að séu á eftirlitinu. Það er löngu kunn staðreynd að ef reglur eru settar sem ekki má hafa hag af strax og engin við- urlög eru við er ekki farið eftir þeim. Höfuðorsökin fyrir brotum á núver- andi reglum er að viðurlög eru of væg. Fiskistofa hefur gott tæki sem er Lóðs- inn til að fylgjast með því sem skipin koma með að landi og hvort það er í samræmi við það sem önnur skip á sama sjó hafa verið að landa. Það getur ekki verið eðlilegt að sumir sérveiði- bátar koma aldrei að landi með með- afla. Enn síður er eðlilegt að netabátur sem legið hefur í höfn vegna brælu í nokkra daga komi bara meö lifandi blóögaðan fisk að landi þó netin hafi legið í sjó á meðan, að sumir bátar landi aldrei minni þorski en 8 kíló, að hlutfall þorsks í afla sumra skipa er sáralítiö miðað við önnur skip á sömu slóðum. Það er ekki eðlilegt að skip sigli langar leiðir til að landa í „betri" höfnum, að fiskur breyti um stærð eft- ir löndun og svona mætti lengi telja. Ég tel þaö óþarfa aö Fiskistofa aug- lýsi það að veiðieftirlitsmenn séu að koma vettvang með því að þeir séu í merktum bílum og að þeir sjálfir séu merktir í bak og fyrir. Þaö lagaákvæði að vera með eftirlitsmann fyrstu sex mánuðina eftir að nýtt frystiskip er tekið í notkun er alveg út í hött og ekkert nema óþarfa eyðsla. Það sem þarf meðal annars að gera til að hafa veiðieftirlit skilvirkara er: 1. Búa til viðurlög vegna brota á umgengni um auðlindina og við teg- undasvindli og vigtarsvindli. 2. Nýta Lóðsinn betur til eftirlits en nú er gert. 3. Nota ómerkta menn og bíla til eftirlits. 4. Aðeins verði notað aflamarkskerfi en ekki bæði aflamark og sóknarmark eins og nú er gert. 5. Veiðieftirlit ráði yfir hraðfiskibát- um til skyndieftirlits. 6. Skyndilokunum verði breytt þannig að svæði verði ekki opnuð fyrr en eftir skoðun. 7. Ákveðnar reglur gildi um að skip eigi lágmarkskvóta af meðafla á sér- veiðum. 8. Að vigtarmenn taki ákveðinn fjölda af lönduðum körum til þess að kanna skiptingu milli tegunda. Að lokum vil ég taka fram að af tvennu illu tel ég skárra að svindla afl- anum í land en að henda honum. Hann verður þar þjóðfélaginu að gagni en ekki ef honum er hent í sjóinn. Guömundur Karlsson forstöðumaður Veiðieftirlits Fiskistofu Tvær fullyrðingar í inngangi blaðs- ins eru einfaldlega rangar. Sú fyrri er: „Fiskistofa hvetur á móti útvegsmenn til þess að gefa upp nöfn meintra söku- dólga og þá muni ekki standa á refsi- aðgerðum." Samkvæmt íslenskum réttarreglum telst hver maður saklaus þar til sekt hans er sönnuð og fráleitt getur það eitt talist sönnun að bent sé á meinta sökudólga. Auk þess hefur Fiskistofa ekki vald til refsiaögerða. Sú seinni er: „Fiskistofa fullyrðir að núverandi veiðieftirlit sé fullnægjandi og spyr hver vilji bera kostnað af því að auka það." Enginn hjá Fiskistofu hefur fullyrt 14 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.