Ægir - 01.02.1996, Síða 14
Oldungar í hvíldarstöðu:
Hvalbátarnir vinsælustu fyrirsætur vid höfnina
„Það er engin spurning að þessir bát-
ar eru vinsælustu fyrirsæturnar við
höfnina. Hingað koma rútur hlaðnar
af túristum og á gagngert að sýna
þeim hvalbátana enda eru þetta
sennilega að verða með sjaldgæfari
skipum," sagði Rafn Magnússon
kennari og vélstjóri í samtali við Ægi.
Rafn hefur veriö vélstjóri hjá Hval hf.
óslitið frá árinu 1954 og hans embætti nú
er að hafa umsjón meb hvalbátunum
fjórum sem liggja í Reykjavíkurhöfn og
bíða þess að hvalveiöar verði leyfðar á ný.
Þar hafa þeir legið síðan 1989, þegar vís-
indaveiðar á hvölum voru aflagöar, og em
að verða fastur hluti af landslagi hafnar-
innar. Tveir þeirra eru í topplagi en tveir
lentu á hafsbotni 1986 þegar skemmdar-
verkamenn frá umhverfisverndarsamtök-
unum Sea Shepherd sökktu þeim í höfn-
inni. í jreim er vélbúnaður allur í lagi en
innréttingar skemmdust töluvert við
óhappið og þyrfti að endurnýja þær ef
gera ætti skipin út.
„Ef til þess kæmi þá gætum við sett
Hval 8 og Hval 9 í gang og þeir gætu siglt
til veiöa meb skömmum fyrirvara," sagði
Rafn sem var vélstjóri um borð frá 1954
til 1971 þegar hann fór í land til starfa í
hvalstöðinni. Fyrirrennarar núverandi
báta voru byggöir milli 1925 og 1935.
„Ég var á Hval 2 og síðan á Hval 7.
Þetta þótti ágætt starf en ég var nýútskrif-
aður og ekki vanur sjómennsku. Mér lík-
aöi þetta afskaplega vel," segir Rafn.
Síðustu gufubátarnir
Elsti báturinn er Hvalur 7 sem er smíð-
aður 1945 í Middlesborough í Bretlandi
en systurskip hans Hvalur 6 er módel
1946. Hinir tveir eru norsk smíði frá 1948
og 1952. Allir hvalbátarnir em með gufu-
vélum, einu íslensku skipin sem enn em á
skrá með gufuvél, en í fiskiskipum sáust
þær síðast í nokkrum nýsköpunartogar-
anna. Vélarnar eru 1800 til 2100 hestöfl
og voru lengi eini orkugjafinn um borð
en skömmu eftir 1980 voru settar dísil-
knúnar ljósavélar um borð. Síðast var
hvalbátunum siglt 1990 þegar þeir fóru til
Rafn Magnússon vélstjórí lítur eftir hval-
bátunum og segir aö tveir þeirra geti halclið
til veiða með skömmum fyrirvara. Hann
var sjálfiir vélstjóri á hvalveiðum í 17 ár.
Vestmannaeyja í sandblástur á skrokk og
yfirhalningu. Nú eru þeir tengdir við raf-
magn og hita úr landi og aöalvélar aldrei
settar í gang.
„Ég hef þá reglu að á tveggja mánaða
fresti set ég ljósavélamar í gagn og sný að-
alvélunum með rafmagni. Ég gæti auövit-
að sett þær í gang en það er óþarfi."
Yfir veturinn kemur Rafn með reglu-
legu millibili um borð og iítur eftir að allt
sé í lagi en yfir sumarið dyttar hann að
ýmsu sem aflaga vill fara, smyr og blettar.
En hverjir eru helstu kostir gufuvéla séu
þær bornar saman við dísilvélar?
Þurfti ekki heyrnarhlífar
„Ég veit nú ekki hve hagstæöur saman-
burðurinn er. Þessar vélar nýta kraftinn
frekar illa út í skrúfu og em mun dýrari í
rekstri en dísilvélarnar. Þær nota svartolíu
til að kynda katlana sem framleiða guf-
una. Stærsti kosturinn er auðvitað gagn-
vart áhöfninni því þessar vélar em afskap-
lega þýðar og hljóðlátar. Þær snúast mest
150 snúninga og þetta er afar þægilegt.
Maður var yfirleitt ekki með heyrnarhlífar
í vélarrúminu heldur hafði útvarpið í
gangi."
Gufan var ekki bara notuð til að snúa
skrúfunni heldur einnig til þess að knýja
stýrisvél og snúa rafölum og sjá skipinu
fyrir orku. Það er kúnstugt að koma aftur í
stýrisvélarrúmið og sjá stórkarlalega
gufuknúða stýrisvél sem þar er enn, en
við hlið hennar nútíminn í líki vökva-
knúinnar stýrisvélar sem tekur 10 sinnum
minna pláss. Keyrsla á gufuvél lýtur sér-
stökum lögmálum sem Rafn kann upp á
sína tíu fingur og tilheyrir þannig hópi
fárra vélstjóra núorðið sem hafa reynslu
af slíku.
Þar sem hvalbátarnir eru einu gufu-
skipin sem enn em eftir í gangi og á skrá
koma þeir að gagni við kennslu í Vélskól-
anum en þegar verið er að kenna nem-
endum undirstöðuatriðin í katlafræði fer
Rafn yfirleitt með hópinn um borð ásamt
viðkomandi kennara og sýnir þeim
hvernig raunverulegt gufuvélarúm lítur
út. Fátt er kennt um sjálfa gufuvélafræð-
ina í skólanum enda þess ekki talin þörf.
3 tonn af vatni á dag
Hvalbátarnir gátu gengið mest 15 míl-
ur og gufuvélamar notuðu um 3 tonn af
vatni á dag og gat hvert skip veriö úti í
allt að 20 daga ef því var að skipta. Mjög
sjaldan reyndi á svo langar útivistir því
skylt var hvalskutlurum að koma með
hvalinn að landi eigi síðar en 26 tímum
eftir að hann var skotinn. Hvalirnir vom
dregnir á síðunum og gat báturinn verið
með allt að fjóra á hvorri síðu eöa átta alls
1 4 ÆGIR