Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 8
Vex fiskur um hrygg Á.M. Sigurðsson færir út kvíarnar „Það er óhætt að segja að við séum mjög bjartsýnir. Við gerðum nokkra sölusamninga á sjávarútvegssýningunni og höfum þegar af- hent nokkrar vélar. Við fengum einnig fjölda fyrirspurna sem við erum að fylgja eftir og lofa góðu. Við erum að stækka við okkur og verðum senn í tvöfalt stærra húsnæði," sagði Árni M. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Á.M. Sigurðsson, í samtali við Ægi. Á.M. Sigurðsson framieiðir fjórar gerðir af sérhæfðum fiskvinnsluvélum undir nafninu Mesa. Mesa vélar eiga það sameiginlegt að markmið þeirra er að auka nýtingu í fiskvinnslu. Mesa 300 er kolaskurðarvél sem sker haus, rafabelti og sporð af kola. Mesa 300 hentar reyndar mjög vel til snyrtingar á saltflökum með miklum tímasparn- aði. Mesa 850 tekur þorskhryggi eftir flatningu, sker sundmaga og þunnildi frá og skefur af fiskholdið sem situr eftir við hrygginn. Mesa 900 vinnur þorskhausa, sker gellur, kinnar og klumbur úr hausnum en Mesa 950 er svokölluð fésvél sem rífur tálknin út, klýfur hausinn og sker krummann úr og skilar kinnunum samföstum ásamt gellunni. Árni er með einka- leyfi á Mesa 850 og 900 og hann og Sigurður Örn sonur hans og sam- starfsmaður smíða allar vélarnar alveg frá grunni. „Flestir fiskverkendur sem eru í kolavinnslu eru með vélar frá okkur. Saltfiskverkendur hafa keypt mikið af vélum af okkur og virðast hafa mik- inn áhuga á bættri nýtingu," sagði Árni. Miklu magni af þorskhausum er hent í sjóinn af frystitogurum og sýn- ist augljóst að þar sem svigrúm fyrir aukna nýtingu og þar af leiðandi auk- in verðmæti. Vélin sem meðhöndlar þorskhausana tekur ekki rnikið meira pláss en eitt fiskikar svo plássið ætti ekki að vera vandamál. Miðað við úthlutaðan þorskkvóta ættu að falla til tæp 30 þúsund tonn af þorskhausum árlega. Aðeins hluti þeirra kemur á land en um 65% af þeim hausum sem berast á land eru Ámi M. Sigurðsson eigandi fyrirtœkisins og Sigurður Örn sonur hans og samstarfs- maður. þurrkaðir í skreið. Ljóst er að með sér- hæfðum vélum er hægt að auka veru- lega nýtingu aflans og hlýtur að telj- ast hrein sóun að henda hausunum fyrir borð eða setja í bræðslu. Góður markaður er fyrir gellur á ferskfisk- markaði en markaðurinn fyrir söltuð fés, kinnar, sundmaga og saltaðar þorsklundir fer vaxandi. Árni telur fullvíst að með bættri nýtingu á þorskhausum mætti auka verðmæti aflans um upphæðir sem taldar eru í hundruðum milljóna. Áætlað hefur verið að vinna mætti rúm 500 tonn af söltuðum þorsklundum úr hryggjum sem falla til við saltfiskvinnslu og er að jafnaði hent í bræðslu. Góður markaður er fyrir lundirnar á sömu mörkuðum og taka við saltfiski. Á.M. Sigurðsson hefur selt fjölda véla til útlanda, bæði til Kanada, Ný- fundnalands, Englands, Nýja-Sjá- lands, Rússlands, Noregs og víðar. Móttökurnar hafa verið mjög góðar og í vor gerði fyrirtækið sérstakt átak til aukinnar kynningar. Það var gert með þeim hætti að á ársþingi norskra saltfiskframleiðenda í vor var haldin sérstök kynning á vélunum og í fram- haldi af því voru tvær vélar lánaðar til Noregs. „Við höfðum áður selt vélar til Nor- egs en þeir sem áttu þær þögðu yfir því eins og hverju öðru leyndarmáli því með þeim náðu þeir forskoti. Við erum núna að uppskera góðan árang- ur af þessari kynningu og fyrirspurnir og pantanir farnar að berast frá Nor- egi." Auk þess að kynna vélarnar fyrir norskum sölturum voru þær teknar til rannsóknar hjá rannsóknarstofnun í Noregi sem kannaði samsetningu þeirra, frágang og síðast en ekki síst nýtingu. Niðurstöður þeirra voru mjög jákvæðar og fyrirtækinu ein- göngu í hag. Árni hófst handa við þessa fram- leiðslu í bílskúr árið 1986 og hans meginmarkmið var að skapa sjálfum sér og fjölskyldunni atvinnu og fá tækifæri til að framleiða eigin upp- finningar. Hann segir að með stærra húsnæði verði ef til vill hægt að ráða fleiri starfsmenn og þá hilli undir að unnt verði að anna eftirspurn. □ 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.