Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 28
í grein, sem birtist í júlíblaði Ægis, voru rök færð fyrir því að fiskveið-
ar hafi þegar á landnáms- og þjóðveldisöld verið mikilvægur þáttur í
búskap landsmanna og að útræði hafi hafist mjög snemma í ýmsum
verstöðvum, m.a. Vestmannaeyjum og Bolungarvík.
Jón Þ. Þór
Á 12. og 13. öld fór vegur og þýðing
sjávarútvegs mjög vaxandi, fiskur og
annað sjávarfang varð æ ríkari þáttur í
mataræði landsmanna og á 14. öldinni
varð skreið verðmætasta útfluningsafurð
íslendinga. Á þeirri öld og fram á þá 15.
urðu miklar breytingar á atvinnuháttum
hér á landi, svo miklar að ekki verður
líkt við neitt annað en byltingu. Hún
hafði mikil áhrif á mótun samfélagsins,
sem hér hélst við lýði allt fram á 19. og
20. öld, og átti mestan þátt í þeirri breyt-
ingu, sem virðist hafa orðið á búsetu frá
því sem var á landnámsöld og á fyrri
hluta þjóðveldisaldar.
Vaxandi fiskneysla á 12. og 13. öld
átti sér ýmsar orsakir og voru sumar
þeirra af breytingum í náttúrufari, en
aðrar af menningarlegum rótum. Flest
bendir til þess að fólki í landinu hafi
fjölgað nokkuð á 12. og 13. öld, og ef til
vill allt fram til Plágunnar miklu í upp-
hafi 15. aldar. Við vitum að vísu ekki ná-
kvæmlega hve margt fólk var búsett hér
á landi á þessum tíma, en ekki er ólík-
legt að það hafi verið á bilinu 40-60
þúsund um 1100, líkast til nær hærri
tölunni, og hafi svo fjölgað nokkuð, ver-
ið um 70-75 þúsund á 14. öld. Við þess-
ar tölur ber að setja alla hugsanlega fyr-
irvara, en ekki fer milli mála að fólks-
fjölgunin jók þörfina fyrir matvæli og
þar hefur varla öðru verið til að dreifa en
fiskmeti og öðru sjávarfangi.
Við upphaf landsnáms er talið að
loftslag hér á landi hafi verið mun
hlýrra en síðar varð og að meðalhiti árs-
ins hafi verið nálægt 4,5 gráðum um
900. Hvort svo hafði verið lengi vitum
við ekki, en flestir íslendingar kannast
við þau ummæli Ara fróða að landið
hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru
er landnámsmenn bar að. Þau benda til
þess að á þessum tíma hafi landið verið
gróðursælla en síðar varð, og sennilega
hefur gróðurbeltið náð lengra upp til
fjalla og stærra svæði verið byggilegt.
Þetta má m.a. ráða af því að sagnir eru
um byggð langt inni á fjöllum á fyrstu
öldum byggðar í landinu, á svæðum
sem á síðari öldum hafa verið
gróðursnattð öræfi. Margar þessara
sagna eru vafalaust þjóðsögur en fyrir
öðrum eru traustari heimildir og hafa
ber í huga að þjóðsögur verða sjaldan til
að tilefnislausu.
Á 11., 12. og 13. öld virðist loftslag
hafa kólnað nær stöðugt um 1300 er
talið að meðalhitinn hafi verið um þrjár
gráður, hálfri annarri gráðu lægri en um
900. Áhrif þessa urðu vitaskuld mest á
viðkvæman gróður til fjalla og við bætt-
ist ágangur manna og búfjár og bendir
sitthvað til þess að þegar á 13. öld, ef
ekki fyrr, hafi fjallabyggðir verið teknar
að eyðast. Á sama tíma fór byggð í
strandhéruðum að þéttast og fólki þar
fjölgaði. Strandhéruðin voru hins vegar
mörg hver lítt fallin til landsbúskapar og
augljóst að íbúar þeirra urðu að reiða sig
á sjávarafla til að sjá sér farborða.
Allt þetta varð til þess að auka eftir-
spurn eftir fiski og öðru sjávarfangi, og
fleira koma til. ! Kristinni laga þætti,
sem lögtekinn var á árunum 1122-1133,
var að finna ýmis ákvæði um föstur og
föstuhald. Samkvæmt þeim bar fólki að
fasta einn dag í viku (föstudag) allan árs-
ins hring, daginn fyrir ýmsar stórhátíðir
kirkjuársins og á föstum, en lengstar
þeirra voru jólafasta og langafasta. Á
föstum var bannað að borða kjöt, en eta
mátti fisk og hvali, aðra en rosmhvali
(rostunga), og ekki mátti leggja sér sel til
munns á föstum.
Með Kristinna laga þætti var
fiskneysla í raun lögboðin á ákveðnum
dögum og árstímum og þá jókst vita-
skuld fiskþörfin, en ekki aðeins í sjávar-
byggðum heldur einnig til sveita. Áhrif
þessa má ef til vill merkja af því að í grá-
gás, lögbók íslenska þjóðveldisins, er
sýnilega gert ráð fyrir því að fólk hafist
við í fiskiskálum einhvern hluta úr ári
og stundi þar veiðar.
Fyrstu fiskiskálarnir hafa vafalaust ris-
ið í útverum, líkast til í eyjum og á
annesjum, þar sem stutt var á fengsæl
mið og lending bærileg. Er ekki ósenni-
legt að ýmis örnefni, sem hafa forliðinn
skál eða skál(a) eða endinguna -skáli eða
-skálar, hafi í upphafi verið veiðistöðvar
þar sem reistar voru bráðabirgðavistar-
verur, fiskiskálar, fyrir þá sem stunduðu
þar veiðar á ákveðnum árstímum. Sem
dæmi um slík örnefni, sem öll eru í ná-
Fiskveiðar Islendinga
á miðöldum —
Jón Þ. Þór
sagnfrœð-
ingur.
28 ÆGIR