Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1994, Side 12

Ægir - 01.10.1994, Side 12
SJÁVARSÍÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN | '. |{ SEPTEMBER Sinkframleiðsla veldur kadmíummengun Bandaríkjamenn sýna áhuga á að reisa hér sinkverksmibju Hugmyndir hafa veriö á kreiki um hugsanlega byggingu sinkverksmiðju hér á landi. Fulltrúar bandaríska fyrirtækisins Zink Corporation of America komu hingað til lands í byrjun september og kynntu sér ýmsar aðstæður. Hér er um frumathugun að ræða en það sem freistar erlendra stórfyrirtækja er ódýr orka en sinkframleiðsla er orkufrekur iðnaður. Heimsframleiðslan á sinki er 6-7 milljónir tonna. Það er einkum notað til að húða stál til varnar tæringu. Bandarísku fulltrúarnir komu hingað á vegum markaðsskrifstofu iönaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar. Andrés Svanbjörnsson starfsmaður þar segir það samræmda stefnu skrifstofunnar að segja ekkert um málið opinberlega að sinni. Það er hinsvegar staðhæft í Mbl. 28. sept. sl. að bandarísku fulltrúunum hafi lit- ist vel á aðstæður og kanni nú vilja fjárfesta til þess aö reisa 7S þúsund tonna verksmiðju hérlendis. Helguvik, Vogastapi, Keilisnes, Straumsvík og Grundar- tangi hafa veriö nefndir sem staðir sem kæmu til greina fyrir verksmiðjuna. Fuli- yrt er að bygging hennar tæki tvö ár og að verksmiðjan þyrfti 300 starfsmenn. Mikil mengunarhætta „Sinki og framleiðslu þess fylgir alltaf kadmíummengun," sagði Guðjón Atli Auðunsson forstöðumaður snefilefnadeildar Rannsóknastofnunar fiskiönaöar- ins í samtali við Ægi. Snefil- efnadeildin hefur unnið að rannsóknum og eftirliti á lífríki sjávar við ísland og meðal ann- ars fylgst með kadmíummeng- un. Kadmíum er þungmálmur sem er álitinn jafnhættulegur blýi og kvikasilfri sem mengun- arvaldur í lífríkinu. Kadmíum mælist fremur hátt víða í sjó við ísland og er talið vera af náttúrulegum völdum tengt eldsumbrotum. Guðjón taldi mjög brýnt að fylgjast vandlega meö allri mengun frá málm- bræðslu eins og sinkbræðslu og benti á aö til væri tiltölulega fullkominn mengunarvarnabúnaður s.s. vot- hreinsibúnaður, en kadmíum fyndist meira í útblæstri frá slíkri vinnslu fremur en frárennsli. Kadmíummengun hefur t.d. í Japan valdið sjúkdómum meöal þeirra sem neyta kadmíummengaðra matvæla, t.d. hrísgrjóna. Kadmíum veldur nýrnasjúk- dómum og ýmsum truflunum á starfsemi líkamans. í viðauka nýlegrar mengunarreglugerðar nr. 481 frá 1994 er aö finna ákvæði um leyfileg hámörk kadmíummengunar við margskonar vinnslu. □ Guðjón Atli Auðunsson á Rf. Morgunblaðið staðhæfir að MÆ söluhorfur á sild séu afleitar þrátt fyrir horfur á góöri vertíð. Síldarútvegsnefnd sýnist ekkert aö- hafast. í samræmi við EES legðist af tollfrelsi sem við íslendingar höfð- um fram að þessu notið á norræn- um mörkuðum. Þeirri hugmynd er varpað fram að góður kostur sé að selja síldina beint um borð í rúss- nesk vinnsluskip á miðunum en lög banna löndun beint um borð í erlend verksmiðjuskip. VV Sjávarútvegsráöuneytið hafn- Kfl ar umsókn tveggja fyrirtækja um leyfi til háhyrningaveiöa. Ráðu- neytið telur ekki verjandi að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þrír bátar eru sviptir veiði- leyfi fyrir að landa afla fram- hjá vigt. ■■■ 3000 bleikjur settar í eldi í Kfl tveimur körum í gömlum flökunarsal í frystihúsi á Borgarfirði eystra. Tveir ungir menn hafa veitt þá í gildrur í Vatnsskarðsvatni og Tjarnarbotnum og gera þessa til- raun til eldis. ■■■ Sjö bátar frá Vestmannaeyj- Kfl um, samtals 288 rúmlestir, settir í úreldingu. PVJV Varðskipið Óðinn fær ekki ■íl hafnarleyfi í Hammerfest í Noregi fyrr en eftir afskipti utanrík- isráöuneytis. Fimm skipverjar af ís- lenskum Smugutogurum settir meiddir í land. ■M Fiskistofa sætir harðri gagn- liii rýni fyrir að láta afskiptalaust að fiski sé hent í stórum stíl og fiski landað framhjá vigt. Útgeröarmenn ásaka Fiskistofu um að hundsa ábendingar um brot og aðhafast ekkert svo jafnvel þeirra eigin eftir- litsmenn séu að gefast upp. Þeir krefjast þess að sökudólgar séu nefndir opinberlega. Fiskistofa segir eftirlit sitt skilvirkt og hafnar öllum ásökunum. PPJ Akurnesingar ætla að stofna ■Ifl fyrirtæki um veiðar, vinnslu 12 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.