Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 27
veldur aö mestu mikill sjávarkuldi og
langvarandi frosthörkur á Smuguslóð-
um.
Erfiðleikar við veiðar í fyrrahaust
í fyrra lentu nokkrir íslenskir togar-
ar í vandræðum í Smugunni vegna ís-
ingar sem hlóðst á skipin. I>au voru
stödd rétt sunnan 76. breiddarbaugs-
ins í byrjun nóvember, nærri ísjaörin-
um. Þá gerði norðan hvell, um 10
vindstig. Frost var -18°C og sjávarhiti
-1,7°C. Við þessar aðstæður getur ísing
hlaðist mjög hratt á skipin. Við svipað-
ar aðstæður á íslandsmiðum er siglt í
hlýrri sjó, en best er auðvitað að kom-
ast í var. Á umræddum slóðum var
slíkt ekki gerlegt þar sem margra klst.
sigling var í hlýrri sjó og ekki minna
en 200 sjómílur í land. Eina ráðið sem
skipstjórar áttu völ á var hreinlega að
sigla alveg upp að ísjaðrinum og skýla
sér þannig fyrir sælöðrinu. Því fer þó
víðsfjarri að með þeirri aðgerð hafi
allri hættu verið bægt frá, ísinn var á
miklu reki og myrkrið gerði mönnum
erfitt fyrir. Skipin gátu við þessar að-
stæður hæglega lokast inni í ísbreið-
unni, en til allrar blessunar komust
bæði skip og áhafnir heilar til hafnar
eftir baráttuna við óblíð náttúruöfl
norður við sjálft íshafið.
Hiti og selta í Barentshafi
Barentshafið er að miklum hluta
„hlýtt" innhaf þar sem Atlantssjórinn
streymir inn í það úr suðvestri. Hlýsjór
þessi mætir köldum straumum úr
noröri (sjá mynd 1). Á sjálfum straum-
mótunum eru greinileg og skörp hita-
skil, líkt og þekkist hér við land á Vest-
fjarðamiðum. Hitaskil þessi liggja um
S- og SV-verða Smuguna, en þau virð-
ast sveiflast talsvert til á milli ára.
Hlutfall seltu er einnig talsvert mis-
munandi í Barensthafinu. Seltan í yfir-
borði hlýsjávarins verður aldrei minni
en 34,8 prómill, á meðan lágt seltu-
hlutfall einkennir yfirborðslag pólsjáv-
arins, gjarnan á bilinu 28-34 prómill.
Bráðnun íss yfir sumartímann veldur
þessari lágu seltu ásamt ferskvatns-
rennsli nokkurra stórfljóta Síberíu út í
íshafið.
Samfelldar mælingar í Smugunni á
veðurfari og ástandi sjávar eru ekki
auðfundnar, en samfelldar athuganir
um þriggja ára skeið eru fáanlegar frá
„Sentralbanken". Þau mið eru að
mestu fyrir vestan Smuguna á norska
fiskverndarsvæðinu sem svo er nefnt
Mælingarstaður þessi (73°50'N og
30°53'A) er alla jafna í hlýsjónum. Það
má reyndar sjá á meðalhita sjávar, en
Mynd 3. Algengustu laegðabrautir í
Barentshafi í janúar.
Mynd 4. Algengustu lægðabrautir í
Barentshafi í júlí.
hann verður ekki lægri en +2,1°C og
það í aprílmánuði. Af einstökum at-
hugunum má draga þá ályktun aö hit-
inn í yfirborði sjávar í Smugunni fer
nokkuð niður fyrir frostmark yfir
vetrarmánuðina þar sem hafísinn nær
á annað borð ekki útbreiðslu. Hlýsjór-
inn nær aftur á móti að jafnaði aöeins
til syðsta og suðvestasta hluta Smug-
unnar.
Hafís leggst yfir stóran
hluta Smugunnar
Hafís lokar næstum allri Smugunni
að vetrar- og vorlagi í mestu ísaárum.
Að jafnaði nær ísinn suður að 75°
N.br., en eins og sjá má á mynd 2 er
útbreiðsla íssins afar breytileg frá einu
ári til annars. Smugan verður íslaus
yfir sumarið og í ár (1994) hörfaði ís-
inn norður fyrir 80. breiddarbauginn.
Nýmyndun hafíss hefst í íshafinu
seint í september eða í byrjun október.
Um svipað leyti eða litlu síðar má bú-
ast við því að sjórinn norðan hitaskil-
anna í Barentshafi kólni niður undir
eða niður fyrir frostmark, fyrst auðvit-
að næst ísnum, en fljótlega nokkru
fjær.
ísingarhættan skammt sunnan hita-
skilanna í Barentshafi er áþekk því sem
gengur og gerist á Vestfjarðamiðum og
djúpt úti af Norðurlandi. Sjávarhitinn
er svipaður, en stormar verða þó að
teljast tíðari hér við land, í það
minnsta á Grænlandssundi. En á
heimamiðum er sigling í hlýrri sjó oft-
ast möguleg og sem dæmi má nefna að
um þriggja til fjögurra stunda sigling
er í landvar af Halanum.
Stutt sumar
í Barentshafinu bera suðvestan- og
sunnanvindarnir með sér tiltölulega
milt loft og þá þarf sjaldnast að óttast
ísingu. Á mynd 3 má sjá helstu lægða-
brautir um hávetur í Noregshafi og
Barentshafi. Lægöirnar berast gjarnan
frá íslandsslóðum í NA-átt og inn yfir
Barentshaf. Lægðir sem hægja á sér eða
verða jafnvel kyrrstæðar í austanverðu
Barentshafinu, nærri Novja Zemlja,
beina ísköldu heimskautaloftinu út af
ísbrúninni yfir opið hafsvæðið í Smug-
unni. NA- og N-vindar þessir geta
verið mjög þrálátir.
í september og ef til vill fyrst í októ-
ber verður ísingarhættan í Smugunni
að teljast óveruleg, bæði vegna þess að
sjór er ekki orðinn nógu kaldur og
lægðir enn í hálfgerðum sumarbún-
ingi. Kólnun inn yfir heimskautaís-
breiðunni hefst hinsvegar síðla sumars.
Um það leyti sem lægðir fara að sýna
haustásjónu sína í Barentshafinu getur
kalt loft (-10 til -20°C) hæglega borist
út yfir sjóinn. Þetta kalda loft kælir yf-
irborð sjávar niður í 0°C á skömmum
tíma. Sunnan sjálfra hitaskilanna
ÆGIR OKTÓBER 19S4 27