Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 17
Greenpeace skrifar um þorskinn Greenpeace hefur gefið út skýrslu á íslensku sem ber heitið: Lífríki sjávar. Framtíðaröryggi, þorskveiðar í ijósi umhverfisáhrifa. Eins og ráða má af titlinum fjallar skýrslan einkum um þá hættu sem líf- ríki sjávar stafar af efnamengun og ofveiði. í fyrsta kafla skýrslunnar segir: „Hvert sem litið er má sjá hættumerki. Þær ógnir sem nú steðja að vist- kerfum jarðar eiga sér enga hliðstæðu í sögunni. Hvergi er þetta jafnljóst og við Norður-Atlantshaf, við strendur þéttbyggðustu iðnaðarsvæða heims og á hinum gjöfulu fiskimiðum norðurhvels jarðar. Sýnilegt er hvert stefnir. Ef ekki verður gripiö til aðgerða til að draga úr þessari ógn gætu vistkerfi ákveðinna svæða hrunið gjörsamlega. Þorskurinn, ein mikilvægasta fiskteg- und jarðar, gæti horfið." í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af áhrifum eiturefnamengunar á fiskveiðar og sérstaklega er athyglinni beint að lífrænum klórefnasambönd- um og þrávirkum efnum sem berast eftir fæöukeöjunni og safnast fyrir t.d. í þorsklifur. Hnattræn hringrás ýmissa eiturefna er höfundum og talsvert áhyggjuefni en hátt hlutfall ýmissa eiturefna hefur t.d. mælst í ýmsum heim- skautadýmm víðsfjarri uppsprettum mengunarinnar. Þannig hefur eiturefnið toxafen mælst í fiski í Eystrasalti og Norðursjó en efnið er notað til að út- rýma skordýmm við baðmullarrækt á eyjum í Karabíska hafinu. Þorski er sér- lega hætt við að safna í sig spilliefnum úr þeim dýmm sem hann nærist á. Höfundar skýrslunnar eru dr. Paul Johnston og Ruth Stringer sem starfa á rannsóknastofu Greenpeace við háskólann í Exeter á Englandi. Árni Finns- son og Sigurður Þór Salvarsson höfðu umsjón með íslensku útgáfunni. □ Norbmenn auka sölu á eldislaxi og urriða Fyrstu átta mánuði ársins fluttu Norð- menn út tæplega 96 þús. tonn af eldis- laxi fyrir samtals 37 milljarða ísl. kr. Meðalverð á þessum tíma var um 350 ísl. kr. fyrir kílóið og hafði lækkað úr 375 krónum sem var meðalverð á sama tíma í fyrra. Stærstur hluti þessa eða 78,8 þúsund tonn var fluttur út ferskur. Alls var fluttur út eldislax til 51 lands frá Noregi í fyrra. Stærsti markaðurinn utan Evrópu er Japan en Þýskaland er stærsti markaðurinn innan Evrópusam- bandsins. í ágúst 1994 fengust að með- altali 398 ísl. krónur fyrir kílóið af laxi til Japans en metverð í ágústmánuði fékkst í Suður-Afríku, 677 ísl. krónur fyrir kílóið. Útflutningur á eldisurriða frá Noregi hefur nær tvöfaldast það sem af er árinu en alls hafa verið flutt út 3400 tonn. Japanir hafa keypt 2800 tonn af því og greiða 335 ísl. krónur fyrir kílóið. (Fiskaren sept. 1994.) ORUGG KÆLIKERFI ÖRUGG ÞJÓNUSTA Metnaður Kværner Eureka á íslandi felst í að tryggja öryggi í við- haldi og eftirliti á öllum itegundum kælikerfa. Starfsfólk sölu- og þjónustudeildar Kværner Eureka á íslandi er tilbúið til þjónustu hvar og hvenær sem er. Kværner Eureka a.s á íslandi Starvgarhyl 6*110 Reykjavfk • S(mi 685 320 ÆGIR OKTÓBER 1994 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.