Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 35
lingsbundnum.42 Með samsetningu dómnefndarinnar og vanhæfisreglum, sem gilda samkvæmt 1. mgr. 2. gr. reglna nr. 693/1999, sbr. 3.-5. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993, ætti hlutleysi nefndarinnar að vera tryggt. Hins vegar getur verið álitamál hvort Hæstiréttur verði talinn nægilega hlutlaus þar sem hætta getur verið á að rétturinn verði talinn of tengdur því sem um ræðir og eigi því erfiðara en ella með að beita hlutlausu mati. Þetta þyrfti að athuga nánar komi til þess að fyrirkomulagið um val á hæstaréttardómurum og löggjöf um það verði endurskoðuð.43 I því sambandi hljóta þó önnur álitamál að koma jafnframt til skoðunar. Nauðsynlegt hlýtur að vera að Hæstiréttur komi að því að ákveða hverjir hafi mesta hæfileika til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Það mætti til dæmis gera með því að Hæstiréttur tilnefndi dómara úr sínum hópi í matsnefnd sem hefði það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um hæstaréttardómaraem- bætti. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla. Þar er lagt til að forseti íslands skipi hæstaréttardómara samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Skal ráðherra tilkynna forseta Alþingis um tillöguna. Tillagan skal hljóta með- ferð í sérnefnd samkvæmt 32. gr. laga um þingsköp Alþingis áður en hún er borin undir atkvæði þingmanna, en hlutverkinu sem nefndinni er ætlað er nánar lýst í frumvarpinu. Ef tillögunni er synjað ber ráðherra að gera aðra tillögu sem fær sömu meðferð og sú fyrri.44 Með frumvarpinu er ekki gætt þeirra atriða sem hér hefur verið fjallað um þar sem ekki hefur verið lagt til að tryggt verði að pólitískir hagsmunaaðilar komi ekki að því ferli að meta hæfileika dómara. Hætta er á að með þessu fyrirkomulagi geti pólitísk sjónarmið haft of mikil áhrif og að hlutleysið verði þar með ekki nægilega tryggt. Hætta er einnig á 42 Þetta á að sjálfsögðu einnig við um veitingarvaldshafann. Ákvörðun hans um skipan í dómarastöðu á að styðjast við faglegt og málefnalegt mat þar sem almennum viðmiðunum er beitt en ekki einstaklingsbundnum. f áliti umboðsmanns Alþingis segir á bls. 14 að sjónarmið sem byggt sé á við veitingu starfs verði ekki málefnalegt við það eitt að veitingarvaldshafinn ákveði að beita því. 43 Hér má benda á að í áliti umboðsmanns Alþingis er vísað til þess á bls. 28 að gerðar hafi verið breytingar á lögum, í Danmörku árið 1998 og í Noregi árið 2001, en með þeim hafi sérstakri dómnefnd í báðum þessum löndum verið falið að fjalla um umsóknir allra dómara, líka hæsta- réttardómara að undanskildum forsetum Hæstaréttar, og láta uppi rökstudda umsögn um hæfi þeirra og hæfni. Þar hafi verið um að ræða skipan áþekka þeirri sem tekin haft verið upp hér á landi þegar á árinu 1989 varðandi umsóknir um embætti héraðsdómara. Á bls. 29 í álitinu segir að við setningu fyrstu laga um umboðsmann Alþingis hafi verið gengið út frá því að hann hefði víðtækar heimildir til að hafa eftirlit með störfum stjómvalda og í athugasemdum með frumvarpi til laganna hafi verið tekið fram að einn þáttur í starfi umboðsmanns skyldi vera að gera tillögur almenns eðlis til endur- bóta á stjómsýslunni. Þar á meðal skuli umboðsmaður gera tillögur til að ráða bót á meinbugum á lögum og reglugerðum sem hann komi auga á. Umboðsmaður telur í álitinu rétt að vekja athygli Alþingis og dómsmálaráðherra á þeim atriðum sem hann lýsir í álitinu og „þá með það í huga að tekin verði afstaða til þess hvort þörf sé á að fyrirkomulag við undirbúning og ákvarðanir um skipun í embætti dómara við Hæstarétt Islands verði tekið til endurskoðunar og lagabreytingar gerðar af því tilefni ef sú verður niðurstaðan". 44 Alþingistíðindi A, 131. löggjafarþing 2004-2005, þskj. 12, 12. mál. 493
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.