Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 85
Fyrsta sektarákvörðun Samkeppnisráðs, sem kom til kasta dómstóla, var
ákvörðun ráðsins í svonefndu Grænmetismáli, dómur Hæstaréttar frá 30.
október 2003 í máli nr. 37/2003. Þrjú fyrirtæki sem störfuðu á grænmetismark-
aði voru talin hafa gerst brotleg við 10. gr. samkeppnislaga og haft umfangs-
mikið samráð og voru þau sektuð um talsverðar fjárhæðir. Mál þetta var kært til
áfrýjunamefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðun Samkeppnisráðs að
mestu leyti en lækkaði nokkuð álagðar sektir. Fyrirtækin þrjú höfðuðu mál til
ógildingar á úrskurði áfrýjunamefndar og töldu m.a. að brotið hefði verið gegn
reglum stjómsýsluréttar, og eins að ekki væri með réttu sannað að fyrirtækin
hefðu brotið gegn 10. gr. laganna. I greinargerð til héraðsdóms vék Sam-
keppnisráð ítarlega að endurskoðunarvaldi dómstóla í samkeppnismálum og
þykir rétt að taka það hér upp í heild sinni:
Stefndi byggir á því, að samkeppnisréttur hafi sérstöðu innan lögfræðinnar. Sam-
keppnisréttur lúti að samspili margra fræðigreina. Við lögfræðilegt mat á sam-
keppnisréttarlegum álitaefnum beri að taka ríkt tillit til hagfræðilegra og viðskipta-
fræðilegra sjónarmiða. Stefndi telur þetta vera eina meginástæðu þess, að sam-
keppnisyfirvöldum sé hvarvetna í hinum vestræna heimi veitt víðtækt svigrúm til
mats á því, hvaða aðstæður eða háttsemi fyrirtækja sé skaðleg samkeppni og hvaða
úrræðum sé rétt að beita til að ná markmiðum samkeppnislaga.
Stefndi heldur því fram, að samkeppnisyfirvöld hafi mat á því, hvort tiltekin hegðun
eða háttsemi fyrirtækja feli í sér samráð eða samstilltar aðgerðir í skilningi 10. gr.
samkeppnislaga. Það mat komi ekki nema að takmörkuðu leyti til endurskoðunar
fyrir dómi. Endurskoðun dómstóla lúti þannig að lögmœti ákvarðana sam-
keppnisyfirvalda varðandi málsmeðferð samkeppnisyfirvalda, m.a. með tilliti til
ákvœða stjórnsýslulaga, og því, hvort lagaheimild sé fyrir þeirri niðurstöðu, sem
samkeppnisyfirvöld komist að. Endurskoðun á efnislegu mati samkeppnisyfirvalda á
því, hvort háttsemi stefnenda feli í sér samráð eða samstilltar aðgerðir, sem raskað
geti samkeppni falli utan verksviðs dómstóla. Tekin hafi verið afstaða til sjónarmiða
stefnenda, bæði fyrir samkeppnisráði og áfrýjunamefnd samkeppnismála, þ.e. af
þeim sérfróðu stjórnvöldum, sem að lögum fari með samkeppnismál hér á landi.
Niðurstaðan hafi verið sú, að stefnendur hefðu gerst sekir um samráð og samstilltar
aðgerðir um verð og skiptingu markaða, og með því gerst sekir um að brjóta
mikilvægustu bannreglu samkeppnislaganna. Slík brot séu hvarvetna í heiminum
litin mjög alvarlegum augum71 (leturbr. höf.).
Dómstólar féllust ekki á þessi sjónarmið um endurskoðunarvald og var í
dómi héraðsdóms, sem að þessu leyti var staðfestur í Hæstarétti með skírskotun
til forsendna hans, fyrst vísað til þess að dómstólar hefðu stjórnarskrárbundna
skyldu til að skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda, sbr. 60.
gr. stjskr. Einnig var vitnað til 61. gr. stjskr. sem kveður á um að í embættis-
verkum sínum skuli dómendur einungis fara að lögum. Sagði að í því ákvæði
71 Rétt er að taka það fram að þessi texti er tekinn úr dómi héraðsdóms en ekki greinargerðinni
sjálfri. Því sem næst sömu ummæli má finna í greinargerð Samkeppnisráðs í Landsímamálinu.
543