Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 7
um kýlum og stundum svo að hann er óhæfur til vinnslu. Mér finnst skuggalegt að þab er eins og það sé að verða vart við þessa sýkingu í karf- anum fyrir sunnan land líka. Ætli það geti ekki verið að við höfum hreinlega borið smit á milli svæða eins og laxveiöimenn geta borib sýkingu með vöðlunum milli áa? Þetta væri verðugt rannsóknarefni. Hringormurinn hefur lengi verið vanda- mál og selnum kennt um að vera hlekkur í þeirri hringrás og á tímabili var ofsóknaræð- ið að eyða honum. Við höfum örugglega átt okkar þátt í því með því að slægja ormafull- an fisk og henda slóginu í sjóinn. Ætib í fisk- inum var oft sneisafullt af ormi og þetta sem sökk til botns var eflaust étið af öbrum fiski og lífverum. Þannig eigum við kannski okk- ar þátt í þessari hringrás sem hringorma- plágan er." Efkomið er fisk að landi sem skipið hefur ekki veiðileyfi fyrir dregur það dilk á eftir sér? „Það eru sektir sem þýða að fiskurinn er í raun verðlaus. Flestir reyna að kaupa sér kvóta til ab mæta svona löguðu en verð á honum var orðið gífurlega hátt eða næstum eins hátt og fékkst fyrir fiskinn. Það gefur auga leið að þetta gengur ekki. Sá sem stundar veiðar sem hann hefur ekki kvóta fyrir missir fljótlega veiðileyfið." Fiskistofa er vaxandi bákn „Fiskistofa er í mínum augum ekkert ann- ab en vaxandi bákn. Ég hef aldrei skilið hvers vegna þetta gat ekki verið meb sama sniði í sjávarútvegsráðuneyti og Fiskifélag- inu eins og var. Þetta skrímsli setur reglu- geröir út og suður og hefur varla fyrir því að láta menn vita af því. Þú getur eins vaknab að morgni og allt í einu hefur öllu verið breytt. Og eitthvað kostar að reka þetta því þetta vex og vex. Mér finnst við yfirleitt verið stimplaðir svindlarar fyrirfram. Embættismenn Fiski- stofu reikna með því að við séum alltaf að svindla. Þeir virðast vera með einhverja komplexa yfir þessu.Við sendum þeim skýrslur og vottorð í þykkum bunkum, nýt- ingarskýrslur, þetta vottorðið og hitt vott- orðið sem þeir komast kannski seint yfir að lesa. Skriffinnskan er ægileg og allt í marg- riti. Það hljóta að fara mörg tré í allan þenn- an pappír. Svo bætast bara við reglugerðir BOSCH ÞJÓNUSTA DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA =)] ORMSSON HF LÁGMÚLA 9, SÍMI 38820 ÆGIR OKTÓBER 1994 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.