Ægir - 01.02.1996, Side 17
Skýr krafa um opinbert eftirlit
Ymsir hafa orðiö til þess að gagnrýna
það verklag sem var viðhaft þegar þessar
breytingar voru gerðar. Þórður Ásgeirs-
son fiskistofustjóri sagði í viðtali við Ægi
í nóvember 1994:
„Þetta var satt ab segja ekkert undir-
búið ... Löggjafinn ætlaðist til þess að
töfrasprota yrði veifað yfir heila atvinnu-
grein og nýjar reglur tóku gildi án nokk-
urs aðlögunartíma."
Síðar í sama viðtali fjallar Þórður um
vankanta núverandi kerfis og segir:
„í vibræðum vib ESB og Bandaríkja-
menn um gagnkvæma viðurkenningu
gæðaeftirlits hefur komið fram skýr krafa
um öflugt opinbert eftirlit. Menn viður-
kenna að sjálfstæðar skoðunarstofur geti
unnið verk sín vel en treysta þeim ekki
fullkomlega. Það sem menn setja spurn-
ingarmerki við eru náin tengsl skoðun-
arstofanna við stærstu fyrirtækin í fisk-
iðnaði."
Mikið eftirlit en lítil samræming
Sturlaugur Daðason forstöðumaður
Sturlaugur Daða-
son forstjóri skoð-
unarstofu SH segir
það kröfu inarkað-
arins að opinbert
eftirlit sé fyrir
hendi.
skoðunarstofu Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna sagði í samtali við Ægi að
það væri skýr krafa stærstu viðskipta-
landa að einhvers konar opinbert eftirlit
bæri lokaábyrgðina.
„Hitt er svo annað mál að það þarf að
skilgreina betur bæði hér og í Evrópu
hvar innra eftirlit fyrirtækjanna endar og
hið opinbera eftirlit tekur við.
Hér er þetta í raun alveg skýrt, að
Fiskistofa og sjávarútvegsráðuneytið bera
endanlega ábyrgð á eftirlitinu, en skýrari
skilgreininga er þörf."
Sturlaugur sagði að viðskiptamenn SH
kvörtuðu mikið undan of miklu eftirliti
og lítilli samræmingu í því, þ.e. ólíkir eft-
irlitsaðilar væru að skoða sömu hlutina.
„Mér finnst líklegt að fela megi skoð-
unarstofunum stærra hlutverk en þær
hafa haft til þessa."
Fiskistofa lítur eftir starfsemi skoðun-
arstofa með tvennum hætti. Annars veg-
ar fara eftirlitsmenn Fiskistofu í einstök
fyrirtæki og gera úttekt sem þeir bera síð-
an saman við úttekt skoðunarstofunnar
á sama fyrirtæki. Hins vegar kanna þeir
skoðunarstofurnar sjálfar og athuga
hvort færslur þeirra séu í samræmi við
laganna skikk.
Það er ekki aðeins að öllum fisk-
vinnslu- og matvælafyrirtækjum sé skylt
að hafa samning við skoðunarstofur
heldur falla öll skip og bátar sem veiði-
leyfi hafa undir lögin um meðferð sjáv-
arafurða og eftirlit með þeim, allt frá
smæstu trillum upp í stærstu vinnslu-
skip.
Ljóst er að það risavaxna verkefni að
breyta eftirlitsmálum sjávarútvegsins
hefur tekist að mörgu leyti snurðulítiö.
Óskum útgerð
og áhöfn
innilega
til hamingju
með skipið.
Aðalvél skipsins
er frá DEUTZ
MWM
gerð SBV 12M
628
NllkYNI
VELSMIÐJA
5^
LANGHOLTSVEGI 109, POSTHOLF 4207, 124 REYKJAVIK
SÍMI 588 9325, FAX 588 9318
ÆGIR 1 7