Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 41
Aðfararheimild kann að mæla fyrir um skyldu gerðarþola til að veita gerðar- beiðanda umráð annars en þess, sem 72. gr. aðfl. tekur til. Skal sýslumaður þá fullnægja rétti gerðarbeiðanda með því að taka það með valdi úr umráðum gerð- arþola og afhenda gerðarbeiðanda, sbr. 73. gr. aðfl. Aðfararheimild mælir stundum fyrir um skyldu gerðarþola til að gefa út eða rita undir skjal eða standa á annan hátt að löggerningi.9 Skal sýslumaður þá, ef því verður við kornið, fullnægja rétti gerðarbeiðanda með því sjálfur að fram- kvæma viðkomandi athöfn með sömu réttaráhrifum og hefði hann umboð gerðarþola til þess, sbr. 74. gr. Sjá til athugunar H 1938 399 (Leifsgata 32). Ef aðfararheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að láta eitthvað ógert, getur sýslumaður samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda falið lögreglumönnum að vama því, að gerðarþoli brjóti gegn því banni, sbr. 75. gr. aðfl. Aðfararheimild kann aðallega að kveða á um aðra skyldu en þá, sern um ræðir í 12.- 75. gr. aðfl., og til vara um sérstakt peningagjald í stað þess, sem upphaf- lega skyldi efnt. Verði gerðarþoli ekki við áskorun sýslumanns um að efna aðalskylduna, getur sýslumaður þegar í stað gert fjámám fyrir peningagjaldinu, ef gerðarbeiðandi krefst þess, sbr. 76. gr. aðfl. Ef aðfararheimild geymir hins vegar ekki fyrirmæli um slíka varagreiðslu, sem um ræðir í 76. gr. aðfl., er lokaúrræði aðfl., að kröfu gerðarbeiðanda verði umbreytt í peningakröfu eftir reglum 77. gr. aðfl. og fjámám gert fyrir henni samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda. í ljós kann að koma við aðfarargerð, að kröfu gerðarbeiðanda verði ekki fullnægt samkvæmt ákvæðum 72.-76. gr„ en ómögu- leiki eða önnur samsvarandi atvik leysa gerðarþola ekki endanlega undan skyldunni. Getur gerðarbeiðandi þá krafist þess, að héraðsdómari ákveði honum peningagreiðslu úr hendi gerðarþola þess í stað. Kæmi þá í hlut héraðsdómara að taka afstöðu til hugsanlegrar mótbáru gerðarþola um, að hann hafi losnað undan skyldu sinni vegna ómöguleika á efndum. Reglur 2.-5. mgr. 77. gr. aðfl. fjalla að mestu um málsmeðferð fyrir héraðsdómi, ef umbreyta þarf hagsmunum gerðar- beiðanda í peningakröfu, og með hverjum hætti eigi að ákvarða þá fjárhæð, sem komi í stað skyldu gerðarþola. 1.7 Beinar aðfarargerðir Beinar aðfarargerðir (innsetning og útburður) samkvæmt 12. kafla aðfl. skipta oft nreira máli í réttarframkvæmdinni en framangreind úrræði. Oft er hægt að fylgja dómi um efndir in natura eftir með slíkum gerðunt, en til þess þarf þá réttur gerðarbeiðanda að vera skýr. Sjá nánar kafli 1.1. 9 Sjá til athugunar H 1972 144 (Háaloft á Kaplaskjólsvegi). Kaupandi fasteignar taldi, að háaloft yfir íbúð, sem hann keypti, hefði fylgt með í kaupunum, en því andmælti seljandi. Aðalkrafa kaupandans í máli á hendur seíjandanum var í upphafi sú, að „... stefnda verði gert að afla stefnanda þinglýstrar heimildar að háalofti yfir íbúð stefnanda á 4. hæð t.h. að Kaplaskjólsvegi 61 hér í borg að viðlögðum ... dagsektum ... en til vara, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda ... skaðabætur". 297
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.