Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 77

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 77
of the decisions of administrative authorities. Accordingly, the Commission finds that the applicant in the present case was entitled to, but did not have the benefit of, a court which could consider all the facts of the case.42 (leturbr. höf.) Héma má einnig vísa aftur til Oztiirk-málsins þar sem mannréttinda- dómstóllinn sagði að með tilliti til hins mikla fjölda minni háttar afbrota, sérstaklega gegn umferðarlögum, gætu samningsríki haft góðar og gildar ástæður fyrir að létta þeim málum af dómstólum. Að fela stjómvöldum saksókn og ákvörðun refsingar fyrir sl£k brot bryti ekki gegn 6. gr., ef viðkomandi gæti skotið ákvörðun til dómstóls sem uppfyllti kröfur ákvæðisins.43 Meiri hluti þeirra mála sem hafa snúist um ákvörðunarvald stjórnvalda vegna smávægilegra afbrota hafa varðað brot gegn umferðarlögum.44 Hins vegar hefur það verið staðfest að sömu lagarök eiga einnig við um önnur minni háttar brot, sbr. t.d. Belios45 (þátttaka í óleyfilegum mótmælum) og Lauko46 (ólæti gagnvart nágrönnum). Mannréttindadómstóllinn hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu í málum sem varða skattsektir að álagning þeima á stjórnvaldsstigi sé í samræmi við ákvæði 6. gr., jafnvel þótt um háar fjárhæðir sé að ræða. I Bendenoun-dóminum kom fram að sé litið til fjölda umræddra afbrota þá væri samningsríkjum heimilt að fela skattyfirvöldum ákæru- og refsivald þrátt fyrir að sektimar næmu umtals- verðum fjárhæðum.47 Lykilatriðið er hversu víðtæk endurskoðun dómstóla er í þeim tilvikum þegar stjómvald hefur tekið ákvörðun, sem fellur undir gildissvið 6. gr. MSE sem ásökun um refsiverða háttsemi. Eins og áður var minnst á sagði mannréttindanefndin í Umlauft-málinu að ekkert svigrúm væri til að takmarka endurskoðunina og dómstóllinn þyrfti að vera bær til að meta allar staðreyndir málsins.481 Janosevic-málinu sagði mannréttindadómstóllinn að kvartandanum þyrfti að vera kleift að: 42 Umlauft gegn Austurríki. Series A Nr 328-B [1996] 22 EHRR 76, mgr. 48 í áliti nefndarinnar. Tilvitnuð ummæli hljóða svo á íslensku: „Nefndin álítur að þrátt fyrir að í einkamálum geti takmörkuð endurskoðun á stjómvaldsákvörðunum í sumum tilvikum fullnægt kröfum 6. gr. sáttmálans ... þá krefjist refsimál annarrar nálgunar. Ahersla er lögð á, að þau varða reglur sem gilda gagnvart öllum borgurum í umferðinni, sem mæla fyrir um ákveðna hegðan og gera það refsivert að hlíta ekki þeim fyrirmælum. Þegar ákærði óskar þess, að dómstóll skeri úr um ásökun um refsiverða háttsemi á hendur honum er ekkert svigrúm til takmarkana á endurskoðunarvaldi dómstóla. Samkvæmt því er það niðurstaða nefndarinnar að kærandi í þessu máli hafi átt rétt á, án þess að njóta hennar, málsmeðferð fyrir dómi sem gat metið allar staðreyndir málsins". 43 Öztiirk gegn Pýskalandi. Series A Nr 73 [1984] 6 EHRR 409, mgr. 56. 44 Sjá t.d. Umlauft gegn Austurríki. Series A Nr 328-B [1996] 22 EHRR 76; Schmautzer gegn Austurríki. Series A Nr 328-A [1996] 21 EHRR 511. 45 Belios gegn Sviss. Series A Nr 132 [1986] 10 EHRR 466, mgr. 68. 46 Lauko gegn Slóvakíu. [2001] 33 EHRR 40, mgr. 64. 47 Bendenoun gegn Frakklandi. Series A Nr 284 [1994] 18 EHRR 54, mgr. 46. Með nokkurri einföldun má segja að brotið hafi falist í því að afhenda skattyfirvöldum rangar upplýsingar í vondri trú. Mannréttindadómstóllinn komst að sömu niðurstöðu í Janosevic-málinu. Janosevic gegn Svíþjóð [2004] 38 EHRR 473, mgr. 81. 48 Umlauft gegn Austurríki. Series A Nr 328-B [1996] 22 EHRR 76, mgr. 76 í áliti nefndarinnar. 535
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.