Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 9
faldan eöa þrefaldan svo það gefur auga leið að þetta bjargar okkur. Ég er viss um að fiskifræðingar og sjó- menn í Noregi töldu að ekki væri hægt að veiða svona mikið í Smugunni eins og við höfum verið að gera. Þessi mikla veiði kom þeim á óvart. Ef þeir hefðu samið við okkur í fyrra hefðum við eflaust samið upp á lítið. Ég tel að flestir vilji semja. Það er erfitt að segja hvað við eigum að gera okkur von um mik- inn kvóta. Miðað við að Evrópubandalagið allt fær 28 þúsund tonn getum viö kannski ekki búist við miklu en mér finnst að við ætt- um aö hafa meiri rétt þarna norður frá en einhverjar þjóðir suður í Evrópu. Noregur er stórveldi, ellefta ríkasta þjóð í heimi, og þykir gott að berja á litla bróður, en við sáum hentifánaskip að veiðum í Smugunni sem eru talin eign Norðmanna." Er gott að fást við veiðar þarna? „Já, það er nokkuð gott. Við þekkjum ekki þetta svæði yfir veturinn en aðrar þjóðir stunda veiðar í Barentshafinu allt árið um kring og við getum það sjálfsagt líka." Er bara þorskur á þessum slóðum? „Það má heita. Það slæddist ein og ein ýsa með þessu. Þeir sem voru þarna í vor sögðu að Rússar hefðu um tíma verið á rækjuveið- um á svæðinu en það er sjálfsagt eitthvað árstíðabundiö." Fiimst þér íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið sig vel íþessari deilu við Norðmenn? „Þeir hafa helst veriö eins og köttur í kringum heitan graut og ekki viljað láta hanka sig á neinu en þetta er sjálfsagt vand- meðfarið mál og rétt að fara varlega." Mikil eftirspurn Er ekki eftirsótt að komast um borð í Júlíus Geirmundssori? „Það er gífurleg ásókn í pláss og þaö end- urspeglar bara ástandið í þjóðfélaginu. Það er hringt alls staðar að af landinu og spurt um pláss. Þetta er flest vanir sjómenn og ég er með tvo háseta sem eru með full réttindi til skipstjórnar. Það eru 25 menn um borð, 10 fleiri en á ísfisktogara. Þegar ég var að byrja í þessu var þessu öf- ugt farið. Þá var eftirspurn eftir mönnum með réttindi. Það er mjög föst verkaskipting um borð. Það miðar allt að því að það gangi sem fljót- ast að taka trolliö og allir geti beitt sér í vinnslunni. Það getur skipt miklu máli upp á aflaverðmætið hvort unnið er á Ameríkumarkað eöa Bretland. Það gengur hægast að vinna þorsk á Ameríkumarkað. Meðalaldurinn um borð er ekki hár. Það er mikið vinnuálag og varla nema ungir menn og gamlir jaxlar sem þola þetta." Nú hefur frystitogurum á Vest- f]örðum fjölgað og ísfisktogurum fcekkað. Er þetta jákvœð þróun? „Það er ekkert leyndarmál að staða vinnslunnar í landi er erfið. Ég er viss um að eitt frystihús á Isa- firði gæti unnið allan bolfisk sem berst á land við Djúp. Ástandið er enn verra eftir því sem sunnar dregur á Vestfjörðum. Það sýnist ekki vera mikið líf án kvótans. Eflaust á ástandið eftir að fara niður í einhverja lægð. Það gengur allt í bylgjum. Kannski get- ur byggðin haldist þó ekki sé skut- togari á staðnum. Það geta ekki all- ir verið við það sama. Það verður að vera blandaður veiðiskapur. Blómatími frystihúsanna var þegar skuttogaraöldin stóð sem hæst og engar hömlur voru á veiðum. Nú er annar tími. Nú vilja bankar helst ekki taka veð í neinu nema kvóta." Að undanförnu hafa verið um- brotatímar í sjávarútvegi á Vest- fjörðum. Gróin útgerðarfyrirtœki á borð við Einar Guðfinnsson í Bol- ungarvík hafa lagt upp laupana og sunnar í fjórðungnum er hver togar- inn eftir annan seldur burt og at- vinnuleysi og byggðaröskun blasir við. Er röðin að koma að ísafrði? „Ég held aö við getum ekki veriö örugg með okkur. Sennilega hefur sarnstaðan milli manna hér og í nágrannabyggðunum ekki verið of mikil. Eins dauði er annars brauð og ef einum gengur illa þá veikir það stöðu hinna sem eftir eru. Menn verba ab fá ab græba. Það er lykilatriöi en það hefur varla mátt hingað til. Hrepparígurinn birtist í þeirri kröfu að allir í áhöfn togara skuli vera skráðir til heimilis þar sem skipið er gert út. Þessi vitleysa byrj- Krefjast abgerba gegn selnum „Lífsafkoma okkar er í húfi. Viö getum ekki lengur farið ab ráðum náttúruverndarmanna heima í stofu sem vita ekkert um okkar aðstæöur og sjá selina aðeins sem krúttleg gæludýr." Þetta segir Derek Heselton talsmaður laxveiðimanna í samtali við Fishing News. í Skotlandi og norðurhluta Englands gerast stöðugt háværari raddir fiskimanna og hagsmunaaðila sem krefjast þess að þegar í stað verði að stemma stigu viö útbreiðslu útsels. Þaö eru sérlega fiskimenn sem veiöa lax í net sem verða fyrir barðinu á selnum sem er sérlega slyngur vib að éta fisk úr neti án þess ab festast sjálfur og nái hann ekki fiskinum úr bítur hann gjarna stykki úr honum og eyðileggur hann þannig. Farne-eyjar, sem eru þjóðgarður og griðland fyrir selinn, eru fiski- mönnum í Seahouses, Amble og Blyth sérstakur þyrnir í augum. Á Farne-eyjum er taliö að séu heimkynni 10 þúsund útsela og er þetta stærsti bólstaður þeirra á Bretlandseyjum. Talnaglöggir menn hafa reiknað út að selirnir á Farne-eyjum éti 25,4 tonn af fiski á degi hverjum en það er svipað magn og 30 bátar frá nærliggjandi þorpum bera að landi daglega. Síðan eyjarnar voru friðaðar hefur selum á svæðinu í nágrenni þeirra fjölgað mjög mikið og ný látur hafa byggst upp á svæðum þar sem engir selir voru fyrir. (Fishing News, 7. okt.) ÆGIR OKTÓBER 1994 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.