Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Síða 5

Ægir - 01.02.1996, Síða 5
Símakrókurinn skásti kosturinn en ekki stærsti vandinn Örn Pálsson framkvœmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Símakrókurinn er mun skárra kerfi og ódýrara en það gervihnattaeftirlit sem upp- haflega var reiknað meb að nota. Hitt er iliskiljanlegt af hverju mátti ekki láta til- kynningaskylduna sjá um þetta," sagbi Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við Ægi. Símakrókurinn, s: 904-1010, er tilkynn- ingakerfi Fiskistofu með því að króka- leyfisbátar í sóknardagakerfi fari eftir róðrar- dagakerfinu sem þeir sækja sjó eftir. Mikið hefur verið deilt um framkvæmd þessa máls og sérstaklega um hvað teljist heill róðrar- dagur. Krókakarlar vildu fá svigrúm til að hætta við róbur ef bilun kæmi upp eða veður breyttust og einnig vildu þeir miða róðrardag við brottför en ekki við miðnætti. Hvomgt var tekið til greina en þó er hægt að aflýsa róðri sé það gert innan tveggja tíma frá brottför. Hvert símtal kostar 39,90 kr. Sé hringt úr farsíma bætast við 15 kr. á hverja byrjaða mínútu og þá getur simtaliö kostað 55 krónur. Til 1. september mega krókaleyfisbátar í sóknardagakerfi róa í 47 daga sem þýðir rúmlega 5.100 króna kostnað við tilkynningar á tímabilinu sé alltaf hringt úr farsíma. FISKUR MÁNAÐARINS Fiskur mánaðarins er loðnan sem nú þéttist í torfum við suburströnd- ina. Loðnan (Mallotus villosus) eða loðsíli er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur. Hún hefur verið veidd við ísland frá 1963, nær eingöngu til bræbslu en hrogn í litlum mæli til manneldis. Stærri loðna en 20 cm er sjaldséð en loðnan er uppsjávarfiskur sem heldur sig lengst af úti í reginhafi í ætisleit en gengur upp á grunnsævi til að hrygna. Aðalloðnuver- tíðin stendur frá lok- um janúar tii loka april, einkum við austur- og suðurströnd- ina. Loðnan hrygnir oft nærri landi og er talið að hún drepist eftir hrygningu. Lobnan hrygnir 3-4 ára. Bæði loðnan og hrogn hennar eru mikilvæg fæða fyrir fjölda hvala, sela, fiska og fugla. Reiknað er meb að á loðnuvertíðinni 1995/96 veiði íslendingar 906 þús- und tonn. Heimild: Gwmar jónsson, íslenskir fiskar. PÓLSK ÚTGERÐ í VANDA Pólskir útgerðarmenn eru í miklum vanda um þessar mundir og virðist ekki annað en gjaldþrot blasa við stórum hluta útgerðarinnar. Kvótar sem pólskir togarar hafa haft aðgang að á rússneskum haf- svæðum, einkum í Okhotskhafi, eru í þann veginn að ganga til þurrðar. Pólsk yfirvöld hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá Rússa til þess að auka við kvótana en það hefur engan árangur borið. Ufsaveiðar á þessum slóðum og sala aflans í Vestur-Evrópu hefur fram til þessa stað- ið undir útgerð nokkurra tuga pólskra togara. Pólverjar gerðu nýlega samkomulag við Rússa um að hætta ufsaveiðum á alþjóðlegum haf- svæðum í Kyrrahafi eftir að settur var 75 þúsund tonna kvóti á svæðum þar sem pólski úthafsflotinn hafði áður veitt 260 þúsund tonn á ári. í staðinn áttu pólskir togarar að fá þjónustu í rússneskum höfnum og aukna þátttöku í vaxandi útgerðarverkefnum á Kamtsjatka. Þetta sam- komulag hefur ekki borið þann árangur sem vænst var til og vaxandi þrýstingur er á pólsku samninganefndina að ná samningum við Rússa um meiri kvóta. Ef samningar nást ekki segjast Pólverjar munu hefja ufsaveiðar aftur á alþjóðlega svæðinu hvað sem mótmælum Rússa líður. (World Fishing. janúar 1996) ÆGIR 5

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.