Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 15
Þegar grátkórinn syngur liggja hagfræðingarnir andvaka Slæm staða botnfiskvinnslunnar skoðuð nánar Árleg úttekt Þjóöhagsstofnunar á afkomu fiskvinnslunnar er engin skemmtilesning. Það er tap. Það var tap í fyrra og það er meira tap í ár. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva dregur upp dökka mynd af afkomunni. Að norðan, austan og vestan berast fréttir um lokun frysti- húsa og tugir ef ekki hundruð fólks sjá atvinnuleysi og byggðaröskun blasa við. Ástandið sýnist vera afar slæmt og horfurnar ekki betri. Lít- um ögn nánar á stöðuna. Samkvæmt frétt Þjóðhagsstofnunar um hag fiskveiða og fiskvinnslu frá sept. s.l. var tap á botnfiskvinnslunni árið 1995 sem nam 2.7% af tekjum. Þetta eru tiltölulega snögg umskipti til hins verra en á árunum 1992 til 1994 var hagnaður af þessari starfsemi skv. þeirri aðferð sem Þjóðhagsstofnun notar við útreikninga sína. Ástandið versnar jafnt og þétt því samkvæmt stöðumati byggðu á skilyrðum í ágúst 1996 er tap á frystingu og söltun botnfisks sem nemur 8.5%. Botnfiskvinnsla skiptist í frystingu og söltun og undanfarin ár hefur afkoma frystingar verið heldur betri en afkoma söltunar en nú hefur þetta snúist við og er afkoma söltunar nú heldur betri en afkoma frystingar. Staða frystingarinn- ar er nánar tiltekið talin vera 12% tap meðan söltun er 1.5% undir núllinu. Hráefniskostnaður hækkaði sem hlutfall af tekjum vinnslunnar á árinu 1995 og var 60.6% miðað við 57.1% árið 1994. Þetta er met þar sem þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra. Eldra met var frá árinu 1991 þegar það var 58.6%. Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar var hlutfallið í ágúst 1996 talið 62.6% sem er þá enn nýtt met. Áætlanir gera þó ekki beinlínis ráð fyr- irhækkun hráefniskostnaðar milli ára en reikna með 3.6% lækkun á verði frystra afurða og 1.4% lækkun á verði saltaðra afurða. Hvaða fyrirtaeki? Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar eru byggðar á mati á afkomu 277 fyrirtækja í sjávarútvegi sem samtals framleiddu 55% útflutningsverðmæta í frystingu og söltun árið 1995. Öll fyrirtækin í úrtak- inu eru með blandaða vinnslu, útgerð og eða vinnslu en sé horft sérstaklega á botnfiskvinnslu sjást 37 fyrirtæki sem hafa lunga tekna sinna af frystingu og 39 söltunarstöðvar. Þjóðhagsstofnun tekur ekki lítil fiskvinnslufyrirtæki með í úrtakinu heldur aðeins þau sem tóku við að minnsta kosti 1.500 tonnum af fiski til vinnslu á árinu. í tölum Fiskifé- lags íslands má sjá að á síðasta ári keypti 121 fiskkaupandi meira en 1.000 tonn af hráefni og hefur heldur fækkað í þeim stærðarflokki kaupenda. Frysting og söltun eru tveir þættir í mynstri en í sömu niðurstöðum kemur fram að afkoma botnfiskveiða, og -vinnslu, rækjuveiða og -vinnslu og loðnuveiða og bræðslu á árinu 1995 var 4.4. hagnaður en gert er ráð fyrir 0.4% tapi miðað við ágúst 1996. Ljóst er að einkum tveir þættir hafa áhrif hér. Annars vegar er það mikill og vaxandi halli á frystingu en hinsvegar versnandi afkoma rækjuvinnslu miðað við síðasta ár. Hverjir tapa mestu? Sem betur fer er dreifing afkomu fyrirtækjanna mikil og misjöfn. Af 277 fyrirtækjum í úrtakinu voru 30 fyrir- tæki með meira tap en 10% af tekjum. Þessi þrjátíu voru með 4.9% af veltu úrtaksins. Á hinum endanum voru síð- an 56 fyrirtæki með 6.2% veltunnar sem voru rekin með meiri hagnaði en 15%. Samtals voru 191 með 66.6% veltu úrtaksins rekin með hagnaði á árinu 1995. Samtals 48 fyrirtæki sem rekin voru með 5% tapi eða meira 1995 eiga það sameiginlegt að hafa um 35% tekna sinna af útgerð en engar tekjur af útgerð frystitogara. Þau eiga það ennfremur sameiginlegt að eiginfjárhlutfall er lægra Gott dæmi um vandann sem við blasir er boðuð lokun Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar frá næstu áramótum. Fyrirtækið veltir um 400 milljónum árlega, eigið fé er upp uriö og tapið var 27 milljónir á síðasta ári og nam 26 milljónum fyrri helming þessa árs. ÆGIR 1 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.