Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 8
sérstökum lögum um dómstóla. Þegar lögfræðin fæst við spumingar eða álitaefni, sem tengjast þessum réttarheimildum, er hins vegar óhjákvæmilegt að hafa í huga uppruna þeirra og þá hugmyndafræði sem þær eru byggðar á. Grundvallarspurningar um dómsvaldið og hlutverk dómstóla hafa ekki fengið mikla athygli hér á landi, hvorki innan hinnar hefðbundnu lögfræði né í umfjöllun á opinberum vettvangi. Sögulegur bakgrunnur dómsvaldsins og hugmyndafræðin, sem þar liggur til grundvallar, hefur því ekki verið mikið í sviðsljósinu. Þörfin fyrir slíka umfjöllun er hins vegar brýn, einkum í ljósi þess að sífellt eru gerðar auknar kröfur til dómstólanna, svo sem um sjálfstæði þeirra, óhlutdrægni, gæði úrlausna, skilvirkni og afköst. Samkvæmt réttarríkishugmyndinni er meginhlutverk dómstólanna að leysa úr málum lögum samkvæmt og að tryggja þannig almennt réttaröryggi. Eins og fram kemur í réttarfarslögum og lögum um dómstóla er þeim falið að leysa úr deilum sem spretta af réttarágreiningi. Þeir dæma einnig í málum sem höfðuð eru vegna brota á refsilögum og ákveða refsingar í þeim þegar það á við. Með þessu er dómstólunum ætlað að þjóna því meginmarkmiði laga að stuðla að allsherjarfriði í þjóðfélaginu. Þeir gegna einnig mikilvægu hlutverki til verndar frelsi einstaklinga og réttindum sem þeim er ætlað að njóta. Dómstólar geta ekki gegnt framangreindu hlutverki sínu nema að uppfylltum ákveðnum lágmarkskröfum. Þess vegna þarf að skilgreina hvað felst í dóms- valdinu, hver eru takmörk þess og hvernig unnt er að tryggja að ekki verði misfarið með það. Dómendur fara með dómsvaldið eins og fram kemur í 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944. Til dómenda eru gerðar lög- bundnar kröfur, svo sem um lögfræðimenntun og annað. Vel þarf að standa að vali á dómara í embætti svo að tryggt verði að hver og einn dómari uppfylli kröfur réttarríkisins um óháð og hlutlaust dómsvald, svo og faglega þekkingu og færni í starfi. Til að fá næga yfirsýn yfir það sem skiptir máli þegar metin er fagleg þekking og færni þeirra sem sækja um dómarastörf þarf að skilgreina starfsemi dómstólanna og gera grein fyrir verkefnum þeirra og verksviði. Hér verður gerð nánari grein fyrir grundvellinum að starfi dómstólanna, hlutverki þeirra samkvæmt réttarríkinu og meðferð dómsvaldsins. Fjallað verður á nokkuð víðtækan hátt um forsendur fyrir því að dómstólarnir geti gegnt því hlutverki að vera ein meginstoð réttarríkisins. Tilgangurinn með þessari framsetningu er að stuðla að aukinni umræðu um hlutverk dómstóla og draga fram mikilvægi þess að réttilega verði með dómsvaldið farið. Jafnframt verður reynt að skilgreina hvenær réttaröryggið geti verið í hættu og hvers vegna er sjálfsagt og nauðsynlegt að vel og faglega verði staðið að verki þegar metið er hver eða hverjir eru mestum hæfileikum búnir til að gegna dómarastöðu. Færð verða rök fyrir því hvernig það brýtur gegn grund- vallarhugmyndum um réttarríkið verði ekki staðið faglega að vali á dómara í embætti af hlutlausum aðila. Umfjöllunin teygir sig að nokkru út fyrir hina hefðbundnu lögfræði. I fyrsta lagi er það vegna þess að starfsemi dómstólanna byggist á ákveðinni hugmyndafræði, 466
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.