Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 18
opinberri gagnrýni eða öðrum utanaðkomandi áhrifum. Dómari má samkvæmt þessu hvorki ganga erinda tiltekinna hagsmuna né byggja úrlausnina á fordóm- um eða hlutdrægri afstöðu. Hann á því í raun að vera sem minnst háður öðrum og á þann hátt sjálfstæður. Samkvæmt þessu á dómari að vera fær um að leiða mál til lykta af hlutleysi á grundvelli viðeigandi lagareglna og annarra réttar- heimilda. Vanhæfisreglum sem fram koma í 5. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sem gilda bæði um einkamál og opinber mál, sbr. 6. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 19/1991, er ætlað að tryggja að hlutlaus dómari fari með mál hverju sinni. Samkvæmt reglunum getur dómari ekki farið með mál ef hann er aðili að því eða fyrirsvarsmaður aðila. Sama gildir ef hann hefur ákveðin tengsl við málsaðila, fyrirsvarsmenn, vitni eða aðra á þann hátt sem lagagreinin kveður á um eða ef önnur atvik eða aðstæður eru fyrir hendi sem eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Reglunni í 61. gr. stjómarskrárinnar um að dómara megi ekki víkja úr starfi nema með dómi er ætlað að tryggja bæði sjálfstæði og hlutleysi hvers dómara. Ekki má heldur flytja dómara í annað embætti á móti vilja hans, nema þegar svo stendur á að verið sé að koma nýrri skipun á dómstólana. Dómari nýtur með þessu starfsöryggis sem verndar hann þar með gegn utanaðkomandi þrýstingi. Með reglunni á að vera tryggt að dómari þurfi ekki að óttast um eigin stöðu, t.d. þegar hann dæmir í máli stjómvöldum í óhag. Með æviráðningu þarf dómarinn heldur ekki að keppa að vinsældum í von um áframhaldandi starfsráðningu. Eigin hagsmunir eða öryggi dómarans í starfi ættu þar með ekki að hafa nein áhrif á hann við dómarastörfin. Reglan um starfsöryggi dómara er því mikilvæg forsenda þess að dómstólar geti gegnt hlutverki sínu sem óháðar og hlutlausar valdastofnanir í réttarríkinu og þar með tryggt réttindi borgaranna til að fá hlutlausa dómsúrlausn. Reglunni er ekki síður ætlað að vemda þessi réttindi en réttindi dómarans. Hér má einnig líta til reglunnar í 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu en lagagreinin fjallar um tjáningarfrelsi. I ákvæðinu kemur fram að þar sem af réttindum, sem felast í tjáningarfrelsinu, leiði skyldur og ábyrgð sé heimilt að þau séu háð þeim formreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viður- lögum, sem lög mæli fyrir um og nauðsyn beri til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, þar á meðal til að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla. Samkvæmt þessu er heimilt að takmarka tján- ingarfrelsið á þann hátt sem þama er lýst, í því skyni að tryggja hlutleysi dóms- valdsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum verður tjáningarfrelsið að vrkja fyrir ríkari hagsmunum réttarríkisins af því að búa að hlutlausum dómstólum. í hlutleysiskröfunni felst að málsaðilar eiga að geta treyst því að dómari gangi ekki erinda tiltekinna hagsmuna og eigi þeim hvorki skuld að gjalda né harma að hefna. Málsaðilar eiga þannig að geta treyst því að dómarinn þurfi á engan hátt að sýna þeim hollustu, velvilja, meðaumkun eða nokkuð þvílíkt. Slíkt á ekki við enda gerir það dómarann óhæfan til starfans. Telji dómari að 476
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.