Ægir - 01.02.1996, Page 6
Enga „kortér í þrjú“ gæja
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna
hvetur menn til dáða
„Það er verið að ganga frá því um
þessar mundir á hvaða höfnum
Sæbjörg mun hafa viðdvöl í sum-
ar til námskeiðahalds. Það er
reiknað með sex höfnum svo ekki
fá allir heimsókn sem vilja. Ég vil
Um áramótin 1996/97 tekur gildi
breyting á lögum um lögskráningu sjó-
manna og verbur þá óheimilt aö lögskrá
sjómenn nema þeir hafi tekið þátt í ör-
yggisnámskeiði Slysavarnaskóla sjó-
manna í Sæbjörgu eða öðrum sambæri-
legum skólum. Upphaflega átti þessi
breyting að taka gildi um nýliöin ára-
mót en sýnt var að skipstjórnendur
svæfu á verðinum og ómögulegt yrði að
uppfylla ákvæði laganna í tíma.
Yfirmenn óttuðust réttindamissi
„Það vildu allir komast á námskeið
hvetja sjómenn til að skipuleggja
námskeiðshald ársins nú þegar.
Við viljum enga „kortér í þrjú“
gæja,“ sagði Hilmar Snorrason
skólastjóri í Slysavarnaskóla sjó-
manna.
milli jóla og nýjárs," sagði Hilmar. „Við
hefðum getab haldið 10 til 15 námskeið
á þessum fáu dögum en það gekk auö-
vitað ekki upp. Þetta var með öðru,
ástæða þess ab Alþingi ákvab ab fresta
gildistöku laganna."
Námskeiðin taka fjóra daga en einnig
eru í boði fimm daga námskeið sem ætl-
uð eru nemendum sjómannaskóla en
starfandi sjómenn sitja oft slík nám-
skeið með nemendunum.
„Það varð nokkur kurr vegna þessara
laga því yfirmenn virtust óttast að með
þeim væri verið ab taka af þeim tiltekin
atvinnuréttindi en það er misskilning-
ur. Þab er hins vegar veriö ab setja
mönnum ákveðin skilyrði fyrir því að
nýta starfsréttindi sín hér á iandi."
Eins og er gilda námskeiðin í ótak-
markaðan tíma en Hilmar telur rökrétt
framhald að setja á þau tímamörk til þess
að tryggja að sjómenn endurnýi þessa
kunnáttu sína á nokkurra ára fresti.
Slakinn er talsverður
En vita menn hve marga sjómenn
vantar öryggisfræðslu? Er mikill slaki
sem verður að draga inn á þessu ári?
„Það er erfitt að segja til um það. Mér
finnst slakinn vera talsverður miðað við
það sem ég heyri menn tala um. Hér
hafa farið í gegn rúmlega 10 þúsund
nemendur á þeim 10 árum sem skólinn
hefur starfað. Sumir hafa komið oftar en
einu sinni og svo er talsverö endurnýj-
un í hópi sjómanna svo þær tölur gefa
frekar ótrygga vísbendingu um þann
fjölda sem enn á námskeiði ólokið."
Hilmar telur að vísbending um árang-
ur starfs Slysavarnaskólans felist í tölum
um fjölda tilkynntra slysa meðal sjó-
manna en þab er eini mælikvarðinn
sem hægt er að styöjast við.
„Það voru tilkynnt 459 slys á sjó-
mönnum til Tryggingastofnunar á ár-
inu 1995. Það er auðvitað alltof há slysa-
tíðni og há miðað við þau lönd sem við
miöum okkur við. En þab er huggun
harmi gegn ab slysin eru færri en árið
áður og slysatíðni meðal sjómanna hef-
ur fariö lækkandi undanfarin þrjú ár
sem vib teljum sýna ab starf okkar sé að
bera árangur.
Það er hins vegar þjóðarheill að slys-
um fækki á sjó og þar sem stjórnvöld
greiða niður þessa fræbslu er ekki
ósanngjarnt að sjómenn séu skyldaðir
til þess að afla sér þekkingar í öryggis-
málum." □
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna segir nauðsynlegt að tryggja sér
pláss á öryggisnámskeiði sem fyrst.
6 ÆGIR