Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 29
mælingarinnar illa að ekki sé talað um aflagögn. Svo vel vill til að um árabil hefur verið safnað miklum ýsugögnum á grunn- sævi við suöurströndina í leiðöngrum sem farnir eru tvisvar á ári á togbátum frá Vestmannaeyjum (oft nefndir Álseyjarleið- angrar). Þegar vöxtur ýsu fyrir suðurströndinni (í þessum gögn- um) er skoðaður eftir svæðum kemur margt fróðlegt fram. Svæð- ið frá Þorlákshöfn austur fyrir Ingólfshöfða innan fjögurra sjó- mílna hefur árlega verið kannað sumar og haust (mynd 2). Ekki hafa verið gerðar sjávarhitamæiingar svo neinu nemi í þessum leiðöngrum en ætla má að sjávarhiti sé ekki ýkja breytilegur fyr- ir þessari opnu og beinu strönd sem veit beint mót suðlægum hafstraumum. í ljós kemur hins vegar að mjög mikill munur getur verið í meðallengd aldurshópa ýsu á milli svæða fyrir suð- urströndinni. Lélegastur er vöxturinn nær alltaf í Fjömnni (Vest- mannaeyjar-Þorlákshöfn) og Meðallandsbugt (Alviðra-Ingólfs- höfði) en að jafnaði bestur á Víkinni (Holtshraun-Alviðra) og síðan við Ingólfshöfða (Ingólfshöfði-Hrollaugseyjar). Þessi mun- ur kemur skýrast fram í gögnum úr sumarleiðöngrum. Gögn frá 1994 sýna stigvaxandi vöxt (2-5 ára ýsu) eftir svæðaröðinni: Fjaran, Meðaliandsbugt, Eyjar, Ingólfshöfði, Víkin. Ef sömu svæðum er raðað hliðstætt upp þrjú ár aftur í tímann (frá 1993 og 1992) má greina tilhneigingu til sama mynsturs þótt ekki sé það eins greinilegt (mynd 8). Hafa verður í huga að hér er um aldurslesin kvarnasýni að ræða þar sem of fá sýni úr aldurshóp geta gefið villandi upplýsingar um meðallengd sökum breiddar- innar sem ætíð er í meðallengd hvers hóps. Niðurstaðan er samt sú að mjög mismunandi vöxtur sé á milli svæða við suður- ströndina og svo hafi verið um að minnsta kosti nokkurra ára bil. Ef mismunandi hitastigi er lítt um að kenna hlýtur athyglin aftur að beinast að mismunandi fæðuframboði (og kynþroska) sem orsakavaldi mismunandi vaxtarhraða eftir svæðum. Er ýsan tiltölulega staðbundin? Annan athyglisverðan lærdóm virðist mega draga af mynd 8. Sé það rétt að vöxturinn sé svo misjafn eftir svæðum er Ijóst að ýsan á þessum sömu svæðum er næsta staðbundin. Sú staðreynd að áðurnefnt mynstur mismunandi vaxtar eftir svæðum kemur síður fram í haustsýnum og hitt að mikill munur getur verið á 1994 6. wynd. Meðallengd (cm) ýsu í ralli 1994 og 1989 á 6 svœðum umhverfis landið. aflabrögðum í haust- og sumarleiööngurm sýnir að ýsan færi sig vissulega til (til eins og sjómenn þekkja). Þessar göngur em þá líkast til mest að og frá landi frekar en meðfram landi. Allar slík- ar göngur milli svæða myndu gera mismunandi vöxt innan svæða lítt sjáanlegan. Hraðvaxta fiskur fjær landi? Á mynd 7 um vöxt 4 ára ýsu (1994) virðist svo sem meðal- lengd eftir aldri sé meiri þegar fjær dregur landinu. Tvær athug- 7. mynd. Dreifing lengdarhópa (cm) 4 ára ýsu á svceðakafla umhverfis landið, rall 1994 (til vinstri) og 1989. ÆGIR 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.