Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 30

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 30
Tæknideild Fiskifélags Islands Föstudagiim 25. október sl. kom Örn KE 13 (1012) til hafnar í Njarðvík eftir gagngera breytingu í Póllandi. Breytingin fór fram í skipasmíðastöðinni Nauta í Smíðað var nýtt framskip og það tengt við gamla hluta skipsins. Þetta er einstök breyting á fiskiskipi í eigu ís- lendinga. Nýi framhlutinn er lengri, breiðari og dýpri en sá sem fyrir var. Skipið er rúmlega tvöfalt stærra í dag, miðað við neðra þilfar, en þegar það kom nýtt til landsins. Breyting sem þessi er þekkt úr erlenda kaupskipaflotanum en það má líta svo á að aftari hluti skips- ins, með vélbúnaði og tilheyrandi kerf- um, sé sá dýrari. En að öllum líkindum ráða umdeildar úreldingarreglur um að þessi leið er farin. Hluti af kili gamla skipsins er enn til staðar og leggst hann ofan á nýjan kassakjöl sem fylgir nýja hlutanum. Nýi Gdynia. Hönnun að breytingum sá Skipa- tœkni elif. um. Skipið er í eigu Sólbakka ehf. og framkvæmdastjóri er Öm Erlings- son Skipstjórar eru Sigurður Sigurðsson og Sœvar Brynjólfsson Yfirvélstjóri er Sigurgeir Jónsson. skrokkurinn er með 600 mm bandabili og tengist gamla skipinu á milli banda nr. 27 og 28 og hefur þetta band nr. 23 í skipinu í dag. Utan á gamla hluta skrokksins eru smíðaðar nýjar síður og aftaná kemur nýr skutur. Skrokkurinn er smíðaður eftir kröfum Norske Veritas. Skrokkurinn er með tvö þilför, peru- stefni og hvalbak að framan. Fremst undir neðra þilfari er stafnhylki, fyrir ferskvatn, sónar og hliðarskrúfurými með botngeymum fyrir ferskvatn. Fremst á neðraþilfari er stafnhylki, keðjukassar og rými þar sem eru loft- dælur (vakum) fyrir fisklosunarkerfi og hjálparvél sem drífur bógskrúfu og raf- kerfi skipsins. Þar fyrir ofan er bakki þar sem er ísvél og geymslur. Lestarýminu er skipt í þrjú meginrými með þver- skipsþiljum sem hverju er skipt með langskipsþiljum í þrjú hólf, botngeymar fyrir brennsluolíu og ferskvatn eru und- ir lestum. Lestarnar eru því níu hólf, en þau ná frá botni og upp að efra þilfari og eru loft, botn, útsíður, fram- og aft- urþil klædd með ryðfríu stáli og ein- angruð með Polyurethan. Stjórnborðs- megin fyrir miðju skipi á neðra þilfari liggur gangur á milli fram- og afturskips, í miðjum ganginum er rými fyrir fisklos- unarbúnaðinn, vakumdælukerfi, sjá grein í 2. tbi. Ægis 1989. Fiskilestar skipsins eru gerðar fyrir geymslu á fiski sem kældur er með ís og blandast ísinn aflanum um leið og honum er komið fyrir í lestunum. Hægt er að blása lofti neðst í lestamar til að dreifa kælingunni. Vélbúnaður Aftan á aðalvél kemur nýr niður- færslugír og skrúfubúnaður, framan á aðalvél er gamall deiligír og á hann koma nýjar vökvadælur fyrir vökvakerf- in. Endursmíðað stýri kemur á skipið. HELSTU BREYTINGAR 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.