Ægir - 01.10.1994, Blaðsíða 22
Páll Ásgeir Ásgeirsson.
íslenska þjó&in hefur ab undan-
förnu fylgst meö fréttum af varb-
skipinu Oöni sem var sent noröur í
Barentshaf íslenska togaraflotanum
til fulltingis. Þetta er í annaö skiptiö
í sögu Landhelgisgæslunnar sem
varöskip er sent sem hjálparskip
meö fiskveiöiflota út fyrir íslensku
fiskveiöilögsöguna. Fyrstu feröir ís-
lensks varöskips í þessum tilgangi
voru tveir leiöangrar sem varöskipiö
Oöinn fór á síldarmiöin viö Bjarnar-
ey í ágúst og september 1968 til þess
aö aöstoöa síldarflotann. Skipherra í
báöum feröunum var Siguröur Þ.
Árnason sem nú er á eftirlaunum en
rifjaöi upp fyrir Ægi helstu verkefni
skipsins í þessum leiööngrum.
„Þaö var sáralítil síldveiöi þetta
sumar og því kom þetta þannig til aö
flotinn var í rauninni aö elta síldina
sem haföi fjarlægst sín hefðbundnu
mið. Þaö þótti ekki forsvaranlegt aö
ekki væri læknir á miðunum og því
vorum við sendir.
Áöur en við fórum höfðu íslending-
ar á þessu svæöi einkum samband viö
lækna á rússneskum hjáiparskipum
sem þarna voru með rússneska síldar-
flotanum en miklir tungumálaörðug-
leikar voru í þeim samskiptum.
Læknar og viðgerðarmenn
Við sigldum þarna norður eftir með
lækni og tvo viðgeröarmenn frá
Simrad. Það kom á daginn að miklu
meiri þörf var fyrir viögerðarmennina
en lækninn," segir Sigurður.
Þeir Kári Jóhannesson og Árni Mar-
inósson viðgerðarmenn fóru í báöa
leiöangrana. í fyrri ferðinni gerðu þeir
viö tæki í 29 skipum en 35 skipum í
seinni ferðinni. Hannes Finnbogason
var læknir fyrri leiðangursins en Snorri
Hallgrímsson þess síðari. í þessum
tveimur ferðum var alls 36 sjúklingum
sinnt, 17 sinnum veitt læknisráð gegn-
um talstöð. Tvisvar sinnum voru fram-
kvæmdir holskurðir viö botnlanga-
bólgu. Fyrst var Lárus Eggertsson
smyrjari á Óöni skorinn upp í vari við
Bjarnarey. Síðari skurðurinn var geröur
á færeyskum háseta af reknetabátnum
Austerlitz. Þaö var Hannes Finnboga-
son sem skar báða sjúklingana og tókst
mjög vel.
Einnig var meö í förinni Steinar
Steinsson hugvitsmaöur sem fór til
þess aö fylgjast með síldarskurðarvél-
um sem hann hafi hannað og smíðað
og voru um borö í Jóni Finnssyni og
Ljósfara.
Fimm sinnum skáru kafarar Land-
helgisgæslunnar, Kristinn Árnason og
Hálfdán Henrýsson, net úr skrúfum
skipa á miðunum.
í mörg horn að líta
Fyrri leiðangurinn stóö 2. ágúst til
27. ágúst. Seinni leiðangurinn stóö frá
1. september til 25. september. Sextíu
til sjötíu klukkustunda sigling var fyrir
Óöinn á miöin en þau voru í um það
bil sólarhrings siglingu, 150-180 mílur
frá Bjarnarey á u. þ. b. 75 gráðum
norður og 10 gráöum austur. Síldarbát-
arnir voru af mörgum stærðum, þeir
minnstu tæp 150 tonn en þeir stærstu
3-400 tonn. Ekki verður séö í fljótu
bragöi hve margir íslenskir síldarbátar
reru á þessi mið haustið 1968 en í síð-
ari leiðangri Óöins var farið meö póst
um borö í meira en 50 skip. Veður var
fremur rysjótt í ágúst en stilltara í sept-
ember á þessum slóðum. Versta veöriö
sýnist hafa verið um miöjan ágúst þeg-
ar vindur var 7-9 vindstig í tvo daga.
„Ef eitthvaö hvessti hélt flotinn sjó.
22 ÆGIR OKTÓBER 1994