Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 86

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 86
fælist bæði heimild og skylda dómenda til að túlka lög og meta það í hverju einstöku tilviki hvaða háttsemi fari í bága við lög og hvaða lögbundnu úrræðum skuli beita sé vikið af braut laganna. Þetta stjómskipulega hlutverk dómstóla yrði ekki aflagt með lögum. Síðan sagði að Samkeppnisstofnun og Sam- keppnisráð gegndu veigamiklu þjóðfélagslegu hlutverki. Löggjafinn hafi veitt þeim mikið vald til afskipta af atvinnustarfsemi og um leið mikla ábyrgð. Beiting valds sé vandmeðfarin og þess vegna veiti endurskoðunarvald dómstóla um alla þætti valdbeitingar þolanda hennar mikið öryggi og skapi um leið aðhald þeim sem valdið hafi. Dómurinn sagði að áfrýjunamefnd samkeppnismála þjónaði þessu aðhalds- markmiði að nokkru leyti og vísaði í því sambandi til 56. gr. samkeppnislaga. Leit dómurinn svo á að það ákvæði lyti ekki aðeins að ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar, heldur næði einnig til heimildar dómstóla til endurskoðunar á öllum atriðum sem áfrýjunamefndin hafi tekið afstöðu til og snúi að beitingu laga og lagatúlkun. Var svo vitnað til áðurrakinna ummæla úr greinargerð með frumvarpi til samkeppnislaga og síðan sagt: Það er álit dómsins, að endurskoðunarheimild hans gagnvart samkeppnisyfir- völdum, þar með taldri áfrýjunamefnd, nái til allra þeirra þátta, sem tekist er á um í þessu máli, þar með til mats á því, hvað sé samráð eða samstilltar aðgerðir sam- kvæmt 10. gr. samkeppnislaga. Ella væri það stjórnarskrárbundna eftirlits- og aðhaldshlutverk, sem dómstólum er ætlað að stjómskipunarlögum verulega skert. Eins og rakið var í kafla 4.3 hér að framan þá þarf dómstóll, svo að uppfylltar séu kröfur 6. gr. MSE, að vera bær til að endurskoða alla þætti málsins. Þurfa heimildir hans að taka jafnt til lagaatriða sem og staðreynda málsins og ekki má eftirláta stjórnvöldum matsvik. Ekki verður annað séð en endurskoðunarvald dómstóla á sektarákvörðunum Samkeppnisráðs eins og það birtist í þessum dómi fullnægi þeim kröfum sem mannréttindadómstóllinn hefur gert, og vísast um það sérstaklega til þeirra ummæla héraðsdóms sem hér voru rakin. Því má ekki gleyma að ekki er einungis gerð krafa til þess að fræðilega séu fyrir hendi heimildir til að endurskoða ákvörðun, heldur þarf því valdi einnig að vera beitt í sérhverju máli. Af athugun á dóminum sést að það skilyrði er uppfyllt í þessu máli, en öll atriði málsins voru tekin til sjálfstæðrar athugunar af héraðsdómi og Hæstarétti. Það er athyglisvert að líta aðeins nánar á rök Samkeppnisráðs fyrir mjög svo takmörkuðu endurskoðunarvaldi dómstóla í samkeppnismálum. Ljóst er að þau horfa fram hjá því að sektarákvarðanir ráðsins teljast til ásökunar um refsiverða háttsemi í skilningi 1. mgr. 6. gr. MSE. Hefði verið fallist á röksemdir Sam- keppnisráðs hefði umfang endurskoðunarvaldsins jafnvel verið takmarkaðra en talið var samkvæmt eldri viðhorfum í stjómsýslurétti.72 Einnig er mikilvægt að hafa í huga, að væri endurskoðunarvald dómstóla í samkeppnismálum eins 72 Ólafur Jóhannesson: Stjómarfarsréttur. Hlaðbúð. Reykjavík 1955, bls. 328-330. 544
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.