Ægir - 01.02.1996, Side 13
1 dollar til þess að við gætum siglt hon-
um niðureftir. Þetta gekk allt vel en þegar
skipið kom til Perú þá sagði ég við kall-
inn að nú ætlaði ég að græða 100% og
seldi honum skipið aftur á 2 dollara.
Þetta voru stórskemmtileg viðskipti og
þeir hafa mikið skipt við okkur síðan."
Björgvin segist vera í samstarfi við
kollega sína í nokkrum öðrum löndum
og þeir skiptist á upplýsingum og hafi
með sér samstarf en þess utan sé hann
með um það bil 300 viðskiptavini á
skrá. Yfirleitt er reynt að fá aðila til þess
að nálgast hvor annan og helst að fá
skriflegar yfirlýsingar um vilja til við-
skipta frá báðum aðilum áður en menn
fara að skoða skipin. Einnig tíðkast að
kaupendur greiði 10% inná til þess að
tryggja viðskiptin.
„Þetta er til þess að foröast að selj-
endur kippi að sér hendinni á síðustu
stundu því oft eru menn aðeins að
kanna markaðsverðmæti skipa sinna og
ætla ekkert að selja. Þetta reynum við að
forðast með því að hafa helst enga milli-
rússnesku farþegaskipi sem liggur í Istan-
búl í Tyrklandi.
Leitað að rækjuskipum
En aö hverju eru íslenskir útgerðar-
menn helst að leita um þessar mundir?
„Það eru nokkrir útgeröarmenn að
leita að 35-40 metra löngum skipum
sem gætu hentað til rækjuveiða. Það er
ekki mikið í boði á verði sem markaður-
inn ræður við. Það er of mikið að kaupa
svona skip 10-15 ára görnul á 200 millj-
ónir.
Stærri togarar eru einfaldlega ekki í
boði en menn eru alltaf til í að skoða ef
sæmileg skip bjóðast. Verðiö er hátt á
notuðum skipum og fer hækkandi því
sjávarútvegur er víða í uppsveiflu."
Við fjármögnum endurnýjun
nótaveiðiskipa Skotanna
„Það er alltaf verið að leita að notuð-
um nótaskipum en þau eru varla í boði.
Þessi skip sem menn hafa verið að kaupa
héðan frá Skotlandi hafa verið alltof dýr.
„Að kaupa skip sem er smíðað í Rúss-
landi, allt á rússnesku, engir varahlutir
og enginn Rússi sem fylgir með, það er
ekki sniðugt svo menn hafa dálítið leigt
þessi skip með fullri áhöfn. Þau eru víða
og skip eins og þau sem lágu í Hafnar-
firði í allt sumar eru nokkuð í umferð.
Þetta eru skip sem seljast á 2-3 milljónir
dollara."
Björgvin er mjög ósáttur við þær úr-
eldingarreglur sem Þróunarsjóðurinn
hefur unnið eftir sem hann segir að hafi
orðið til þess að of ný skip voru seld úr
landi og því vanti skip í flotann. Þetta
birtist í því að ný skip sem voru seld úr
landi geta komið inn aftur ef leyfi fæst
því eftirspurn er fyrir hendi.
„Við seldum Hálfdán í Búð ÍS til Nýja-
Sjálands. Nú er hann til sölu aftur og við
erum að skoða málið fyrir íslenskan
kaupanda og höfum gert tilboð háð því
að leyfi fáist til að flytja skipið inn aftur.
Þetta finnst mér hálfgerð öfugþróun því
þetta skip hefði aldrei átt að fara úr
landi."
Björg\’in Ólafsson skipasali segir að eftirspum sé meiri en framboð á góðum notuðum skipum. Hann gagnrýnir stefnu stjórnvalda varð-
andi lireldingu fiskiskipafiotans sem hann segir m.a. ieiða til þess að við séum að kaupa nótaveiðiskip frá Skotlandi of dýru verði.
liði milli okkar og kúnnana. Þab er mik-
ilvægt að vera í beinu sambandi."
Þessu starfi fylgja mikil ferðalög vítt
og breitt um heiminn, oft með stuttum
fyrirvara. Stundum er hringt um miðja
nótt og skipasalinn þarf ab vera mættur
á tilteknum stab daginn eftir. Björgvin
hefur því farið víða í tengslum við starfið
og er nú t.d. að reyna að koma á sölu á
Þau voru ekki til sölu nema á því verbi
sem seljandi vildi fá. Okkar úreldingar-
reglur eru aftan úr fornöld og þess vegna
erum vib í rauninni að fjármagna endur-
nýjun hjá þessum nágrönnum okkar."
Margir hafa rennt hýru auga til Rúss-
lands þar sem mörg fiskiskip eru föl en
Björgvin segir ab því fylgi mörg vanda-
mál og menn séu ragir við að kaupa.
En þurfa skipasalar að vera góðir sölu-
menn eða selja góð skip sig sjálf?
„Góður sölumaður er sá sem segir
alitaf sannleikann. Þú platar ekki skipum
inn á menn. Það er hörð alþjóðleg sam-
keppni í þessum bransa og við erum í
viðskiptum við sömu aðila hvað eftir
annað, ár eftir ár. Þetta er því aðeins
hægt að menn séu heiðarlegir." □
ægir 13