Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 27
Samstarf íslendinga
og Rússa
Efim Krivosheev í yfirhalningu
Rússneski frystitogarinn Efim Krivosheev hefur legið í Reykjavíkur-
höfn undanfarnar vikur og gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á
skipinu sem er 95 metra langt með 5200 ha. aðalvél.
Reykjaneshrygg og makrílveiðum í Síld-
arsmugunni fyrir austan land. Eftir yf-
irhalninguna verður farið til karfaveiða
á Reykjaneshrygg en það verður helsta
viðfangsefni Efims á næstu mánuðum
og munu Fiskafurðir annast sölu á öll-
um afla skipsins.
íslensk tækniþekking mun fylgja tog-
aranum á miðin því sérfræðingar, m.a.
frá Hampiðjunni, munu fara með Efim
í fyrstu veiðiferðina og kenna áhöfn-
inni á nýja tækni. Eftir reynslutímann
verður tekinn ákvörðun um frekari að-
stoð en samkvæmt heimildum Ægis
kemur til greina að setja fiskilóðs um
borð. □
Efim Krivosheev tilbúinn í slaginn eftir gagngera yfirhalningu.
Stærsta breytingin er sú að Gloríu-
flottroll frá Hampiðjunni var sett um
borð og því fylgdu að sjálfsögðu hlerar frá
J. Hinriksson, auk þess höfuðlínumælar,
aflanemar og fleiri tæki sem ómissandi
þykja við veiðar með slíkum veiðarfær-
um. Flottrollstromla og stýristöð var sett
upp og vinnsludekk endurnýjað.
Samtals munu hafa verið keypt tæki
og þjónusta á íslandi fyrir vel yfir fimm-
tíu milljónir. Það er fyrirtækið Fiskafurð-
ir sem hefur yfirumsjón með verkinu en
togarinn hefur verið í viðskiptum á ís-
landi í rúmt hálft ár. Þetta er sjötti tog-
arinn sem Fiskafurðir sjá um að fram-
kvæma meiri eða minni endurbætur á
hér á landi og hafa verkefnin verið mis-
stór, frá nokkrum milljónum og upp í
marga tugi.
Að sögn Jóns Sigurðarsonar hjá
Fiskafurðum hefur togarinn fram til
þessa einbeitt sér að karfaveiðum á
A IIII
nmi
HRAÐASTÝRINGAR
0,37-315 kW
DÆLUR
FÆRIBÖND
BLÁSARAR
JOHAN
RÖNNING HF
SUNDABORG 15
104 REYKJAVÍK
SÍMI: 568 4000
FAX: 568 8221
SKIPAVERSLUNIN
SKIBSHANDLER ■ SHIP CHANDLER E SCHIFFSAUSRUSTER
KOSTUR FYRIR
SKIP OG BÁTA
Allt á einum stað:
Ferskar vörur - Gott verð
og fagleg þjónusta.
HRINGBRAUT 121 - 107 REYKJAVÍK Skipaverslun -
SÍMI 562-5570 - TELEFAX 562-5578 Sérversiun sjómanna
ÆGIR 27