Ægir - 01.02.1996, Síða 34
Skipið hét upphaflega Júní GK 345 og er smíðað árið 1973 hjá skipasmíða-
stöðinni Astilleros Luzuriga í Pasajes á Spáni, smíðanúmer 112 hjá stöðinni.
Skipið er í hópi sex systurskipa sem smíðuð voru hjá stöðinni fyrir íslendinga á
árunum 1972-1975. Skipin voru þessi í tímaröð: Bjarni Benediktsson RE 210
(1270), nú Mánaberg ÓF 42, í desember 1972; Júní GK 345 (1308), nú Venus
HF 519, í maí 1993; Snorri Sturluson RE 219 (1328), í september 1973; Ingólf-
ur Arnarson RE 201 (1345), nú Freri RE 73, í desember 1973; Kaldbakur EA
301 (1395) í október 1974; og Harðbakur EA 303 (1412) í febrúar 1975.
Skipið var upphaflega í eigu Utgerðarfélagsins Júní STA., Hafnarfirði, en
gert út af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. í júlí 1985 eignast Hvalur h.f. skipið og
lætur breyta því í frystiskip. Þeirri breytingu lýkur í nóvember 1986 og fær skip-
ið þá nafnið Venus HF 519.
Breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu eru þessar helstar: Árið
1980 er skipt um aðalvélarbúnað og sett ein 3200 ha Mak aðalvél í stað
tveggja 1410 hestafla Man með Brevo gír fyrir tvær vélar; settur í skipið skrúfu-
hringur árið 1984; og árið 1986 er settur í skipið vinnslubúnaður, ný brú og
íbúðum breytt, svo og nýr vindubúnaður o.fl.
raflagnir í íbúðum, vinnslurými og ýmsum
rýmum voru endurnýjaðar.
Annar búnaöur: í skipið var sett fersk-
vatnsframleiðslutæki frá Gefico af gerð
AQ-12/16, afköst 12 tonn á sólarhring
svo og austurskilja af gerð Facet CPS5BV
og tankmælikerfi af gerð Hex PH 800.
íbúðir
Allt íbúðarými var endurinnréttað eft-
ir frárif, en það er á þremur hæðum, þ.e.
á neðra þilfari, efra þilfari og bakkaþil-
fari, samtals um 400 m2 brúttó. Fyrir-
komulagi íbúða var breytt. A neðra þil-
fari var komið fyrir eldhúsi, borðsal,
setustofu, matvælageymslum, þremur
svefnklefum, líkamsræktaraðstöðu, hlífð-
arfatageymslu og snyrtingu. Á efra þilfari
var komið fyrir tíu svefnklefum, tveimur
sjúkraklefum og fjómm snyrtiklefum. Á
bakkaþilfari var komið fyrir íbúð skip-
stjóra, sem skiptist í svefnklefa, setustofu
og snyrtingu, klefa yfirvélstjóra með sér-
snyrtingu, fjórum eins manns kiefum
fyrir yfirmenn og tveimur snyrtiklefum,
auk loftræstingarklefa. Nýtt loftræstikerfi
fyrir íbúðir er frá Novenco HiPress.
(
Vinnslurými, lestarbúnaður
Frágangur vinnslurýmis: Vinnslurýmið
lengdist sem nam lengingu skips og var
það allt einangrað og klætt að nýju og
lagnir og kaplar endurnýjað. Loft er
klætt með epoxyhúðuðum krossviði en
síður með ryðfríu stáli, og á gólf er lagt
Urethanquarts.
MKGþilfarskrani*AQUAMARferskvatnseimari
RwYNN?úðuþurrl<ui5 PESMI .^dælui^^^l
34 ÆGIR