Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 7
Fiski smalað í trollið með hljóðbylgjum Þetta litla tceki smalar fiski í trollið með hljóð- bylgjum. Norska fyrirtækið Skipper Electronics hefur smíðað tilraunaútgáfu af tæki sem fest er á höfuðlínuna á hefðbundnu fiski- trolli og gefur frá sér hljóðbylgjur. Fiskur sem syndir undan trollinu og hyggst forða sér yfir höfuðlínuna fælist hljóðið og þannig er tækinu ætlað að smala fiski í trollið með hljóðbylgjum. Tækið Iíkist einna helst litlu tundurskeyti og er fest með stuttri línu við höfuðlínuna. Það er 137 cm langt og vegur 75 kg. Það send- ir frá sér hljóðmerki á 12 kHz tíðni og dregur hljóðið 400-500 metra. Hljóðið er ekki sam- felldur tónn heldur stuttar og snöggar hrinur. Tækið er knúið af rafhlöðum sem eiga að end- ast í 5 klukkutíma. Þekkt er að hægt er að hafa áhrif á fisk með hljóðbylgjum en smölun með þessum hætti hefur ekki verið reynd áður. Skipper hefur langa reynslu af framleiðslu dýptarmæla, höf- uðlínusónara og fleiri tækja en þetta nýja tæki er væntanlegt á markað einhvern tímann á næsta ári eftir ítarlegar prófanir. Fyrstu til- raunir benda til þess að afli á togtíma geti auk- ist um allt að 30%. Það er fyrirtækið Sínus sem er umboðsaðili fyrir Skipper á íslandi. Guðni Sigurðsson, ann- ar eigendanna, sagði í samtali við Ægi að tæk- ið hefði verið kynnt á nýafstaðinni sjávarút- vegssýningu og vakið verðskuldaða athygli skipstjóra og útgerðarmanna. Stefnt er að því að tækið kosti tæpa milljón íslenskra króna. Stungið hefur verið upp á nafninu fisksmali eða ómsmali sem heiti á tækinu. FISKUR MÁNADARINS Fiskur mánaðarins er síldin, silfur hafsins (Clupea harengus), og er það vel viðeigandi þar sem veiðar á sumargotssíldinni eru komnar á fullan skrið. Síldin er hávaxin og þunnvaxin. Hausinn er stór, snjáldrið stutt og munnurinn lítill. Neðri skoltur teygist fram og síldin er því með skúffu og smáar tennur. Bolurinn er langur en stirtlan stutt. Bakuggi er einn á miðju- baki en raufaruggi aftarlega. Sporðblaðkan er stór og djúpsýld, hreistrið stórt og laust og rákin varla sýnileg. Síldin er falleg á litinn, blágræn á baki með purpurarauðri og fjólublárri slikju. Á hliðum og kviði er hún silfur- gljáandi með fjólublárri slikju. Trýnið er dökkblátt og uggar gráleitir. Síldin finnst um allt Atlantshaf og allt í kringum ísland og hefur um aldir verið mikill nytjafiskur. Síldin er uppsjávarfiskur en hrygnir við botn. Hún lifir allt niður á 200-250 metra dýpi og þolir seltubreytingar vel. Síldin vill helst hrygna á grófum eða hörðum botni á sandi innan um steina og möl. Eggin eru botnlæg 1.2 til 1.5 mm. í þvermál og 20-300 þús- und úr hverri hrygnu. Síldin étur margar tegundir smádýra, smáþömng, krabbaflær og fleira en fullorðin síld étur afar mikið af rauðátu. Heimild: íslenskir fiskar, eftir Gunnar Jónsson. STÆRRI OG HRAÐSKREIÐARI LÍNUSKIP / Norska fyrirtækið Solstrand AS, sem rekur skipasmíðastöð í Tom- refjord skammt frá Alasundi, hefur lagt mikla áherslu á að smíða línu- veiðara. A Nor-Fishing sýningunni í haust gátu sýningargestir skoðað teikningu af 700 tonna línuveiðara, Leinefisk, sem fyrirtækið erað smíða fyrir samnefnt norskt fyrirtæki. Það sem einkum vakti athygli í hönnun skipsins var að brúin og yfirbygging var að miklu leyti smíðuð úr áli sem á að gera skipið léttara og hraðskreiðara. Þessi nýi línuveiðari mun geta fryst flök um borð og frystilestar rúma 250 tonn af flökum ásamt 35 tonnum af beitu en afkastageta frystitækj- anna en um 18 tonn á sólarhring. Þetta nýja skip er afar líkt Tjaldi og Tjaldi II sem voru smíðaðir í Tom- refjord fyrir Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar. Tjaldarnir eru stolt skipasmíðastöðvarinnar íTomrefjord og á sýningunni var stórt módel af öðrum Tjaldinum sem dæmi um glæsilegustu línuveiðara sem stöðin hefði smíðað. Fishing New Intemational. júli 1996 ÆGIR 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.