Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 31
Frá tæknideild (TFF).
29. september sl. var Guðbjörg ÍS 46 afhent frá Flekkefjord
Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord í Noregi, en skipið
kom til heimahafhar 19. október sl. Skipið ernýsmtði nr. 151
hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk, en skrokkur skipsins
er smíðaður hjá Kvina Verft A/S. Skipið er hannað af Skipa-
tœkni h.f., Reykjavík.
Guðbjörg ÍS er nítjándi skuttogarinn sem stöðin smíðar fyr-
ir íslendinga, og er pá ótalinn einn skuttogaraskrokkur fyrir
innlenda aðila. Þar aferu þrír þeirra smíðaðir fyrir sömu út-
gerð og hafa borið nafnið Guðbjörg ÍS, hin fyrsta afhent árið
1974 (sk.skr.nr. 1363) og önnur árið 1981 (sk.skr.nr. 1579).
Skrokkar allra þessara tuttugu skuttogara eru smíðaðir hjá
Kvina Verft, sem annast hefur þann þátt fyrir stöðina.
Guðbjörg ÍS er frystitogari með flakavinnslu og mjöl-
vinnslu, auk rcekjuvinnslubúnaðar, og er fyrsti skuttogarinn
með slíkum fullvinnslubúnaði, sem sérstaklega er smíðaður
fyrir innlenda aðila. Vinnslubúnaður er sá umfangsmesti og
fullkomnasti í íslensku fiskiskipi. Kœli- og frystikerfi skipsins
er með ammoníak sem kœlimiðil í stað freons, sem er óson-
eyðandi, og er aðeins einn togari í fiskiskipaflotanum með
slíkan kœlimiðil. Þá er skipið búið þremur togvindum, þannig
að unnt er að draga tvö troll samtímis.
Miðað við skrokkstœrð (rúmtölu) og nýju mœlingareglum-
ar er skipið þriðja stœrsta skip íslenska ftskiskipaflotans, ívið
minna en Amar HU og Svalbakur EA, en þessi þrjú skip em
breiðustu skip ftskiskipaflotans, eða 14.00 m, en smáfrávik í
dýpt að þilfórum, smíðalengd og mestu lengd. Guðbjörg er
búin aflmestu aðalvél fiskiskipaflotans, um 5000 hestöfl.
Hin nýja Guðbjörg ÍS kemur í stað Guðbjargar ÍS (1579),
594 rúmlesta skuttogara, sem smíðaður var árið 1981 og
lengdur árið 1988. jafnframt hverfur úr rekstri skuttogarinn
Rán HF (1507), sem keyptur var til landsins árið 1978.
Guðbjörg ÍS er í eigu Hrannar h.f. á ísafirði. Skipstjórar á
skipinu eru Guðbjartur Ásgeirsson og Ásgeir Guðbjartsson og
yfirvélstjóri er Baldur Kjartansson. Framkvœmdastjóri útgerð-
ar er Guðmundur Guðmundsson.
Almenn lýsing
Almennt: Skipiö er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1, Stern
Trawler, Ice C (skrokkur Ice 1B), * MV. Skipið er skuttogari
með tveimur þilförum milli stafna, perustefni, skutrennu
Mesta lengd..................................... 68.25 m
Lengd milli lóðlína (HVL)....................... 59.25 m
Lengd milli lóðlína (perukverk)................. 58.35 m
Breidd (mótuð) ................................. 14.00 m
Dýpt ab efra þilfari............................. 8.60 m
Dýpt að neðra þilfari............................ 5.80 m
Eigin þyngd...................................... 2445 t
Særými (djúprista 5.80 m)........................ 3076 t
Burðargeta (djúprista 5.80 m) .................... 631 t
Lestarrými (frystilest)........................... 836 m3
Lestarrými (mjöllest)............................. 143 m3
Brennsluolíugeymar (svartolía).................. 452.6 m3
Brennsluolíugeymar (gasolía) .................... 64.3 m3
Ferskvatnsgeymar ............................... 104.6 m3
Sjókjölfestugeymar .............................. 68.4 m3
Brúttótonnatala.................................. 2172 BT
Rúmlestatala .................................... 1225 Brl
Ganghraöi (reynslusigling) ...................... 15.1 hn
Skipaskrárnúmer ................................. 2212
ÆGIR OKTÓBER 1994 31