Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 38
mótor, og hin af gerð SNS 440-46, 394 1/mín, knúin af 34 KW rafmótor. Vökvaþrýstikerfi fyrir þilfarsbúnab og vinnslubúnað er frá Landvélum h.f., staðsett á milliþilfari, með fimm rafdrifnum breytilegum stimpildælum og 1420 1 vökvageymi, aðskilið í tvö megin kerfi: Fyrir fiskilúgur, skutrennuloka, ísgálga, smávindur o.fl. eru tvær Rexroth A10VO140 DFR vökvadælur, afköst 204 1/mín, þrýstingur 190 bar, knúnar af 75 KW rafmótorum. Fyrir búnað á vinnsluþilfari, færibönd, kör o.fl., eru þrjár Rexroth A10VO140 DFR vökvadælur, afköst 204 1/mín, þrýstingur 100 bar, knúnar af 37 KW rafmótorum. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum vökvadælum. Kœlikerfi (frystikerfi): Fyrir frystitæki (plötufrysta, laus- frysti) og frystilest er kælikerfi (frystikerfi) frá Midt-Troms Kjoleservice A/S, staðsett í kælivélarými í vélarúmi. Kæli- þjöppur eru fimm talsins frá Howden, heildarafköst 533.510 kcal/klst við +37.5°C/-/+25°C, kælimiðill ammon- íak (NH3), og eru eftirfarandi: Ein skrúfuþjappa af gerð MTK-WRV 204/1.65, knúin af 160 KW rafmótor, kæliafköst 234.000 kcal/klst (272 KW) við + 37.5°C/-/+ 25°C. Ein skrúfuþjappa af gerð MTK-WRV 204/1.1, knúin af 132 KW rafmótor, kæliafköst 155.660 kcal/klst (181 KW) við + 37.5°C/-/+ 25°C. Tvær skrúfuþjöppur af gerð MTK-HB127, knúnar af 45 KW rafmótorum, kæliafköst 47.950 kcal/klst (55.8 KW) hvor við + 37.5°C/-/+ 25°C. Ein skrúfuþjappa af gerb MTK-HB127, knúin af 75 KW rafmótor kæliafköst 47.950 kcal/klst (55.8 KW) við +37.5°C/-/+25°C eba 161.225 kcal/klst (187.5 KW) við +5°C/-/+25°C. Fyrir matvælageymslur eru sjálfstæð kælikerfi. íbúðir Almennt: íbúbir eru samtals fyrir 37 menn í þrettán eins manns klefum og tólf tveggja manna klefum, auk sjúkra- klefa meb tveimur hvílum. Svefnklefar hafa allir abgang að snyrtingu (salerni og sturtu) og eru samtals 24 snyrtiklefar í tengslum við svefnklefa, þar af 23 svefnklefar með sérsnyrt- ingu og aðeins tveir svefnklefar sem sameinast um eina. íbúðir eru á þremur hæðum framskips, þ.e. á togþilfari, bakkaþilfari og bátaþilfari, og er heildarrými um 625 m2 brúttó. Togþilfar: i þilfarshúsi, s.b.-megin á togþilfari, eru sex tveggja manna klefar. í b.b.-þilfarshúsi er fremst sjúkraklefi með tveimur hvílum og sérsnyrtingu, þá þrír tveggja manna klefar, einn eins manns klefi, tveir tveggja manna klefar og aftast hlífðarfata- og þvottaherbergi með salernisklefa. Bakkaþilfar: Fremst s.b.-megin er sauna-klefi ásamt hvíld- arherbergi, sturtuklefa og salernisklefa; þá eldhús, borðsalur og setustofa aftast, og til hliðar vib matvælageymslur (skipt í ókælda geymslu, kæli og frysti) og setustofa (sjónvarpsher- bergi). B.b.-megin er geymsla fremst, þá fimm eins manns klefar og aftast einn tveggja manna klefi, ásamt símaklefa og raftækjaklefi fyrir aftan íbúðarými. Salernisklefi og geymsla eru til hliðar við sjónvarpsherbergi. Bátaþilfar: Á bátaþilfari er fremst s.b.-megin íbúð skip- stjóra, skipt í setustofu, svefnklefa og snyrtingu, og til hliðar við hana íbúðir 1. stýrimanns og yfirvélstjóra, sem einnig er skipt í setustofu, svefnklefa og snyrtingu. B.b.-megin eru tveir eins manns klefar og aftantil eru tveir eins manns klef- ar ásamt símaklefa, tækja- og loftræstiklefa. í brú er salernis- klefi og skrifstofa. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með eld- tefjandi plötum. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými) Móttaka afla: Framan vib skutrennu eru tvær vökvaknún- ar fiskilúgur, sem veita aðgang að tvískiptri fiskmóttöku, um 86 m3 að stærð, aftast í fiskvinnslurými. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka. Fiskmóttaka er einangruð og klædd með ryðfríu stáli, og lokað vatnsþétt ab GUÐBJÖRG ÍS 46 Óskum útgerð og áhöfn innilega til hamingju með nýja skipið ÍSLANDSBANKI Hafnarstræti 1 400 ísafjörður Sími 94-3744 Fax 94-4346 38 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.