Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 26
Norðmenn mótmæltu á sínum tíma
ákvörðunum ráðsins og hafa alltaf
talið sig óbundna af ákvörðunum þess.
Þeirra hvalveiðar virðast ekki hafa
valdið þeim skaða á mörkuðum en á
það ber að líta að þeir selja afurðirnar
aðeins á innanlandsmarkaði. Sú
ákvörðun kann að hafa mótað afstöðu
Bandaríkjamanna í málinu. Við þurf-
um að afla skilnings á því að við verð-
um að afla markaðar utan heimalands-
ins. Reynslan hefur sýnt að ríkisstjórn-
ir og þrýstihópar sem vinna gegn hval-
veiðum hafa sýnt meiri óbilgirni gagn-
vart litlum þjóðum en stórum. Þetta
allt þurfum við að taka til greina og
reyna að vega og meta heildaráhrif
þess að hefja veiðar á ný."
Viljum stunda ábyrgar veiðar
Á þínum valdatíma í stól sjávarút-
vegráðherra hafa Íslendingar ráðist í út-
hafsveiðar í stærri stíl en áður. Þetta hef-
ur leitt til árekstra við aðrar þjóðir. Höf-
um við breyst úr friðsamri strandveiði-
þjóð í herskáa úthafsveiðimenn?
„Það hefur ekkert breyst því við þótt-
um ekki sérlega friðsamir þegar við
þurftum að verja okkar hagsmuni við
útfærslu landhelginnar. Við höfum
skýra stefnu, við viljum stunda ábyrgar
veiðar og leysa mál með samningum.
Við höfum þegar náð talsverðum ár-
angri á þessu sviði þó ýmis verkefni séu
enn óleyst."
Þeir samningar sem gerðir voru inn-
an NEAFC á þessu ári um veiðar á
Reykjaneshrygg hafa ekki náð að stöðva
óheftar veiðar á úthafskarfa. Hver er
staðan í því máli?
„Rússar eru eina aðildarþjóðin sem
ekki hefur virt samningana. Nokkrar
þjóðir virtu ekki tilkynningaskyldu
sem samþykktir gerðu ráð fyrir en hafa
ekki farið yfir mörkin í afla. Verkefni
aðildarþjóðanna er að koma í veg fyrir
að þjóðir sem standa utan samning-
anna haldi áfram óheftum veiðum.
Við, Færeyingar og Norðmenn höfum
neitað þessum skipum um löndun en
það sem þarf til að ná árangri er að fá
liðsinni Evrópusambandsins í því.
Þetta var eitt þeirra mála sem ég ræddi
við Emmu Bonino þegar hún kom hér
á dögunum. Þar kom franr nokkur
stefnubreyting því Bonino opnaði á
þann möguleika að Evrópusambandið
setti löndunarbann á þessi skip. Hún
taldi ekki líkur á að þjónustubann yrði
sett en taldi að ræða mætti löndunar-
bann sem er breyting frá fyrri afstöðu
sambandsins."
Það blasir við að settur verði kvóti á
veiðar á rækju á Flæmska hattinum og
heyrst hefur að hann muni nema þriðj-
ungi af núverandi veiðum.
„Það er ekkert ákveðið í þeim efnum
annað en að kvóti verður settur á og
dregið verulega úr veiðum. Ágreiningur
okkar við NAFO hefur fyrst og fremst
falist í því að við höfum lagst gegn
sóknarstýringu og viljað aflaheimildir í
staðinn. Af þessu leiddi að við erum
eina þjóðin sem s.l. ár hefur stundað
óheftar veiðar á svæðinu meðan aðrar
þjóðir hafa beitt sóknarstýringu en nið-
urstöður vísindamanna sýna að óhjá-
kvæmilegt er að draga vemlega úr veið-
unum og það verður gert."
Orðstír okkar óskemmdur
Sumir hafa sagt að íslendingar hafi
skaðað orðstír sinn sem ábyrg fiskveiði-
þjóð með því að vera í andstöðu við
NAFO varðandi þessar veiðar. Er þetta
rétt?
„Ég sé ekki gild rök fyrir því. Ef við
myndum víkja frá þeirri almennu sam-
þykkt sem gerð hefur verið mætti segja
það en við ætlum ekki að láta það ger-
ast."
Ef við horfum austur til Smugunnar
í Barentshafi munu íslendingar þá mót-
mæla nýjum grunnlínupunktum sem
Norðmenn hafa tilkynnt og minnka
Smuguna um 1.000 fersjómílur?
„Það þarf að skoða það mál sérstak-
lega en ég vænti þess að við mótmælum
ef gild rök eru fyrir því. Síðast þegar
samningaviðræðum milli þjóðanna um
þorskveiðar í Barentshafi lauk var ekki
ýkja stórt bil milli aðila þó þá treysti sér
enginn til þess að brúa það. Ég tel mjög
mikilvægt að við náum að tryggja okkar
veiðirétt á svæðinu með samningum og
munum kappkosta að finna leiðir í því
máli í vetur. Ég vil ekkert segja um hve
líklegt sé að það takist."
Ertu sammála þeim sem segja að út-
hafsveiðarnar hafi bjargað sjávarútveg-
inum í gegnum samdráttartímabil und-
anfarinna ára?
„Þær hafa verið gríðarlega mikilvæg-
ar og átt verulegan þátt í því að við
komumst í gegnum þessa erfiðleika.
Þessi sókn hefur skipt okkur miklu máli,
á því er enginn vafi."
Þó íslendingar hafi sótt í auknum
mæli í veiðar á fjarlægum miðum og
stofnað fyrirtæki til þeirra í samvinnu
við heimamenn eru hér í gildi lög sem
banna fjárfestingar útlendinga í íslensk-
um sjávarútvegi. Væri ástæða til þess að
breyta þessu?
„Nei, ekki eins og sakir standa. Það
væri ekki jöfn aðstaða ef fyrirtæki sem
njóta ríkisstyrkja í evrópskum sjávarút-
vegi gætu keypt hér veiðileyfi í sam-
keppni við innlend fyrirtæki. Sumir
innan atvinnugreinarinnar eru þeirrar
skoðunar að fyrir þetta eigi að opna en
ég tel að þeir séu mun færri en hinir
sem eru því andvígir."
Opin umræða af hinu góða
Bæði þú og fyrirrennarar þínir hafa
oft verið gagnrýndir harkalega fyrir
að vera undir áhrifum frá öflugum
samtökum á borð við LÍÚ og öðrum
hagsmunasamtökum. Er mikill þrýst-
ingur frá hagsmunaaðilum í þessu
embætti?
„Það má rifja upp að í vor var ég
harkalega gagnrýndur einmitt af sam-
tökum útvegsmanna fyrir að taka ekk-
ert tillit til þeirra. í atvinnugreininni em
miklir hagsmunir og þar af leiðandi
hagsmunaárekstrar. Það kemur í hlut
þess sem hér situr að stýra málum í
samræmi við heildarhagsmuni. Það
gengur svo sitt á hvað eftir því hvaða
mál em uppi. Umræðan einkennist oft
að þeirri orku og þeim krafti sem felst í
greininni.
Stór samtök og vel skipulögð, hvort
sem það eru útvegsmenn, smábátaeig-
endur eða fiskvinnslan, beita mörgum
ráðum til að koma málstað sínum á
framfæri. Opin umræða gerir kröfur um
styrkan rökstuðning og veitir aðhald og
leiðir til þess að hin gildari rök verða að
lokum ofan á." □
26 ÆGIR