Ægir - 01.02.1996, Síða 45
Frystibúnaður: í skipinu eru eftirtalin frystitæki: Tveir lárétt-
ir 15 stöbva Jackstone plötufrystar (1550 x 1120 mm), afköst
5.5 tonn á sólarhring hvor, og tveir lausfrystar frá Carnitech,
afköst samtals 20 tonn á sólarhring
Loft og síður vinnuþilfars eru einangraðar meb steinull og
klætt með krossviði.
Fiskilest (frystilest)
Almennt Lestarrými er um 450 m3 og er lest útbúin fyrir
frystingu (-30°C).
Frágangur, búnaður: Lestin er einangruð með 170 mm
polyurethan í síðum, lofti og á þiljum, en 170 mm isopor á
tanktopp. Klætt er með vatnsþéttum krossvið og á gólfi eru
trégrindur. Kæling er meb kælileiðslum í lofti lestar og tveim-
ur kæliblásurum. Lest er skipt í hólf með álborðauppstillingu.
Lúgubúnaður, afferming: Aftantil á lest er eitt lestarop (2200x
2200 mm) með lúguhlera úr áli, búinn niðurgöngu- og fiski-
lúgu, og framantil á lest er minna lestarop fyrir lyftu, auk þess
er niðurgangur. Á efra þilfari, yfir aftari lestarlúgu, er losunar-
lúga (2500x2500 mm) með stálhlera slétt vib þilfar, auk þess er
samsvarandi losunarlúga (2850x2850 mm) á bakkaþilfari.
Fyrir affermingu er Iosunarkrani.
Vindubúnaður, losunarbúnaður
Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýsti-
kerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær tog-
vindur (splittvindur), fjórar grandaravindur, tvær hífingarvind-
ur, tvær hjálparvindur afturskips og akkerisvindu. Auk þess er
skipiö búið vökvaknúnum krana og tveimur smávindum.
Togvindur: Aftantil á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin, eru tvær
togvindur (splittvindur) af gerð DMG 6300, hvor búin einni
tromlu og knúin af einum tveggja hraða vökvaþrýstimótor.
Tæknilegar stærðir (hvor vinda)
Tromlumál . 324mmo x 1500 mma x 1100 mm
Víramagn á tromlu .... . 2750 m af 24 mmo vír
Togátak á miðja
(800 mmo) tromlu . . 8.0 tonn (lægra þrep)
Dráttarhraði á miðja
(800 mmo) tromlu . . 80 m/mín (lægra þrep)
Vökvaþrýstimótor . MG 6300
Afköst mótors . 144 hö
Þrýstingur . 40 bar
Olíustreymi .2110 l/mín
Grandaravindur: Fremst í gangi fyrir bobbingarennur eru
fjórar grandaravindur af gerð DSM 2202, hver búin einni
tromlu (380 mmo x 1200 mmo x 400 mm) og knúin af ein-
um M2202 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu
er 6.0 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 65 m/mín.
UTGERDARMENN
ATH!
Tökum að okkur uppsetningu
og viðgerðir á öllum
almennum veiðarfærum
nssss
Netagerö Höföa hf.
Húsavík, sími: 464 1999
ÆGIR 45