Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 10
VIÐ NANARI ATHIIGUN íslendingar halda enn í víking: Veiða smokkfisk og tannfisk við Falklandseyjar „Við höfum vandað vel allan undirbúning og erum bjartsýnir á að þetta beri árang- ur,“ sagði Stefán Þórarinsson framkvæmdastjóri Island Fisheries Holdings Ltd. í sam- tali við Ægi. Fyrirtæki þetta er sameign íslendinga og Falklandseyinga og hefur heim- ili og vamarþing á Falklandseyjum. Tilgangur þess er að stunda veiðar á smokkfiski og tannfiski við Falklandseyjar. Það eru Grandi hf., Kristján Guðmundsson hf., JBG Falklands Ltd. og Sæblóm hf. sem eiga Island Fisheries Holdings Ltd. íslensku fyrirtækin eiga samtals 70% hlutafjár. Fyrirtækið hefur þegar keypt Tjald II SH og fer hann til línuveiða við Falklandseyjar á tannfiski og fleiri djúpsjávartegundum en í janúar fer Engey RE til veiða þar syðra og mun einkum stefna á smokkfiskveiðar. Skipstjóri á Tjaldi II verður Hafsteinn Aðalsteinsson sem getið hefur sér gott orð sem línuskipstjóri. 12 íslending- ar verða í 20 manna áhöfn Tjalds. Óráðið er hvernig Engeyin verður mönnuð en þeir sem nú eru um borð ganga fyrir plássum og reiknað er með að svipuð skipting verði í áhöfninni, þ.e. af 30 manns verði 17-18 íslendingar. Reiknað er með áhafnaskiptum á tveggja mánaða fresti. Sæblóm ehf. mun hafa yfirumsjón með útgerðarrekstrinum og verður útgerðar- stjóri á þeirra vegum starfandi á staðnum. Sæblómsmenn eru engir viðvaningar í land- námi af þessu tagi en þeir eru aðilar að Seaflower Whitefish Corporation í Namibíu og eiga auk þess aðild að útgerð rannsóknarskips á þeim slóðum. Tannfiskurinn, á ensku Patagonian toothfish eða Black Cod, erdjúp- sjávarfiskur og er góður markaður fyrir hann. Fiskurinn verður ýmist heilfrystur eða flakaður og frystur um borð í báðum skipum en ekki er hægt að flaka hann í vélum heldur verður að handflaka. Erfitt er að spá um afla, að sögn Stefáns, en sóknar- mark er á þessum veið- um. Þó er reiknað með að veiðar Tjalds skili allt að 500 tonnum af frystum afurðum. Stefán sagði að landnám af þessu tagi skilaði sér alltaf í tekjum fyrir fleiri en þá sem taka beinan þátt í því. Sala á fjölmörgum íslenskum vörum tengdum sjávarút- vegi eykst og hróður þeirra berst víðar. „Það sem okkur vantar er að fyrirtæki eins og bankar, tryggingafélög og síðast en ekki síst hið opinbera lagi sinn hugsunarhátt að þessum útgerðarháttum." DNýr frystitogari, Helga RE 49, kemur til landsins. Skipið er smíðað í Slipen Mek. A/S í Sand- nessjöen í Noregi. Það er 60.4 metr- ar, 2.257 brt. með 4.590 ha. aðalvél. Eigandi er Ingimundur hf. Verklok töfðust um alls níu vikur vegna verkfalla í Noregi. Skipstjórar á Helgu verða Geir Garðarsson og Við- ar Benediktsson en útgerðarmaður- inn sjálfur, Ármann Ármannsson, sigldi skipinu heim frá Noregi. Aðalfundur Samtaka fisk- vinnslustöðva haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum. Meg- inefni fundarins er bág staða botn- fiskvinnslunnar en Þjóðhagsstofn- un telur að greinin sé rekin með 8.5% halla að jafnaði. íslenska sjávarútvegssýning- in opnuð í Laugardalshöll að viðstöddu fjölmenni. Þetta er stærsta sjávarútvegssýningin hing- að til. Sýningin stóð í fjóra daga eða degi skemur en venja hefur verið en þrátt fyrir það jókst fjöldi gesta og mun hafa náð 14 þúsund manns. Gerðir voru viðskiptasamn- ingar á sýningunni upp á marga tugi milljóna. Erlendir gestir og er- lendar sendinefndir voru fjölmenn- ari en nokkru sinni fyrr. Samþykkt að stefna að sam- einingu fjögurra sjávarút- vegsfyrirtækja á Vestfjörðum. Þetta eru rækjuverksmiðjurnar Ritur og Básafell og útgerðirnar Togaraút- gerð ísafjarðar sem gerir út Skutul og Sléttanes sem gerir út samnefnd- an togara. Gangi þetta eftir verður til fyrirtæki sem veltir 2.5 til 3.0 milljörðum árlega og ræður yfir 5.500 tonna þ.í.g. kvóta. aNý reglugerð sem bannar flutning á óslægðum fiski milli byggðarlaga mætir mótmælum fiskverkenda sem telja þessa ráðstöf- un óþarfa og í sumum tilvikum kippa fótunum undan rekstri þeirra. Nord-Morue, verksmiðja Sölusambands íslenskra 10 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.