Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Síða 36

Ægir - 01.10.1996, Síða 36
FERILL SKIPS Skipið er smíðað í Ankerlökken Verft í Florö í Noregi árið 1966 og afhent í júlí, smíðanúmer 72. Stöðin hefur smíðað ellefu skip fyrir Islendinga, þar af eitt systurskip Arnar, Börk NK 120 (1020), í dag Guðmundur Ólafur ÓF 91. Samtals voru byggð tíu skip af þessari gerð hjá þremur skipasmíðastöðvum. Skipið hefur borið sama nafn frá upphafi, Örn. Fyrst Örn RE 1, eigandi var Flið almenna Fiskveiðihlutafélag í Reykjavík. Næst er skipið Örn SK 50, eigandi var Nöf hf. á Hofsósi. Þá næst Örn KE 13, eigendur Þorsteinn og Örn Erlings- synir. Og í dag er hlutafélag um reksturinn Sólbakki ehf. Breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu eru þessar helstar: Árið 1976 var skipið lengt um 4,0 m og byggt yfir aðalþilfar þess frá hvalbak að yfirbygg- ingu að aftan. Ný aðalvél, gír og skrúfubúnaður var sett í skipið 1977. Stækkun á aðalvél var úr 800 hestafla Lister Blackstone í 1450 hestafla Alpha Diesel og er sú vél enn í skipinu. Ný brú ásamt þilfarshúsi var sett á skipið árið 1986 og árið 1987 var skipið lengt um 6,0 m. skut breytt og sett perustefni á skipið ásamt bakka. (1450 hö) við 800 sn/mín. Við vélina tengist nýr niðurfærslugír og skipti- skrúfubúnaður frá Alpha Diesel, niður- gírun 3,85:1 og fjögurra blaða skrúfa með 2700 mm þvermál. Við fremra aflúttak er gamall deiligír frá Norgear og á hann koma nýjar vökvadælur, frá Denison, fyrir vökvakerfi skipsins. Þrjár Cummins hjálparvélar eru í skip- inu, ný sex strokka 316 KW (430 hö) við 1500 sn/mín. með 292 KW rafal, staðsett fremst í skipinu. Tvær misgamlar í véla- rúmi, önnur sex strokka 280 KW (380 hö) við 1500 sn/mín. með 240 KW rafal og hin sex strokka 132 KW (180 hö) við 1500 sn/mín. með 90 KW rafal og deiligír með tvær vökvadælur. Stýrisvél er Frydenbo gömul, HS-30, 6,8 t.m.). Hliðarskrúfur eru frá Schottel, fremri skrúfan er ný, 1100 mmo, með 235 KW rafmótor og með stiglausri rafstýringu en sú aftari er gömul vökvaknúin. íbúðir Almennt: íbúðir eru fyrir 16 menn á þremur hæðum. Undir neðra þilfari 4 x 2ja manna klefar. Neðra þilfar: 1x4 manna klefi, 1 x 2ja manna klefi og 1 x 1 manns klefi, borðsalur, eldhús, mat- vælageymslur og snyrtiklefi. í þilfars- húsi er 1 x 1 manns klefi, snyrtiklefi, stakkageymsla og aðrar geymslur. Móttaka og losun afla Síld eða loðnu er dælt um borð með fiskidælu í sjóskilju og síðan blandast ís við aflann á leið til lesta skipsins. Losun afla er með tveim MMC vakum fiskidælum sem tengjast öllum lestarhólf- um, einnig er ís dælt úr lestum, með þess- um dælum, í ísblöndun við lestun. Afköst er um 100 til 150 tonn á klst. á hvora dælu. Við MMC dælurnar eru þrjár vak- um dælur, hver með 37 KW rafmótor. ísvél er frá Finsam, afköst um 30 tonn á sólahring. Vindu - nótabúnaður Tog/snurpivindur eru Rapp Hydema 2 x WDU 5000, tromlumál 324 mm d x 1300 mm D x 1130 mm, víramagn 1560 m af 28 mm vír, togátak á miðju víralagi er 7,7 tonn og dráttarhraði 73 m/mín., kerfisþrýstingur 200 bar og aflþörf allt að 270 KW (367 hö). Ný vökvaknúin sleppi- blökk er í sér gálga, Brunnar HB - 46 (ís- lensk). Geila- og pokavinda eru gamlar og uppgerðar. Nýtt akkerisspil er frá Rapp Hydema með tvær keðjuskífur og kopp. Búnaður frá Petrel: Kraftblökk er Trident TNW 720, togátak tæp 26 tonn og dráttarhraði 41 m/mín. Nótaleggjari er NSC-7L, 55 t/m lyftigeta og togátak 10 tonn. Fiskidæla er 18 tommu gerð, Sp 457, afköst um 40001 á klst. Þilfarskrani er KC 25/9, 25 t/m Iyftigeta. Til viðbótar er gamall þilfarskrani, MTT, 20 tm. Rafeindatæki, tæki í brú og fleira Siglinga- og staðarákvörðunartœki: Racal Decca Bridgemaster ratsjá, JRC JMA 3307 ratsjá. Robertsson AP 45 sjálf- stýring, Robertsson RGC 10 gyroátta- viti, gamall þakáttaviti, Trimble Navi- gation Nav Trac og NT 200 D gerfi- tunglamóttakarar. QuadFish QF 310 stjórntölva (tölvuplotter). Fiskleitartœki: Furuno CSH-22F, nýr sónar, Simrad CF 20C sónar, JRC FFV- 316 litadýptarmælir, Scanmar aflamælir. Fjarskiptatœki: Sailor T 128 - R 105 tal- stöð, Sailor RT 2047 og RT 144 örbylgju- stöðvar, Delcom 2182 kHz vörður. Önnur tœki: Vingtor VRC 15 kallkerfi, Deckma eldvarnakerfi, Sailor SP 10 neyðartalstöð, eyðslumælir frá Örtölvu- tækni. □ Aðalmál: í upphafi í dag Mesta lengd 37,49 m 55,89 m Breidd 7,60 m 10,00 m Dýpt að neðra þilfari 3,95 m 4,60 m Dýpt að efra þilfari 7,00 m Rúmtala 1018,3 m3 2258,6 m3 Rými og stærðir Eiginþyngd 698 t Lestarrými 1160 m3 Brennsluolíugeymar 124,3 m3 Ferskvatnsgeymar 174,7 m3 36 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.