Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 22
í vaxandi mæli yfir á herðar dómsvaldsins.18 Ekki sé lengur deilt um það að dómstólar eigi hlutdeild í þróun réttarins nreð því að móta og setja regiur en hlutur dómstóla þar fari sívaxandi.19 Þessi þróun hefur einnig orðið í öðrum löndum.20 Valdmörkin virðast óljósari en áður og þróunin hefur óhjákvæmilega valdið erfiðleikum við skilgreiningar á þeim.21 Þarfir viðskiptalífsins kalla einnig í auknum mæli á að dómsvaldið standi undir þeim kröfum sem samkeppni í alþjóðlegum viðskiptum gerir ráð fyrir. Þegar samkeppnishæfni hagkerfa og viðskiptalífsins er metin er meðal annars horft til þess hversu vel er staðið að skipan dómsvaldsins, sjálfstæði dómstóla, skilvirkni þeirra og öðrum atriðum sem hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi nútímans hefur þörf fyrir að dómstólar uppfylli. Hvernig viðskiptalíf hverrar þjóðar er metið getur skipt mjög miklu máli fyrir hagkerfið og samkeppnis- hæfni þess, en það er meðal annars metið á grundvelli gæða dómsvaldsins. Nútímadómstólar verða þvi að uppfylla þessi skilyrði til að viðskiptalífið standist þennan samanburð og til að hagkerfið standi sem best að vígi í vaxandi samkeppni alþjóðlegra viðskipta. Við skilgreiningar á dómsvaldinu og verkefn- um dómstólanna verður að taka mið af þessum nútímakröfum. Þegar litið er til hins breytta tíma og þess að málsaðilar bera oftar en áður kröfur undir dómsvaldið, sem studdar eru rökum af hinum pólitíska vettvangi, þar á meðal með vísan til þess að lög fari í bága við stjórnarskrá, verður stund- um ekki hjá því komist að dómstólar taki afstöðu til pólitískra álitaefna. I þessu felst ákveðin mótsögn þar sem dómsvaldið á að vera hlutlaust. Dómari getur þó ekki vikið sér undan að komast að niðurstöðu í máli, enda er honum skylt að leysa úr öllum málum sem hafa réttilega verið borin undir dóminn samkvæmt ákvæðum réttarfarslaga.22 Þess verður að gæta að löggjafarvaldið tekur póli- tískar ákvarðanir en ekki dómsvaldið sem túlkar þó lögin og dæmir ekki eftir lögum sem fara í bága við stjórnarskrá. Mörkin milli dómsvalds og löggjafar- valds eru meðal annars af þessum sökum engan veginn alveg skýr. Dómari má 18 Sigurður Líndal: „Hlutur dómstóla í þróun réttarins", bls. 296. 19 Sigurður Líndal: „Um lagasetningavald dómstóla", bls. 102 og 128. 20 Um þróun og stöðu dómsvaldsins í Danmörku og Noregi sjá t.d. P.M. Sachs, Karsten Gaarder, bls. 225-233, Thorstein Eckhoff, dr. jur. Bent Christensen, Ditlev Tamm og „Domstolsudvalgets betænkning", bls. 174-175. 21 Sjá t.d. greinar Ragnhildar Helgadóttur: „Úrskurðarvald dómstóla um stjómskipulegt gildi laga“ og „Afstaða dómstóla til hlutverks síns við mat á stjómskipulegu gildi laga - þróun síðustu ára“. 22 Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 hafa dómstólar vald til að dæma unt hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé undanskilið lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Dómari þarf ávallt að taka afstöðu til álitamála eftir því sem við á og um ræðir hverju sinni, en dómstólamir velja ekki álitaefnin sem lögð eru fyrir þá. I 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð einkamála segir að dómari megi ekki fara út fyrir kröfur aðila í dómi sínum eða úrskurði nema um atriði sé að ræða sem honum beri að gæta af sjálfsdáðum. Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar má dómari ekki byggja niðurstöðu á málsástæðu eða mótmælum sem hefðu mátt koma fram en gerðu það ekki við meðferð rnáls. Dómari leysir því úr máli á þeim grundvelli sem það er Iagt fyrir hann. Hann er á þann hátt bundinn af málatilbúnaði aðila málsins. 480
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.