Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 58
undan efndaskyldunni. Þetta kemur ekki í veg fyrir, að kaupandinn geti neytt annarra úrræða, sem til boða standa, t.d. þess úrræðis að halda eftir greiðslu kaupverðsins. Skaðabóta getur kaupandi á hinn bóginn ekki krafist, ef hindrunin er þess eðlis, sem um ræðir í 1. mgr. 27. gr.39 4.4.7 Missir réttar til efnda in natura vegna tómlætis kaupanda Ef kaupandinn dregur óeðlilega lengi að setja fram kröfu um efndir, glatar hann þeim rétti sínum, sbr. 3. mgr. 27. gr. kpl. Það, hve lengi kaupandi getur dregið að setja fram kröfu, veltur á atvikum hverju sinni, t.d. eðli kaupa og framferði seljanda eftir að greiðsludráttur varð. Yfirleitt má þó segja, að frestur til að krefjast efnda sé lengri en frestur til þess að rifta kaupum eða krefjast skaðabóta eftir afhendingu.40 4.5 Lausafjárkaup - Takmarkanir á rétti til skaðabóta 4.5.1 Meginreglan uni rétt kaupanda til skaðabóta í tilefni greiðslu- dráttar seljanda Sú meginregla gildir samkvæmt 27. gr. kpl.,41 að kaupandi getur krafist skaðabóta vegna þess tjóns, sem hann bíður vegna greiðsludráttar af hálfu seljanda. Þessi réttur kaupanda sætir þó ýmsum takmörkunum, sem nánar verða raktar síðar. Með greiðsludrætti í lögunum er átt við það, þegar söluhlutur er ekki afhentur eða hann er afhentur of seint, sbr. 22. gr. Ákvæðið gildir einnig, þegar greiðsludráttur verður að hluta til, þ.e. þegar einungis hluti greiðslunnar er afhentur. Um ábyrgð seljanda á göllum er fjallað í 40. gr. og um ábyrgð á vanheimild í 41. gr. Um ábyrgð kaupanda vegna greiðslu- dráttar af hans hálfu er fjallað í 57. gr. laganna.42 Regla 1. mgr. 27. gr. kpl. um skaðabótaábyrgð seljanda gagnvart kaupanda vegna greiðsludráttar er hlutlæg. Kaupandi getur krafist skaðabóta vegna þess tjóns, sem hann bíður vegna greiðsludráttar. Þetta gildir þó ekki skv. 2. málsl., ef seljandi sýnir fram á, að greiðsludrátturinn hafi orðið vegna hindr- unar, sem hann fékk ekki ráðið við eða ekki er með sanngirni unnt að ætlast til, að hann hefði hindrunina í huga við samningsgerð, eða hefði getað komist hjá eða sigrast á afleiðingum hennar. Það er með öðrum orðum meginsjónarmiðið, að kaupandinn eigi rétt til skaðabóta vegna þess tjóns, sem greiðsludráttur veldur honum, sbr. ákvæði 1. málsl. ákvæðisins, en hann 39 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 82. 40 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 82. 41 Ura 27. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjopsloven, kommentarutgave, bls. 147-174; Christian Fr VVvller: Kjopsretten i et notteskall, bls. 86-91; Roald Martinussen: Kjopsrett. bls. 72-80, og Erling Selvig: Kjopsrett til studiebruk, bls. 263-269. 42 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 87. Ákvæði 27. gr. kpl. eiga sér fyrirmynd í 79. gr. Sþ- samningsins. I lagagreininni er aðeins fjallað um skilyrði fyrir skaðabótum, en um ákvörðun bótafjárhæðar er fjallað í 67.-70. gr. laganna. I eldri lögum var fjallað um skaðabótaskyldu seljanda vegna greiðsludráttar í 23. og 24. gr. 314
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.