Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 44
Á niðurfærslugír er aflúttak sem við tengist riðstraumsrafall
frá Stamford af gerð MSC 734B, afköst 744 kW (930 KVA),
3(380 V, 50Hz.
Hjálparvélar eru tvær frá Mitsubishi með Stamford rið-
straumsrafölum. Vélarnar eru af gerð S6NMP TAIC, 418 kW
(568 hö) við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr 384 KW (480 KVA),
3 x 380 V, 50 Hz rafal.
Stýrisbúnaður: Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Ten-
fjord af gerð 4M 140.
Vélakerfi dieselvéla: Fyrir brennsluolíu- og smurolíukerfið
eru tvær skilvindur frá Westfalia af gerð OTB 2-00-066. Ræsi-
loftþjöppur eru tvær frá Espholin af gerð H-2S, afköst 11.1
m3/klst við 30 bar þrýsting hvor. Fyrir vélarúm og loftnotkun
véla er einn rafdrifinn 2ja hraða blásari, afköst tvöföld loft-
notkun véla.
Rafkerfi: Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mót-
ora og stærri notendur og 220 V riðstraumur til ljósa og al-
mennra nota í íbúðum. Hjálparvélarafalar eru með sam-
keyrslubúnaði. í skipinu er 40 KVA, 380 V landtenging.
Ýmis skipskerfi: Skipið er búið ferskvatnsframleiðslutæki frá
Alfa Laval, afköst 3 tonn á sólarhring. Fyrir geyma er tank-
mælikerfi frá Ulstein Peilo A/S, gerð Soundfast 831-202/105.
Austurskilja er frá Heli-sep, gerð 500, afköst 0.5 tonn á klst.
Fyrir véiarúm er Halon 1301 slökkvikerfi.
Kerfi fyrir vistarverur: íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðv-
arofnum sem fá varma frá kælivatni aðalvélar um varmaskipti
og rafelement til vara. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum
blásurum, blástur inn og sogblásarar fyrir eldhús og snyrti-
klefa. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi frá Bryne
Mek Verksted með 250 1 kút. Fyrir salerni er sérstakt vakúm-
kerfi frá Evak.
Vökvaþrýstikerfi: Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er vökva-
þrýstikerfi (lágþrýstikerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er
um að ræða fjórar rafdrifnar snigildælur (Allweiler), 1450
sn/mín, knúnar af Nebb rafmótorum, sem eru: Tvær SNS
1300, knúnar af 90 kW rafmótorum, tvær SNS 940, knúnar
af 65 kW rafmótorum. Fyrir ísgálga, lúgur, búnað á vinnslu-
þilfari o.fl. eru rafdrifin vökvaþrýstikerfi (háþrýstikerfi). Stýr-
isvél er búin tveimur rafdrifnum dælum.
Kœlikerfi (frystikerfi): Fyrir frystitæki og frystilestar er kæli-
kerfi (frystikerfi) frá Sabroe með Freon 22 kælimiðli. Kæli-
þjöppur eru þrjár: Ein Sabroe SAB 128 H-F, knúin af 84 kW raf-
mótor, kæliafköst 106600 kcal/klst við -35°C/+20°C, ein Bitzer
OSN 7461 K, kæliafköst 53750 kcal/klst við -35°C/ +30°C, og
ein Bitzer OST 7061, kæliafköst 53750 kcal/klst við -
35°C/+30°C. Fyrir matvælageymslur er Bock kæliþjappa.
íbúðir
Almeimt: Ibúðir eru samtals fyrir 19 menn í átta 2ja manna
klefum og þremur eins manns klefum. íbúðir eru á þremur
hæðum framskips, þ.e. á neðra þilfari, efra þilfari í aðskildum
þilfarshúsum, og á bakkaþilfari.
Neðra þilfar: í íbúðarými á neðra þilfari eru fremst tveir
tveggja manna klefar, en b.b.-megin er hlífðarfata- og þvotta-
herbergi með tveimur snyrtiklefum (salerni og sturtu).
Efra þilfar: í s.b.-þilfarshúsi eru þrír tveggja manna klefar,
og snyrting með salerni og sturtu. í b.b.-þilfarshúsi er fremst
matvælageymsla, þá selernisklefi, en þar fyrir aftan borðsalur
og setustofa (samtengt), eldhús og aftast matvælageymslur
(kælir og frystir).
Bakkaþilfar: í íbúðarými á bakkaþilfari eru þrír eins manns
klefar búnir sérsnyrtingu fyrir yfirmenn (skipstjóri, yfirvél-
stjóri og 1. stýrimaöur), og þrír 2ja manna klefar. Aftast fyrir
miðju er snyrting með salerni og sturtu, auk klefa fyrir loft-
ræstingu og rafbúnað.
íbúðir eru einangraðar með ull (150-200mm) og klæddar
með plasthúðuðum spónaplötum.
Vinnuþilfar (fiskvinnslurými
Móttaka afla: Framan við skutrennu eru tvær vökvaknúnar
fiskilúgur, sem veita aðgang að fiskmóttöku, aftast á vinnu-
þilfari. Fiskmóttöku er skipt í tvo geyma, og er hleypt úr
henni um tvær vökvaknúnar lúgur á framþili. í efri brún
skutrennu er vökvaknúinn skutrennuloki.
Vinnslubúnaður: Skipiö er búið rækjuvinnslubúnaði frá
Carnitech. Búnaður er til flokkunar, suðu, pökkunar og fryst-
ingar; tvær flokkunarvélar af gerð BSL, tveir olíukyntir sjóðar-
ar af gerð OA 60/3 og tvöfalt kerfi fyrir Japans-rækju. Tölvu-
vogir eru Póls, fjórar af gerð S 55, bindiv'élar tvær frá Strapex
og ein Odin kassabrotsvél.
44 ÆGIR