Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 11
eru á lögum, veitir það þó engan veginn næga vernd. Til þess að tryggja að eftir þessu verði farið þurfa að vera fyrir hendi óháðir og sjálfstæðir dómstólar sem ætlað er að skera úr um þann rétt sem lögin mæla fyrir um. Dómstólamir eru þar með, eins og lögin, meginforsendan fyrir því að um réttarríki geti verið að ræða. Dómstólar verða líka, á sama hátt og lögin, að uppfylla ákveðin skilyrði til að þeir geti veitt þá vernd sem réttarríkið ætlast til að þeir veiti. Dómstólar verða að dæma eftir lögum, en að öðram kosti hefði enga þýðingu að setja lög. Þessi regla kemur fram í 61. gr. stjómarskrárinnar en þar segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Því má ekkert annað en lögin hafa áhrif á ákvarðanir og úrlausnir dómstóla. Samkvæmt því ættu dómar, á sama hátt og lögin, að vera fyrirsjáanlegir. Þeir eru það hins vegar ekki alltaf, meðal annars vegna þess að dómsmál snúast oft um margvísleg atriði og mat á þeim, eins og vikið verður nánar að hér á eftir í kafla 7 í umfjöllun um lögfræðilegar úrlausnir. Auk þess geta upplýsingar átt eftir að koma fram sem ekki lágu fyrir þegar mál var höfðað sem enn dregur úr líkum á því að dómsúrlausn sé fyrirsjáanleg.3 Af reglunni um að ekkert annað en lögin megi hafa áhrif á dómsúrlausnir leiðir að dómarar verða að vera hlutlausir. Forsendan fyrir hlutleysinu er að dómarar séu sjálfstæðir í störfum. Reglan um sjálfstæði dómsvaldsins þjónar þeim tilgangi að ekkert annað en lögin hafi áhrif á dómara þegar hann leysir úr máli. Með því að dómarar eru í öllum verkum sínum bundnir af lögunum takmarka lögin þó dómsvaldið. Þessari reglu og hlutleysisreglunni er ætlað að tryggja að ekki verði lagt einstaklingsbundið mat á hvert úrlausnarefni, en slrkt væri ekki í samræmi við kröfur réttarríkisins. I þessu felst meðal annars krafa um að dómarar láti hvorki ákveðna hagsmuni né almenningsálitið, þegar það er ekki í samræmi við lögin eða túlkun á þeim, hafa áhrif á ákvarðanir og úrlausnir mála. Sjálfstæði dómsvaldsins er takmarkað af þessu. Dómstólar verða samkvæmt þessu að vera bæði sjálfstæðir og hlutlausir til að þeir geti talist uppfylla kröfur réttarríkisins. Reglan um sjálfstæða og óvilhalla dómstóla kemur fram í 1. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar og í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.4 Mikilvægt er að sjálfstæðið og hlutleysið sé sýnilegt en með því er meðal annars átt við að málsaðilar og aðrir hafi ekki 3 Hér má t.d. benda á það sem fram kemur í 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála, en laga- ákvæðið fjallar um málskostnað. Þar segir að vinni aðili mál að nokkru og tapi því að nokkru, eða veruleg vafaatriði séu í máli, megi dæma annan aðilann til að greiða hluta málskostnaðar hins eða láta hvom þeirra bera sinn kostnað af málinu. Eins megi fara að hafi þeim sem tapar ntáli hvorki verið né mátt vera kunnugt um þau atvik sem réðu úrslitum fyrr en eftir að mál var höfðað. Úrlausnir í slfkum málum geta ekki verið mjög fyrirsjáanlegar. 4 í 1. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 1. mgr. 8. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæm á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. I 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, er fjallað um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. I 1. mgr. hennar segir, þegar kveðið skuli á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann sé borinn um refsivert brot, þá skuli ltann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. 469
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.