Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 21
i ____ s_r._ Síðumúli 13,108 Reykjavík
rÍUpli yn Sírni: 568 1061, lax: 568 9061
• Vatnsþéttur á allt að 1 OOOm dýpi
• Mælir samkvæmt reglugerð Fiskistofu
• Mjög öflugur Windows hugbúnaður fylgir
• Allt að 21000 mælingar, rafhlöðuending 5 ár
• Hitasíritinn Seamon hefur selst til 30 landa
“Hiti í geymslu og flutningi
gefur best til kynna gœði vöru. ”
Staðfestið gæði matvæla með hitasírita!
Internet: http://www.vortex.is/hugrun Tölvupóstur: hugrun@vortex.is
REYTINGUR
Skjaldbaka á ferð
Sæskjaldbakan Rosita sem sleppt var í sjóinn við
strendur Kaliforníu fannst sextán mánuðum síðar skammt
undan strönd Japans. Þá hafði Rosita ferðast 6.500
sjómílur sem lætur nærri að vera þriðjungur af ummáli
jarðarinnar. Þetta ferðalag telja vísindamenn með
ólíkindum af sjávarskepnu sem ekki andar með tálknum.
Rosita var því miður látin þegar hún fannst við
Japansstrendur. Hún hafði flækst í neti og drukknað. Það
verða örlög margra skjaldbaka af þessari tegund. Þær eru
fyrir vikið í umtalsverðri útrýmingarhættu og rannsóknir á
ferðum þeirra eru liður í áætlunum um að vernda þær frá
þeim örlögum. Skjaldbökur eins og Rosita geta orðið um
200 kíló að þyngd og geta lifað í hlýjum og tempruðum
sjó víðast hvar á hnettinum.
(Seafood, ágúst 1996)
Risavaxnir ormar finnast á hafsbotni
Franskir vísindamenn hafa fundið allt að tveggja metra
langa orma á rúmlega 8.500 feta dýpi í Kyrrahafi. Nokkur
eintök hafa náðst lifandi upp á yfirborð sjávar og er verið að
rannsaka þá og finna þeim stað í dýraríki sjávarins. Þessir
sérstæðu risaormar fundust í nágrenni heitra uppspretta á
hafsbotni en megintilgangur vísindamannanna var að
rannsaka örverur sem lifa í slíku umhverfi.
(Seafood. ágúst 1996)
ÆGIR 21