Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 25
haft áhrif með mismunandi hætti þegar refsing er ákveðin.25 Viðmiðanir eru
þess vegna ekki jafn einhlítar og æskilegt væri þótt dómari verði ávallt að gæta
samræmis í úrlausnum og þurfi því að hafa sambærileg tilvik til viðmiðunar.
Erfitt getur því verið að sjá í einstökum tilvikum hvort almennum viðmiðunum
hafi verið fylgt og að samræmis hafi verið gætt.26
Þótt af lagareglunum urn hlutleysi dómara, og því að gæta þarf samræmis í
úrlausnum, leiði að beita þarf almennum viðmiðunum, en ekki einstaklings-
bundnum, eru tilvikin oft svo margbreytileg og háð mati á ólíkum atriðum sem
þurfa ekki endilega að styðjast við algilda mælikvarða. Þess vegna er ekki unnt
að treysta því að niðurstöður dómsmála verði einhlítar.27 Astæðan fyrir því
getur einmitt verið sú að beitt hefur verið ólíku mati á því sem um ræðir, en það
getur verið alveg eðlilegt og rökrétt, allt eftir því álitaefni sem um ræðir hverju
sinni. Oftast eru dómarar í fjölskipuðum dómi þó sammála um niðurstöðuna.
Það getur til dæmis verið til marks um að við úrlausnina hafi annað hvort ekki
þurft að beita mati vegna þess að leyst hafi verið úr málinu eftir lögfræðilega
viðurkenndum aðferðum, sem dómendur eru sammála um, eða að þeim hefur
tekist að beita almennum viðmiðunum við matið en ekki einstaklingsbundnum.
Þetta tekst hins vegar ekki alltaf. Stundum er það vegna þess að hinar almennu
viðmiðanir eru óljósar eða óþekktar. Einnig getur verið mjög erfitt að greina
mörkin milli svokallaðra almennra viðmiðana og einstaklingsbundinna. Dóm-
stólamir nota þó oft viðmiðanir sem þeir hafa sjálfir mótað.
Gott dæmi um lögfræðilega úrlausn, sem greinilega hefur ráðist af öðru en
fram kemur í lagareglum, sem niðurstaðan var þó leidd af, er í dómi Hæsta-
réttar í máli nr. 493/2004 frá 14. janúar 2005. Dómurinn og sératkvæði tveggja
25 Sjá t.d. í því sambandi Sigurður Tómas Magnússon og Hildigunnur Ólafsdóttir. Á bls. 18
segir að ákvörðun um refsingu sé mjög flókin ákvörðun þar sem tekið sé tillit til fjölmargra
lögfestra og ólögfestra refsiákvörðunarástæðna og -sjónarmiða. Margar refsiákvörðunarástæður
geti komið til skoðunar í hverri refsiákvörðun og allar beint refsingu í sömu átt eða vegið hver aðra
upp. Á bls. 76 segir að ákvörðun refsingar geti verið afar flókin og vandasöm. Fjölmörg og ólík
atriði konii til skoðunar þegar dómstóll ákvarði manni refsingu fyrir tiltekinn verknað.
26 Opinber gagnrýni á niðurstöður dómsmála virðist oft beinast að því að röngum viðmiðunum hafi
verið beitt, t.d. að alvarlegar líkamsmeiðingar séu ekki metnar sem alvarleg brot. Einnig má í þessu
sambandi benda á hve vandasamt mat dómstóla er oft á því hvenær brot er þess eðlis að almanna-
hagsmunir krefjast þess að sakbomingur sæti gæsluvarðhaldi samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga um
meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Stundum virðist erfitt að sjá að þar hafi samræmis verið gætt.
Þegar dómstólarnir meta hvenær brot verði talið svo alvarlegt að gæsluvarðhalds sé þörf verða þeir
að miða við almenningsálitið. Slíkar viðmiðanir eru mjög erfiðar, meðal annars vegna þess hve
erfitt er að mæla, meta og vega hið svokallaða „almenningsálit" á alvarleika brota. Almennings-
álitinu er auk þess hætt við að sveiflast til; í gær eða fyrir mánuði gætu fíkniefnabrot e.t.v. verið
talin alvarleg en ekki í jafn ríkum mæli á morgun heldur einhver önnur brot, t.d. líkamsmeiðingar.
Stöðugleiki einkennir hins vegar öðru fremur úrlausnir dómstóla en ekki sveiflur. Þess vegna verða
breytingar þar oft á löngum tíma. Þótt dómstólarnir noti oft viðmiðanir, sem þeir hafa sjálfir mótað,
má halda því fram að þeim hafi ekki tekist vel að móta viðmiðanir um þetta atriði.
27 Hér að framan í kafla 5 um hlutleysið var bent á að ólíkar niðurstöður í sama máli þyrftu ekki
að vera til marks um hlutdrægni dómara.
483