Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 70
refsivist. Umtalsverðar fjársektir geta einnig nægt til og meira að segja smá- vægilegar, þegar þær eru ljóslega lagðar á til að refsa fyrir tiltekna háttsemi og eiga að hafa fyrirbyggjandi áhrif.10 Rétt er að taka fram að í sérhverju máli er það hin mögulega refsing sem er til athugunar en ekki sú sem í raun var ákvörðuð í málinu.* 11 Samkvæmt 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga geta sektir numið frá 50 þúsund krónum til 40 milljón króna eða meira en sektin skal þó ekki vera hærri en nemur 10% af veltu síðasta almanaksárs hjá hverju fyrirtæki. Geta þessar sektir numið umtalsverðum fjárhæðum og nægir í því sambandi að vísa til þess að í ákvörðun 21/2004 lagði Samkeppnisráð sektir á Skeljung hf., Ker hf., Olíuverzlun Islands hf. og Bensínorkuna ehf., sem talið var að hefðu gerst sek um mjög umfangsmikið samráð, og námu sektimar samtals 2,6 milljörðum króna. Urskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2004 gekk 29. janúar 2005 og var sekt Bensínorkunnar ehf. felld niður og sektir hinna félaganna þriggja lækkaðar í rúmlega 1,5 milljarða. 3.2 Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu Hvort ákvörðun um að leggja sektir á fyrirtæki fyrir brot á samkeppnis- lögum teljist til „ásökunar um refsiverða háttsemi“ er álitaefni sem hefur enn sem komið er ekki rekið á fjörur Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn hefur þó, eins og vikið verður að, kveðið upp nokkra dóma sem varpa ljósi á þetta álitaefni. Hins vegar er rétt að byrja á því að vísa til ákvörðunar Mann- réttindanefndar Evrópu í máli Société Stenuit}2 Mannréttindanefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að leggja sektir á fyrirtæki í samræmi við frönsk samkeppnislög teldist ásökun um refsiverða háttsemi sem hefði í för með sér að málið félli undir 1. mgr. 6. gr. MSE. Nefndin vísaði til þess að markmið laganna væri að viðhalda frjálsri samkeppni í Frakklandi. Lögin vörðuðu þannig almannahagsmuni sem almennt væru vemdaðir að refsirétti. Lögin heimiluðu fjármálaráðherra að sekta félög og gátu sektir numið allt að 5% af veltu félags eða 5.000.000 FRF fyrir aðra brotlega. Mannréttinda- nefndin taldi að þetta sýndi ljóslega að sektinni væri ætlað að hafa fyrir- byggjandi áhrif. Þegar öll þessi atriði voru lögð saman var talið að um væri að ræða ásökun um refsiverða háttsemi.13 Þessi nálgun mannréttindanefndarinnar er í samræmi við dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins og má því til stuðnings t.d. vitna til Bendenoun- 10 Hér er einungis verið að vfsa til þess, hvemig mannréttindadómstóllinn beitir þessu viðmiði. Annað mál er hvort sektir fyrir brot á samkeppnislögum séu það háar að þær hafi í raun fyrirbyggjandi áhrif. 11 B Emmerson og A Ashworth: Human Rights and Criminal Justice. Sweet and Maxwell. London 2001, bls. 151-152. 12 Sociéte Stenuit gegn Frakklandi. Series A No 232-A [1992] 14 EHRR 509. Sættir náðust í málinu og því kvað dómstóllinn ekki upp efnisdóm. 13 Ibid., mgr. 62-65. 528
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.