Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 39
og réttarríkjum, sé þess krafist að handhafar framkvæmdarvalds hafi skipan dómara að öllu leyti í hendi sér. Mat dómnefndarinnar og umsögn Hæstaréttar verða að fullnægja ákveðn- um skilyrðum til þess að unnt sé að fara eftir því sem þar er lagt til. Það veikir mjög vægi þessara álita þegar þau eru ekki nægilega rökstudd, en þá á ráð- herrann auðveldara með að líta framhjá matinu eða réttlæta hvers vegna hann hefur gert það.49 Umsagnir verða að vera byggðar á nægilega traustum grunni.50 Akvarðanir byggðar á rökstuddu og faglegu mati þar sem tryggt er að ekkert annað hafi haft áhrif við val á hæfasta umsækjanda við veitingu dómara- embætta skapar auk þess síður tortryggni í garð dómstólanna og þeirra sem með dómstörf fara. Slík tortryggni er slæm og veikir ekki aðeins dómstólana og traustið til þeirra heldur einnig traust manna á sjálfu réttarríkinu.51 Þess vegna er nauðsynlegt að mat á faglegri þekkingu og hæfileikum til að gegna dómara- starfi sé í höndum hlutlauss aðila sem er fær um að meta hverra hæfileika er þörf í dómarastarfinu og hvernig umsækjendur uppfylli þær þarfir. Mikilvægt er að dómstólamir séu sjálfstæðir og að þeir geti dæmt í málum af hlutleysi þrátt fyrir ýmsar ástæður sem gætu staðið í vegi fyrir því. Svo virðist að með reglum um þrískiptingu ríkisvaldsins hafi ekki tekist að ná því markmiði að tryggja nægilega sjálfstæði dómsvaldsins. Þess vegna hefur verið lagt mikið upp úr því að efla sjálfstæði dómstólanna með reglum sem settar hafa verið hér á landi, í öðrum löndum og á alþjóðlegum vettvangi. Slíkar reglur hafa einnig endurspeglað hve nauðsynlegt er að fram fari faglegt mat af hlutlausum aðila á hæfni umsækjenda um dómarastöðu í þeim tilgangi að tryggja hlutleysi dómsvaldsins og gæði dómsúrlausna. Um leið hafa reglumar það meginmarkmið að efla traustið til dómstólanna. Alls þessa er þörf í þeim tilgangi að vemda nægilega réttindi hins almenna borgara og til að standa vörð um þarfir viðskiptalífsins, en staða þess og vel- 49 Sjá t.d. í þessu sambandi Páll Hreinsson. Á bls. 421 segir að til þess að álitsumleitan nái þeim tilgangi að upplýsa mál og draga fram málefnaleg sjónarmið, sem hafa beri í huga við úrlausn þess, verði umsagnir álitsgjafa að vera rökstuddar. Órökstudd niðurstaða álitsgjafa komi stjómvaldi iðulega að litlum notum. Þar sem stjórnvald sé ekki bundið af niðurstöðu umsagnar, nema lög kveði svo á, séu það rökin sem höfuðmáli skipti, þ.e.a.s. upplýsingar um þau málsatvik sem verulega þýðingu hafi svo og þau málefnalegu og sérfræðilegu sjónarmið sem þörf sé á að taka tillit til við úrlausn málsins. 50 Sama heimild bls. 417. Þar segir að þar sem álitsumleitan sé liður í undirbúningi máls og eigi að stuðla að því að mál verði nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því, sé það forsenda þess, að þessi liður í málsmeðferð komi að tilætluðum notum, að álitsgjafi byggi umsögn sína á nægilega traustum grunni. 51 í áliti umboðsmanns Alþingis er meðal annars fjallað um þá aðferð að ráðherra komi að skipan hæstaréttardómara á þann hátt sem lög ákveði. Fram kemur í tengslum við þá umfjöllun á bls. 28 að álitaefni sé hvort tilefni sé til þess að styrkja með einhverjum hætti meðferð þessa veitingarvalds með það í huga að renna frekari stoðum undir sjálfstæði Hæstaréttar og traust manna á æðsta dómstól þjóðarinnar og þeim dómendum sem þar sitji á hverjum tíma. Liður í því kunni að vera að styrkja betur faglegt og óháð mat á umsækjendum áður en ákvörðun um veitingu er tekin. 497
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.