Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 6
iö smáþorskur þá gegndi ööru máli. Þessar lokunarreglur voru fyrst og fremst settar tii höfuös þorskinum en menn skiptu sér lítt af umgengni um aörar tegundir. Þess veröur þó aöeins vart aö þetta sé aö breytast. Viö teljum aö stofnar eins og karfi og grálúöa séu miklu verr farnir en t.d. þorskurinn." Þorskurinn við góða heilsu „Ég held aö þorskurinn sé alls ekki eins illa farinn eins og fiskifræöingar halda. Sjórinn er kannski ekki fullur af þorski en ástandið er mun betra en sagt er. Það hefur örugglega aldrei ver- iö önnur eins friðun á þorskinum eins og að undanförnu. Þaö hefur bókstaf- lega ekkert skip verið á þorski. Seinni- hluta kvótaársins má heita að hann sé alfriðaður því þaö má enginn veiða og menn lenda í vandræðum því þeir eiga ekki kvóta. Fiskifræöingar segja aö hrygningin hafi misfarist algjörlega hjá þorskinum í vor og þaö sé ekki til eitt einasta seiöi. Þetta kemur manni dálítið spánskt fyrir sjónir því fiskurinn hefði átt að fá frið til að hrygna og það áraði vel í sjónum. Mér dettur í hug að seiðin hafi einfald- lega veriö komin lengra á þroskabraut- inni en venjulega og því ekki á sömu slóðum og venjulega en þaö er alltaf togað á sama stað ár eftir í ár í þessum seiðarannsóknum. En það kemur í ljós seinna hver hefur rétt fyrir sér. Það sama er gert í togararallinu. Það er nú ljóta vitleysan. Þarna er farið með sömu veiðarfæri á sömu staði ár eftir ár og rennt í sömu slóðina. Fiskur- inn bíður ekki eftir manni eins og á strætóstoppistöö ár eftir ár. Það þýddi lítið fyrir skipstjóra að ætla aö fiska með því að fara eftir dagbókinni frá í fyrra. Fiskurinn er með sporð og kann að synda og ég veit ekki hvers konar vísindi það eru að ætla að taka sörnu fimm tonnin á sama stað og í fyrra. Mér fyndist ekkert óeðlilegt þó útgerð- armenn og sjómenn myndu hætta þátttöku í þessu togararalli. Þetta er bara kostnaðarsöm tímaeyðsla. Þeir geta allt eins beitt einhverri annarri reikningsaðferð og hún getur verið jafnvitlaus eða jafngóð fyrir þá." Fiskifræðingar berja hausnum við steininn Nú eru þetta andmœli gegn ráðgjöf fiskificeðinga og niðurstöðum sem heyr- ast nijög oft. Hver eru helstu rök sjó- manna fyrir því að meira sé af þorski í sjónum en fiskifrœðingar segja? „Sú staðreynd að mjög víða er mun meira af þorski en áður hefur oröiö vart. Hann er suöur eftir öllu, alveg suður í Skerjadýpi, og við heyrum af snurvoðarbátum á grunnslóð sem eru að fá meira en áður. Á sama tíma og afli togara og aflamarksbáta er skorinn niður vex afli krókabáta stöðugt frá ári til árs. Ef enginn fiskur væri í sjónurn þá ætti afli þeirra að minnka. Við sjó- ✓ „Eg er viss um að fiskifræöingar og sjó- menn í Noregi töldu aö ekki væri hægt aö veiöa svona mikiö í Smugunni eins og viö höfum veriö aö gera. Þessi mikla veiöi kom þeim á óvart. Ef þeir heföu samiö viö okkur í fyrra heföum viö eflaust samiö upp á lítiö." menn höfum deilt á fiskifræðinga árum saman en þeir halda alltaf áfram að berja hausnum við steininn." En hver er lausnin? Hverjar eru til- lögur sjómanna um sókn í þorskstofn- inn t.d.? „Mér finnst að við eigum aldrei að fara með sóknina í þorskinn niður fyr- ir ákveðiö mark t.d. 200 þúsund tonn. Þegar búið er að pressa veiðina niður í það sem nú er gert leiðir það bara af sér verri umgengni um stofninn. Menn henda meiri fiski. Þetta leiðir af sér aö menn koma einungis meö fyrsta flokks fisk. Fiskur sem eitthvaö sér á af einhverjum ástæðum sést ekki. Dauð- blóðgaður fiskur sem áður fyrr var vel- þekkt fyrirbæri sést ekki lengur. Þetta getur ekki þýtt nema eitt. Það er meira hent en áöur." Menn vilja og verða að bjarga sér Ýmis afbrigði af kvótasvindli liafa verið tii umrœðu að undanfórnu. Það er sagt að menn landi framhjá vigt, fœri fisk milli tegunda og fieira í þeim dúr. Hvemig blasir þetta við þér? „Menn vilja og verða að bjarga sér. Eftir því sem þrengt er meira að mönnum þá reyna þeir með öllum ráðum að nýta þau tækifæri sem gef- ast. Menn vilja ekki leggjast í eymd og volæði. Hver er meiri þjófur, sá sem býr til svona bölvaö rugl eins og allar reglugerðirnar eða hinn sem reynir ab bjarga sér? Við heyrum sögur eins og aðrir af kvótasvindli krókabáta sem eiga ab landa milli báta úti í sjó. Ég veit ekkert hvað er hæft í því. Ég stunda bara mínar veiðar á frystitogara og þar eru engar gloppur, það er séð til þess. Hér ábur fyrr heyrði maður stundum frysti- togurum eignað allt illt. Þeir áttu að henda ókjörum af fiski, stela frá öbrum og yfirleitt brjóta allt það af sér sem hægt var. Ég vissi áður og veit enn bet- ur nú aö þetta er ekki rétt. Meðan ég var á ísfisktogara þá togabi ég oft við hliðina á frystitogurum og veiðitölurn- ar eftir túrinn sýndu glöggt að þeir fiskuðu ekkert meira en við á sömu slóð og hentu því engu í sjóinn. Við heilfrystum þann fisk sem er of smár í vélarnar, og því skyldu menn henda of stórum fiski sem gefur besta veröið? Þessar ásakanir voru bara út í loftið. Ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að landa fiski og segja hann aðra teg- und en hann er. Til þess er eftirlitið of fjölþætt og strangt og svo margir þyrftu að taka þátt í því svindli að það gengi aldrei." Umgengnin varla nógu góð En eru þá ásakanir um að togarar hendi fiski alveg út í loftið? „Hér áður fyrr kom fyrir að menn gengu varla nógu vel um auölindina og hentu því sem var of smátt eða sá eitthvað á. Þetta átti við bæði um ís- fisktogara og frystitogara í einhverjum mæli. í dag leyfi ég mér að fullyrða aö þab sé sáralítiö sem fer fyrir bí. Úthafs- karfinn er stundum sýktur af einhverj- 6 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.