Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1996, Page 21

Ægir - 01.02.1996, Page 21
Jóhannes Sævar Jóhannesson Falskt öryggi verra en ekkert Jóhannes Sævar Jóhannesson er fyrrverandi slökkviliðsmaður sem 1985 stofnaði fyrirtækið Prófun hf. til þess að hafa eftirlit með og yfir- fara reykköfunartæki sem lögum samkvæmt skulu vera um borð í öllum fiskiskipum. Frá 1990 hefur hann starfað við það eingöngu að líta eftir reykköfunartækjum auk þess sem Prófun sér um að fylla á öll lofthylki sem blása upp gúmmíbjörgunarbáta í íslenskum skipum en fyrirtæki Jóhannesar ræður eitt yfir sjálfvirkum áfyllingarbúnaði til þess. Vegna starfa sinna að þessum málum hefur Jóhannes þurft að hafa mikil sam- skipti við ríkisstofnanir á borð við Siglingamálastofnun og Brunamála- stofnun. Jóhannes er óragur við að gagnrýna þessar stofnanir sem hann telur langt frá því að vera starfi sínu vaxnar. Jóhannes lýsti fyrir Ægi ýmsu sem á fjörur hans hefur rekið í starfinu og verður fyrst fyrir að gagnrýna reglugerð um reykköfunartæki og eldvarnir í fiskiskipum. „Kjarni málsins er sá að það er alvarleg villa í reglugerðinni sem var fyrst gefin út í júní 1983. Þar stendur að maður með reykköfunartæki þurfi að nota 30 lítra af lofti á mínútu. í fyrstu útgáfunni var reyndar sagt 30 lítra á klukkustund. Þetta hefur aldrei fengist almennilega leiðrétt en hið rétta er að mínu viti að miða við 40.4 lítra af lofti á mínútu og það er viðmiöun- artalan um allan heim. Þannig skapar reglugerðin í raun falskt öryggi því loftkút- arnir endast fyrir vikib 40 mínútur en ekki 60 eins og menn gætu haldið miðað við þessa loftnotkun," sagbi Jóhannes í sam- tali vib Ægi. í reglugerðum sem samgöngu- og fé- lagsmálaráðuneyti gáfu út 1984 er kveðið á um eftirlit með reykköfunarbúnaði og ýmsum eldvarnabúnaði og þar er ákvæði um ab óhábar skoðunarstofur sem taki út slíkan búnað annað hvert ár, bæbi um borb í skipum og hjá slökkviliðum. Þessi lagaákvæði urðu til þess meðal annars að Jóhannes fór að huga að stofnun fyrirtæk- isins á sínum tíma og fór að sækja nám- skeið í prófun og stillingu hjá hinum ýmsu framleiðendum og jafnframt að koma sér upp tækjabúnaði til prófunarinn- ar. ægir 21

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.