Ægir - 01.02.1996, Síða 15
Hvalbátamir fjórir eru einu gufuskipin á íslenskri skipaskrá og eru að verða safngripir í
fleiri en einum skilningi.
en það reyndi lítið á það þar sem ekki var
leyft að taka nema þrjá hvali, tvær lang-
reyðar og eina sandreyði, í hverjum túr.
Veiðarnar fóru þannig fram í stórum
dráttum að lónað var á miðunum og
skyggnst eftir hvölum. Fjórir hásetar
skiptust á um að standa í tunnunni og
rýna út yfir hafið en tveir yfirmenn og
einn háseti stóbu á opnum stjórnpalli á
brúarþaki og skyggndu hafflötinn. Ekki
var leitað með bergmálstækjum því hval-
urinn vildi fælast þegar hann varð var við
hljóðbylgjurnar og voru slík tæki tekin úr
hvalbátunum og sett í land. Þó var sagt
að veiðimenn í Suöurhöfum notuðu
hljóðbylgjur til þess að fæla hvalinn og
sigla hann svo uppi þegar hann lagöi á
flótta en það var ekki tíðkað á íslandi.
Þokan var verst
Þegar hvalur hafði verið skutlaður gat
tekið nokkurn tíma að draga hann að síð-
unni og koma honum fyrir svo hægt
væri að sigla í land. Hvalurinn drapst yf-
irleitt strax en dauður hvalur er þungur
og stundum höfbu farið út meira en 200
faðmar af vír. Til þess að draga úr rykkj-
um og átökum á hvalskutulinn var vír-
inn úr honum tengdur við langt gorma-
kerfi sem nábi langt niður í iður skipsins
og tók slinkinn af þegar aldan lyfti skip-
inu en undiraldan getur lyft skipi 5-8
metra. Hægt var að eiga við veiöarnar þó
einhver kaldi væri en hvalbátarnir eru
mjög djúpristir og fara því vel í sjó. Verst
var ef hann lagðist að með þoku. Þá gat
þurft að dóla á miöum marga daga og
láta reka meðan beðið var færis á hval.
Eins og gefur ab skilja er lítið sem ekk-
ert lestarrými á svona skipi því veiðin
kemur aldrei um borð. Lestarrýmið er því
aðeins fyrir vinnuaðstöbu og geymslur.
íbúðirnar eru vistlegar og ekki eins og
maður gæti búist við um borö í fimmtugu
skipi, enda hafa innréttingar verið endur-
nýjabar. Fornfáleg stigahandrið lúð af
höndum kynslóða hvalfangara er það eina
sem minnir á háan aldur skipsins. Það er
frekar fátt af tækjum í brúnni miðaö vib
nútíma fiskiskip enda aðeins þörf á stab-
setningartækjum þar sem augun eru hin
eiginlegu fiskileitartæki á hvalveibum.
Með kældan sjó í æðum
Þegar gengið er um vélarúmið bendir
Rafn á frystipressu sem gegndi nokkuð
sérstöku hlutverki við hvalveiðarnar. Þeg-
ar hvalur var kominn á síbuna var skorið
á stóra æð við sporðinn og slanga tengd
við æðakerfið og kældum sjó dælt um
æbar hvalsins til þess að halda kjötinu
fersku þangað til komiö var í land. Lík-
amshiti hvala er um 37 gráður og áður en
þessi vinnubrögð voru tekin upp var iðu-
lega fullur hiti inn vib hrygg hvalsins þeg-
ar komið var meb hann að landi eftir sól-
arhring eba meira. Þetta mun hafa verið
séríslensk aðferð við kælingu á nýskutluð-
um hval.
Meðan tíminn líður og þingmenn ráða
ráðum sínum um framhald hvalveiða
bíba þolinmóðir öldungar við bryggjuna.
En geta þeir beðið lengi?
„Ég skal ekkert um það segja," segir
Rafn. „í dag erum við tilbúnir, hvað sem
verður á morgun." □
Vel sóttur fundur Fiskifélags íslands
Fiskifélag íslands boðaði til fundar um
ástand þorskstofnsins á Hótel Sögu 12.
febrúar og var fundurinn mjög vel sóttur.
Framsögu hafði Gunnar Stefánsson
tölfræðingur Hafrannsóknastofnunar en
auk hans tóku bæði Jakob Jakobsson
og Ólafur Karvel Pálsson til máls fyrir
hönd Hafró. Fundarstjóri var Einar K.
Guðfinnsson formaður Fiskifélagsins.
Fjölmargir fulltrúar sjómanna, hags-
munasamtaka og ýmsir áhugamenn um
sjávarútveg sátu fundinn og beindu fjölda
fyrirspurna til framsögumanna og skipt-
ust á skoðunum.
Fram kom á fundinum að Hafró
hyggst færa út kvíarnar í rannsóknum
á miðunum og koma á nokkurskonar
bátaralli sem færi fram með neta-
veiðum á hrygningarslóð í samvinnu við
netabáta auk togararallsins sem mikið
var rætt á fundinum.
Hart var sótt að forsvarsmönnum
Hafró en þeir kváðust engin merki sjá
um að hægt að væri að leyfa auknar
þorskveiðar á þessu ári, þrátt fyrir
staðhæfingar sjómanna um aukna
þorskgengd.
ægir 1 5