Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 25
haft áhrif með mismunandi hætti þegar refsing er ákveðin.25 Viðmiðanir eru þess vegna ekki jafn einhlítar og æskilegt væri þótt dómari verði ávallt að gæta samræmis í úrlausnum og þurfi því að hafa sambærileg tilvik til viðmiðunar. Erfitt getur því verið að sjá í einstökum tilvikum hvort almennum viðmiðunum hafi verið fylgt og að samræmis hafi verið gætt.26 Þótt af lagareglunum urn hlutleysi dómara, og því að gæta þarf samræmis í úrlausnum, leiði að beita þarf almennum viðmiðunum, en ekki einstaklings- bundnum, eru tilvikin oft svo margbreytileg og háð mati á ólíkum atriðum sem þurfa ekki endilega að styðjast við algilda mælikvarða. Þess vegna er ekki unnt að treysta því að niðurstöður dómsmála verði einhlítar.27 Astæðan fyrir því getur einmitt verið sú að beitt hefur verið ólíku mati á því sem um ræðir, en það getur verið alveg eðlilegt og rökrétt, allt eftir því álitaefni sem um ræðir hverju sinni. Oftast eru dómarar í fjölskipuðum dómi þó sammála um niðurstöðuna. Það getur til dæmis verið til marks um að við úrlausnina hafi annað hvort ekki þurft að beita mati vegna þess að leyst hafi verið úr málinu eftir lögfræðilega viðurkenndum aðferðum, sem dómendur eru sammála um, eða að þeim hefur tekist að beita almennum viðmiðunum við matið en ekki einstaklingsbundnum. Þetta tekst hins vegar ekki alltaf. Stundum er það vegna þess að hinar almennu viðmiðanir eru óljósar eða óþekktar. Einnig getur verið mjög erfitt að greina mörkin milli svokallaðra almennra viðmiðana og einstaklingsbundinna. Dóm- stólamir nota þó oft viðmiðanir sem þeir hafa sjálfir mótað. Gott dæmi um lögfræðilega úrlausn, sem greinilega hefur ráðist af öðru en fram kemur í lagareglum, sem niðurstaðan var þó leidd af, er í dómi Hæsta- réttar í máli nr. 493/2004 frá 14. janúar 2005. Dómurinn og sératkvæði tveggja 25 Sjá t.d. í því sambandi Sigurður Tómas Magnússon og Hildigunnur Ólafsdóttir. Á bls. 18 segir að ákvörðun um refsingu sé mjög flókin ákvörðun þar sem tekið sé tillit til fjölmargra lögfestra og ólögfestra refsiákvörðunarástæðna og -sjónarmiða. Margar refsiákvörðunarástæður geti komið til skoðunar í hverri refsiákvörðun og allar beint refsingu í sömu átt eða vegið hver aðra upp. Á bls. 76 segir að ákvörðun refsingar geti verið afar flókin og vandasöm. Fjölmörg og ólík atriði konii til skoðunar þegar dómstóll ákvarði manni refsingu fyrir tiltekinn verknað. 26 Opinber gagnrýni á niðurstöður dómsmála virðist oft beinast að því að röngum viðmiðunum hafi verið beitt, t.d. að alvarlegar líkamsmeiðingar séu ekki metnar sem alvarleg brot. Einnig má í þessu sambandi benda á hve vandasamt mat dómstóla er oft á því hvenær brot er þess eðlis að almanna- hagsmunir krefjast þess að sakbomingur sæti gæsluvarðhaldi samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Stundum virðist erfitt að sjá að þar hafi samræmis verið gætt. Þegar dómstólarnir meta hvenær brot verði talið svo alvarlegt að gæsluvarðhalds sé þörf verða þeir að miða við almenningsálitið. Slíkar viðmiðanir eru mjög erfiðar, meðal annars vegna þess hve erfitt er að mæla, meta og vega hið svokallaða „almenningsálit" á alvarleika brota. Almennings- álitinu er auk þess hætt við að sveiflast til; í gær eða fyrir mánuði gætu fíkniefnabrot e.t.v. verið talin alvarleg en ekki í jafn ríkum mæli á morgun heldur einhver önnur brot, t.d. líkamsmeiðingar. Stöðugleiki einkennir hins vegar öðru fremur úrlausnir dómstóla en ekki sveiflur. Þess vegna verða breytingar þar oft á löngum tíma. Þótt dómstólarnir noti oft viðmiðanir, sem þeir hafa sjálfir mótað, má halda því fram að þeim hafi ekki tekist vel að móta viðmiðanir um þetta atriði. 27 Hér að framan í kafla 5 um hlutleysið var bent á að ólíkar niðurstöður í sama máli þyrftu ekki að vera til marks um hlutdrægni dómara. 483
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.