Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 85

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 85
Fyrsta sektarákvörðun Samkeppnisráðs, sem kom til kasta dómstóla, var ákvörðun ráðsins í svonefndu Grænmetismáli, dómur Hæstaréttar frá 30. október 2003 í máli nr. 37/2003. Þrjú fyrirtæki sem störfuðu á grænmetismark- aði voru talin hafa gerst brotleg við 10. gr. samkeppnislaga og haft umfangs- mikið samráð og voru þau sektuð um talsverðar fjárhæðir. Mál þetta var kært til áfrýjunamefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðun Samkeppnisráðs að mestu leyti en lækkaði nokkuð álagðar sektir. Fyrirtækin þrjú höfðuðu mál til ógildingar á úrskurði áfrýjunamefndar og töldu m.a. að brotið hefði verið gegn reglum stjómsýsluréttar, og eins að ekki væri með réttu sannað að fyrirtækin hefðu brotið gegn 10. gr. laganna. I greinargerð til héraðsdóms vék Sam- keppnisráð ítarlega að endurskoðunarvaldi dómstóla í samkeppnismálum og þykir rétt að taka það hér upp í heild sinni: Stefndi byggir á því, að samkeppnisréttur hafi sérstöðu innan lögfræðinnar. Sam- keppnisréttur lúti að samspili margra fræðigreina. Við lögfræðilegt mat á sam- keppnisréttarlegum álitaefnum beri að taka ríkt tillit til hagfræðilegra og viðskipta- fræðilegra sjónarmiða. Stefndi telur þetta vera eina meginástæðu þess, að sam- keppnisyfirvöldum sé hvarvetna í hinum vestræna heimi veitt víðtækt svigrúm til mats á því, hvaða aðstæður eða háttsemi fyrirtækja sé skaðleg samkeppni og hvaða úrræðum sé rétt að beita til að ná markmiðum samkeppnislaga. Stefndi heldur því fram, að samkeppnisyfirvöld hafi mat á því, hvort tiltekin hegðun eða háttsemi fyrirtækja feli í sér samráð eða samstilltar aðgerðir í skilningi 10. gr. samkeppnislaga. Það mat komi ekki nema að takmörkuðu leyti til endurskoðunar fyrir dómi. Endurskoðun dómstóla lúti þannig að lögmœti ákvarðana sam- keppnisyfirvalda varðandi málsmeðferð samkeppnisyfirvalda, m.a. með tilliti til ákvœða stjórnsýslulaga, og því, hvort lagaheimild sé fyrir þeirri niðurstöðu, sem samkeppnisyfirvöld komist að. Endurskoðun á efnislegu mati samkeppnisyfirvalda á því, hvort háttsemi stefnenda feli í sér samráð eða samstilltar aðgerðir, sem raskað geti samkeppni falli utan verksviðs dómstóla. Tekin hafi verið afstaða til sjónarmiða stefnenda, bæði fyrir samkeppnisráði og áfrýjunamefnd samkeppnismála, þ.e. af þeim sérfróðu stjórnvöldum, sem að lögum fari með samkeppnismál hér á landi. Niðurstaðan hafi verið sú, að stefnendur hefðu gerst sekir um samráð og samstilltar aðgerðir um verð og skiptingu markaða, og með því gerst sekir um að brjóta mikilvægustu bannreglu samkeppnislaganna. Slík brot séu hvarvetna í heiminum litin mjög alvarlegum augum71 (leturbr. höf.). Dómstólar féllust ekki á þessi sjónarmið um endurskoðunarvald og var í dómi héraðsdóms, sem að þessu leyti var staðfestur í Hæstarétti með skírskotun til forsendna hans, fyrst vísað til þess að dómstólar hefðu stjórnarskrárbundna skyldu til að skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda, sbr. 60. gr. stjskr. Einnig var vitnað til 61. gr. stjskr. sem kveður á um að í embættis- verkum sínum skuli dómendur einungis fara að lögum. Sagði að í því ákvæði 71 Rétt er að taka það fram að þessi texti er tekinn úr dómi héraðsdóms en ekki greinargerðinni sjálfri. Því sem næst sömu ummæli má finna í greinargerð Samkeppnisráðs í Landsímamálinu. 543
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.